Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 29
23
heimtar skilyrðislaust alt eða ekkert, því að »hent í haf-
ið var hverri fórn, sem var ei alt«. Brandur hefur hug-
sjónir, sem vaxið hafa upp úr baráttu hans, en hann á
ekki hugsjónir, sem vaxið hafa upp úr lífi hans og kær-
leika. Brandur nær valdi, og hann nær líka þeim mesta
sigri, sem hann getur náð: hann víkur aldrei: hvorki í
meðlæti né mótlæti. En hann lætur líf sitt uppi á jökul-
breiðu, einn og yfirgefinn, og fær í dauðanum þá opin-
berun, að fórn hans og sársauki hefur til einskis orðið,
því að í reyndinni er guð ekki guð viljans og lögmáls-
ins, heldur guð kærleikans.
í »Kongsefnunum« er það skýrt, hvað ræður úrslit-
um í baráttu tveggja manna hvors við annan. Hákon
Hákonarson og Skúli Bárðarson eiga báðir erfðarétt til
konungsdóms í Noregi. Báðir eru vel gerðir og vaskir
menn. Skúli er eldri, og hann er eggjaður fram af per-
sónulegri valdagirnd og gremju yfir því, að hafa verið
settur hjá. Báðir hafa mikinn flokk að baki sér. Aðstað-
an er lík, og þó er aðstaða Skúla ef til vill betri að öllu
nema einu. Háhon á sér konungsdraum: að gera alla
Norðmenn að einni þjóð. »Þrændur börðust gegn Vík-
verjum, Egðir mót Hörðum, Háleygjar gegn Sygnum,
en hér eftir skulu þeir allir snúast til einingar og vita,
finna, að þeir eru ein þjóð. Það er hlutverkið, sem Guð
hefur mér ætlað.« Skúli reynir að taka þessa hugsjón
upp án þess að eiga hana. En hann finnur, að ekki er
unt að taka af öðrum manni það hlutverk, sem Guð
hefur ætlað honum, eins og vopn eða gull frá föllnum
fjandmanni. Og hann efast líka um, að konungsdraum-
ur Hákonar sé framkvæmanlegur, af því að það hefur
aldrei orðið fyr, að Norðmenn stæðu sem ein þjóð. En
hann efast líka um sinn eigin efa. Og því verða allir
hans sigrar gagnslausir skynsigrar, og hann þorir
aldrei að brjóta brýrnar að baki sér og berjast til