Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Page 18

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Page 18
16 andi á fjórum sviðum: sem skáld, prest, sagnfræðing og skólamann. óhamingja sú, er yfir landið gekk, og áður er að vikið, einkum skothríðin á Kaupmannahöfn 1807, og skilnaður Noregs og Danmerkur, hafði hin dýpstu á- hrif á Grundtvig. Kemur það meðal annars fram í kveðskap hans um fornu kappana norrænu. Áttu þau kvæði að hvetja landa h'ans til dáða. En alþýðan svaf of fast til þess, að heyra rödd hans. Hann þýddi á dönsku rit Saxós og Snorra, og vonaði að rit þessi mundu vekja landa sína. En hann komst brátt að þeirri niðurstöðu, að slíku yrði ekki náð með bókum, hér þurfti munnlega frásögn, hún mundi ná valdi yfir hug áheyrendanna. Þá byrjaði trú hans á mátt »hins lifandi orðs«, sem síðan er orðið að vígorði innan lýðháskólanna. Það var alþýðan, bændurnir, sem hann vildi vekja. Meðan hann vann að þýðingunum, vaknaði hjá hon- urn hugmyndin um skóla fyrir unga en fullorðna al- þýðumenn. Skólinn átti með fræöslu um sögu þjóö- arinnar og móðurmál að vekja hana af þeim dvala sem hún lá í. — Þegar hann var orðinn prestur komst hann í deilur við kirkjustjórnina, sem leiddu til þess, að hann hætti prestskap. Þá varð skólamálið aftui hans helzta áhugamál. Og nú fékk hann betri áheyrn en áður. Hagur þjóöarinnar fór batnandi þótt hægt færi. Það var vor í lofti. Þegar búið var að ákveða að bændurnir skyldu taka þátt í stéttaþingunum, sá Grundtvig skólamálið frá nýrri hlið. Þegar bændur og borgarar yrðu kvaddir til að sitja á ráðstefnu þjóðarinnar, þyrftu þeir að hafa þá þekkingu, sem gerði þá starfhæfa. Þeir þyrftu að hafa vald á móðurmáli sínu, vita deili á landafræði, sögu, löggjöf og félagsskipun lands síns. Og þessi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.