Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Page 121
Ástæða er til að ætla, að námskeið þetta hafi náð
tilgangi sínum, því að segja má, að fyrir hendi séu
á Laugum flest þau skilyrði, sem á verður kosið til
þess, að börnum geti liðið vel, og dvöl þar orðið þeim
til yndis og fyllstu þrifa. Til þeirra skilyrða má nefna
volgu sundlaugina í skólahúsinu, yluðu tjörnina undir
beru lofti og kalda straumvatnið í Reykjadalsá. í-
þróttahús er á staðnum og leikvellir ágætir. Til afnota
við inninám á skólinn hentug tæki, svo sem plöntu-
myndir, eggjasafn o. fl. Þá eru hentug skilyrði til
margskonar barnaiðju. Efni til þeirrar iðju má nefna
leir og sandstein. Fjölbreyttur jurtagróður er all.t um
kring, og ágætt berjaland.
Húsið sjálft er sólríkt og hitað með laugavatni.
Þess skal að síðustu getið, að nú þegar hafa ýmsir
látið í ljós þá ósk, að á næsta sumri verði þess kostur
að senda börn hingað að Laugum á námskeið með líku
sniði og þetta, sem hér er gerð grein fyrir.
P. t. Laugum, 1G. sept. 1933.
Egill Þórlálcsnon.