Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1948, Page 13

Freyr - 01.12.1948, Page 13
FRE YR 351 að, sem því finnst notalegast að lifa, hvað sem hver segir. Þetta: að sveitirnar hafa orðið afturúr, er vegna lélegrar forustu full- trúa þeirra. Þeir hafa ekki haft í fullu tré við áróðursmenn bæjanna, en þrátt fyrir þetta held ég að ekki vanti nema herzlu muninn til þess að stöðva strauminn til bæjanna frá sveitunum og jafnvel að snúa honum við. Hvað getur það gengið lengi að fólkið streymi til bæjanna, án þess að hafa skýli yfir höfuðið, og síðan halda stjórnmála- flokkarnir einskonar uppboð á fólkinu, þ. e. a. s. hver getur nú boðið vegalausu fólki bezta hjálp. Sjálft ríkið tekur sinn mikla þátt í því að lokka fólkið úr sveitunum. Það stofnar til nefnda og ráða fyrir hundruð manna og greiðir þeim milljónir í laun. Þeir sömu menn, sem þessu ráða, tala svo hæst og mest um spillta æsku, sem hvergi tolli nema á götum bæjanna. Nei, vinir mínir, þið, sem sitjið að kjötkötlun- um í höfuðborginni, þurfið ekki að vænta eilífrar þagnar og nægjusemi sveitafólks- ins. ★ Að lokum skal ég þá segja mína skoðun á því, að hverju beri að stefna og hvaða ráð eru til að ná sæmilegu lokamarki. Arðsamur bústofn er nauðsyn hvers bónda. Myndin sýnir kýmar á Möðruvöllum í Ilörgárdal. Ljósm.: O. Þórðarson.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.