Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 134
128
rétt að miklu leyti. En þó er svo hér sem annarstaðar,
að sitt er hvað gæfa og gjörfuleiki. Og gæfa skóla og
kennara er mjög í því fólgin, hversu mikla alúð og
skilning tekst að leggja fram, til að finna þörf nemand-
ans til náms og þroska og eggja hana fram. Sá er best-
ur skólinn og bestur kennarinn, sem best hjálpar hverj-
um nemanda að finna sjálfan sig og best glæðir áhuga
hans til þroska og þrek til starfs. Hér verður einkum
um það rætt, eftir hvaða leiðum Laugaskóli hygst að ná
þangað, og hvað til þess þarf, að honum geti tekist það.
í yngri deild skólans er einkum reynt að treysta þann
grundvöll almennrar mentunar, sem lagður er með
barnafræðslunni. Það mun verða reynsla allra alþýðu-
kennara, að ofan á þann grundvöll er lítið hægt að
byggja, nema treysta hann að mun. Jafnframt þessu fá
kennararnir þá kynningu af nemendunum, sem nauð-
synleg er, til að geta leiðbeint þeim inn á vissar brautir
til sjálfstæðs náms og starfs. Þessi deild skólans er í
engu verulega frábrugðin um starfshætti, því sem ger-
ist í öðrum alþýðuskólum okkar. Hún getur því ekki
gefið skólanum sérstætt gildi, nema með því að þar sé
lögð sérstök alúð og þróttur í kensluna. Og um það mál
verður reynslan að dæma.
Hinsvegar er kenslan í eldri deild nokkuð sérstæð og
á að verða það enn meir. Þar er reynt að sníða kensluna
eftir einstaklingseðli nemenda og gera nám þeirra sem
sjálfstæðast. Reynslan, sem enn er af því fengin, virðist
benda á, að það sé hvorttveggja í senn framkvæmanlegt
og vænlegt til árangurs. En því er ekki að neita, að það
hefur f jölmarga erfiðleika í för með sér. Flesta þá erf-
iðleika var auðvelt að sjá fyrir, en vitanlega koma ýms-
ir þeirra fyrst í ljós við reynsluna. Sumir erfiðleikarnir
stafa einkum af því, að skólinn er frumbýlingur, en
aðrir verða varanlegir.