Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Qupperneq 98
sé nokkuð til fyrirstöðu? Hún má svo sem fara
með þér.
Læknirinn ráðlagði gamla prestinum að drekka
ögn af wisky í heitu vatni daglega. — Hvað ætli
ráðskonan mín gamla segi við því, kvað prestur.
Ég hugsa að hún gangi hreint úr vistinni ef ég geri
það. — Tja, hvað ætli hún þurfi um það að vita.
Þér segir henni bara, að yður vanti rakvatn.
Nokkrum vikum siðar átti læknirinn leið fram
hjá prestsetrinu og skrapp heim til þess að
grennslast eftir um liðan sjúklingsins.
— Æi, ég held hann sé hreint orðinn geggjaður,
sagði ráðskonan. Blessaður sauðurinn! Haldið þér
ekki að hann sé nú tekinn upp á því að raka sig
kvölds og morgna — og á daginn líka.
— Maðurinn minn fer alltaf út að ganga á sunnu-
dögum, þetta svona tvo klukkutíma.
—O, þetta var maðurinn minn líka vanur að
gera hér áður fyrr, en nú eigum við alltaf öl heima.
■— Nei, það er segin saga, að ef ég borða humar,
þá verð ég andvaka.
— Jæja, ekki hefir borið á því um mig, en það
kemur fyrir, að kettir halda fyrir mér vöku á nótt-
unni.
— Já, einmitt það. Ég hefi aldrei étið kött.
Skotinn Sandy kom seint heim til sín eitt laug-
ardagskvöld og hafði þá lengi dags fengizt við að
slökkva þorsta sinn. Meðferðis hafði hann böggul,
er hann fékk konu sinni, en í bögglinum var pund
af kjöti.
—• Hvað hugsarðu maður, segir þá konan. Ekki
held ég þetta hossi hátt í sex krökkum og svo okk-
ur báðum.
(92)