Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 34

Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 34
372 FREYR í Líizern gistum við síðustu nóttina í Sviss. Um kvöldið göngum við um og skoðum þessa undurfögru borg. Margt er þar að sjá í búðargluggum, en lengst horfi ég þó á úr ýmissa tegunda og klukk- urnar og svo á kúna. Þarna stendur hún í glugganum og horfir á mig. Smávaxin er hún að vísu, en vel hyrnd og hvasseyg, og bjallan er um hálsinn eins og á öllum svissneskum kúm. En um morguninn kaupi ég hana, hún hverfur úr búðinni. Hún fer í tösku mína. Ef þú heimsækir mig, skal ég fúslega sýna þér hana. Það er mér og henni til láns, að Svisslendingar vakna snemma. Ég þarf að víxla sænskum peningum í bankanum og fá svissneska fyrir, en lestin fer kl. 9 og alllangt er á járnbrautarstöðina. Hún kostaði mig andvirði þriggja til fjögra hótelmáltíða, en þær hefi ég sparað síðustu þrjá dagana, því að á þeim tíma keypti ég aðeins eina máltíð, en lifði á appelsínum og vínberjum ásamt nestinu frá Danmörk. Sæmir það ekki vel góðum búmanni að spara við sig matinn, en kaupa í þess stað kú í búið? Norðurlandalestin rennur út frá járn- brautarstöðinni í Luzern. Nú er haldið heim á leið. Merkasta ævintýri ævi minn- ar er að enda. Ég fer frá Sviss mikið auðugri en ég kom þangað, auðugur að unaðslegum minning- um og með bjöllukú í töskunni. Brautin upp á Pílatus er höggvin í bergið. Það er betra að tannhjólin ekki bili, það gerðu þau heldur ekki, og þama stöndum við og njótum út- sýnis uppi á Pilatusi

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.