Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Page 5
KomiÖ heim til
Einars Jónssonar
Ég ætla í kvöld að segja frá fyrstu kynnum mínum
af þeim manni, sem ég held, að íslenzka þjóðin eigi
nú einna merkilegastan, Einari Jónssyni myndhöggv-
ara.
Það var nú reyndar út úr hálfgerðum vandræðum
að ég kvaddi dyra hjá Einari Jónssyni. Sumarið 1927
heimsótti mig norður að Laugum þýzk kennslukona,
Friedeborg Ehlers. Á leiðinni þangað norður áttí hún
eins dags viðdvöl í Rvík. Ég var þá staddur í bæn-
um, og fyrst að svo bar við, vildi ég gjarna sýna
henni það, er þar var merkilegast að sjá. Það var
dimmviðrisrigning um daginn, svo að engin ánægja
var að því að sýna eða sjá blessað landið okkar. Söfn-
in voru flest lokuð. Mér hugkvæmdist þá að gerast
svo djarfur, að hringja til Einars Jónssonar og biðja
hann að opna fyrir okkur safnið sitt. Ég hafði nokkr-
um sinnum komið á safnið hans áður, en sjálfan hann
hafði ég aldrei heyrt eða séð, og svo mjög leit ég upp
til hans, að mér fannst þetta talsvert mikil dirfska.
Ég man það enn, hve elskulega Einar tók í hendina
á mér í dyrunum, þegar við komum. En svo vísaði
hann okkur formálalaust inn í myndasafnið. Þegar við
höfðum skoðað myndasafnið, sýndi hann okkur íbúð-