Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 184
Þegar útilykt er af hundum, er það talið vita á illt (J. J. eftir
Jóni Davíðssyni).
Dr. Knauer segir: „Hundar eru veðurnæmir, að sögn
veiðimanna. Þegar þrumuveður er í aðsigi, verður að reka þá
út, því að þá er svo viðbjóðsleg ólykt af þeim. Verði hundur
allt í einu latur, hætti að leita, dratti á eftir veiðimanninum,
sé lystarlítill, eti gras og krafsi í jörðina, velti sér á jörðinni, þá
er veðurbreyting í aðsigi.“
Hellpach segir í bók sinni, Die geopsychischen Erschei-
nungen: „Almennt hafa menn trúað því og trúa enn, að þegar
hundar ætu gras, þá væri það óbrigðull fyrirboði þess, að
veður mundi brátt spillast. Vísindin telja það nú blátt áfram
magaveiki, er nálega alltaf komi af ormum í görnunum. En
gætu ekki báðar skýringarnar verið réttar? Þannig að þegar
veðurbreyting er í aðsigi, þá versni magaveikin, og þeir til-
burðir, sem hún veldur, verði þar með forboði þess, að veður
fari að spillast?“ Þykir honum þetta því líklegra, þar sem
reynslan sýnir, að ormaveikir menn verða oft ýfnir.
Þó ég hafi aðeins tekið dæmi af fuglum og spendýrum, þá
er það ekki fyrir þá sök, að þau séu einu veðurvitarnir meðal
dýranna. Skriðdýr, froskdýr, fiskar, lindýr, skordýr og ormar
eiga líka í sínum hóp dýr, sem tekið er mark á um veðra-
brigði, þó að þess af eðlilegum stæðum gæti minna í íslenzkri
þjóðtrú. En ég skrifa þessar línur aðallega fyrir þá sök, að ég
vildi benda íslenzkum alþýðumönnum á, að þeir gætu unnið
vísindunum þarft verk og haft sjálfir mikla ánægju af, ef þeir
legðu það í vanda sinn að veita háttalagi þeirra dýra, er þeir
kynnast, nákvæma eftirtekt frá þessu sjónarmiði, svo að
ganga mætti úr skugga um, hve mikið er hæft í því, sem sagt
er um veðurspár dýranna. Til þess að slíkar athuganir hafi
fullt gildi, verður að gera þær af ásettu ráði, athuga ná-
kvæmlega og dagsetja athuganirnar. Það væri t. d. ósköp
hægt fyrir þá, sem hafa kött á heimili sínu, að ganga úr
skugga um, hve vel veðurspár kisu rætast, athuga t. d. hvort
hláka kemur á vetrardag, ef hún þvær sér aftur fyrir eyrað
o. s. frv. Aðferðin væri sú að skrifa hjá sér í hvert sinn, sem
kisa gerir eitthvað, sem talið er veðurspá, dag og stund,
(182)