Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1948, Side 35

Freyr - 01.12.1948, Side 35
FREYR 373 Samvmnumjólkurbú í Nebraska í júlímánuði síðastliðið sumar dvaldi ég um vikutíma á Hindsgavl í Danmörku, en þar var þá námskeið og fundir um land- búnaðarmál á vegum Norræna félagsins. í sambandi við fundi þessa voru farnar kynnisfarir um nærsveitir. Einn daginn var búnaðarskólinn á Dal- um heimsóttur. Svo bar við, að þar var þá staddur, ásamt fleirum, framkvæmdastjóri fjögurra rjómabúa í Nebraska i Ameríku. Framkvæmdastjóri þessi, J. C. Nörgaard að nafni, er danskur að ætt og uppruna en hefir dvalið fyrir vestan haf áratugum saman. En að sjálfsögðu eru fyrirtæki þau, sem hann stýrir, rekin eftir danskri fyrirmynd, sem samvinnurjómabú. Það vannst ekki tími til að leita fjöl- þættra frétta hjá Nörgaard, en þó fékk ég þær fréttir af starfsemi þeirri, er hann stýrir, að ég varð þess áskynja, að allt gengur vel með þessu fyrirkomulagi. Fyr- irkomulag rekstursins kvað hann hið sama og gerist annars staðar þar sem sam- vinnubú eru starfrækt til samskonar framleiðslu og hér um ræðir, og eins og al- gengast er á Norðurlöndum. Á þeim fjórum búum, sem hann veitir forstöðu, er aðallega búið til smjör. Þess- vegna er aðeins tekið á móti rjóma. Mjólk- in er ekki keypt, af því að um iðnað úr undanrennu er ekki að ræða. Væri hún send til búanna, þá yrði að flytja hana heim til bændanna aftur, því að þar er hún notuð sem svínafóður, en slíkur flutn- ingur fram og aftur yrði alltof fyrir- hafnasamur og allt of dýr. Starfsemi þessi hófst árið 1917—18 og voru það samtals 26 bændur, er fluttu rjóma til þess eina bús, sem þá var starf- andi. En það leið ekki á löngu áður en fleiri bættust í hópinn. Fyrirtækið þróað- ist og gat af sér önnur af sama tagi og eru þau nú fjögur rjómabúin, sem Nör- gaard stýrir, sem áður er greint, en með- limatala og smjörframleiðsla búanna verður séð af eftiríarandi tölum, er votta þróunina: Til vinstrí á myndinni: II. W. Eskedal, tilrauna- stjórí við Landökonomisk Forsögslaboratoríum % Kaupmannahöjn. — Til hægri: J. C. Nörgaard, jor- stjóri þeirra jjögurra rjómabúa í Nebraska, sem greinin segir jrá. — Ljósm.: C. K.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.