Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Qupperneq 29
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST2005 29 „Ég elska flóamarkaði og leita þá uppi hvert sem ég fer,“ segir Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona sem hefur staðið fyrir ekta flóamarkaði í bakgarði skemmtistaðarins Sirkuss allar helgar í sumar. Elma og Arna vinkona hennar vildu gera meira en selja notuð föt og hafa því einnig staðið fyrir ailskyns uppákomum. Um síðustu helgi vakti tískusýn- ing á þeirra vegum mikla athygli enda áhugaverðar ög öðruvísi fyrir- sætur þar á ferð. „Já, þetta var ótrú- iega gaman," segir Elma Lísa hress í bragði en sjónvarpsstjarnan Gísli Marteinn Baldursson var á meðai þeirra sem sýndi fötin. „Gísli Mart- einn hafði kíkt við hjá okkur og var meira en tif í að taka þátt enda alltaf svo hress og kátur. Hljómsveitin Hjálmar spiiaði líka fyrr í sumar svo þetta hefur verið mikið fjör og mun ná hámarki á menningarnótt." íslendingar framarlega í öllu Elma Lísa hefur sjálf alltaf fylgst vel með tískunni og er alltaf sæt og flott í tauinu. Hún segist afltaf hafa haft gaman af fötum en býst ekki við að ganga lengra innan tískubrans- ans, hún ætiar að fáta flóamarkað- inn duga. „Ég hef ailtaf safnað föt- um og hendi aldrei neinu. Ég var alltaf að halda fatamarkaði og versla í Kolaportinu og hef bara gaman af þessu," segir hún. Spurð hvort við íslendingar séum framarlega í tísku segir hún það ekki vera spurningu. „Við erum langt því frá að vera púkó. Frekar myndi ég telja okkur framarlega í tískunni, eins og flestu öðru sem þessi litla þjóð tekur sér fyrir hend- ur. Það er bara þessi minnimáttar- kennd, við höldum að við séum ekki nógu góð og viijum vera stærri en við erum." Mynd um íslenskan veruleika Þegar leikritið Beyglur var sýnt í Iðnó varð Elma Lísa þekkt á einni nóttu. Hún, ásamt hinum leikkon- unum í verkinu, samdi leikritið sem sló afar eftirminnilega í gegn. Síðan hefur hún aðallega leikið á sviði og mest starfað við Hafnarfjarðarleik- húsið. Elma var þó að klára tökur á mynd sem frumsýnd verður í nóv- ember og ber vinnuheitið Farangur en leikstjóri er Árni Óli Ásgeirsson. „Tökur á myndinni hófust í vor og við kláruðum fyrir viku. Hilmar Jónsson leikur aðalhlutverkið og heldur myndinni uppi en ég leik systur hans," segir Elma Lísa og bætir við að fámennur en sterkur hópur komi að myndinni. Hún lýsir sögunni sem dramatískri, gæti vel gerst innan íslenskrar fjölskyldu í dag. „Mér finnst hafa vantað svona mannlegar myndir. Myndir sem fólk getur fundið sjálft sig í. Danir geta þetta enda ótrúlega færir kvik- myndagerðarmenn. Við erum samt að sækja í okkur veðrið," segir hún glöð í bragði. Kvikmyndahlutverkin happadrætti Elma viðurkennir að henni þyki afar skemmtilegt að. leika í kvik- myndum en segir að möguleikar á hlutverkum séu ekki svo ýkja marg- ir. „Hér eru gerðar svo fáar myndir en við erum samt á uppleið. Hingað tii hefur verið happadrætti að fá að vera með enda kannski þrjár mynd- ir framleiddar á hverju ári og margir leikarar um hvert hlutverk." Persónan sem Elma Lísa leikur í Farangri er afar ákveðin og Elma Lísa segist alveg geta fundið sjálfa sig að mörgu leyti í henni. „Hún er afar þroskaður karakter og, þótt það hljómi klisjulega, þá er hún einhvers konar rödd sannieikans. &T' Sinn eigin herra „Ég vilgeta verið iaus og geta tekið að mér ólik verkefni og það er einmitt það sem ég hef verið að gera.“ „Efég lít til baka, þá sé ég ekki eftir að hafa valið mérþessa braut en ég held að fólk geri sérsamt ekki alveg grein fyrir hvað það er í rauninni erfitt að vera leikari á íslandi." Þetta er afar ákveðin flugfreyja sem er mikið í mun að halda fjölskyld- unni saman." Frek og ákveðin Þessa dagana er Elma Lísa á fullu við æfingar á leikritinu Himnaríki sem Hafnarfjarðarleikhúsið er að setja upp. Leikritið, sem er eftir Árna Ibsen, var sett upp í sama leik- húsi fyrir tíu árum og gekk þá í yfir 100 sýningar fyrir fullu húsi. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt leikrit," segir Elma Lísa spennt. „Eg man að þegar ég sá það fyrst hugs- aði ég með mér hvað það væri gam- an að fá að leika í þessu svo ég er mjög ánægð." Elma Lísa leikur hlut- verkið sem Björk Jakobsdóttir lék á sínum tíma en týpan hennar er bæði ákveðin og frek, nokkuð sem virðist fylgja Elmu. „Ég er nú ekki farin að skilja þetta," segir hún hlæj- andi en bætir við að þannig týpur sé skemmtilegt að túlka. Um „öðru- vísi" leikrit er að ræða en undirtitill- inn er „geðklofmn gamanleikur" og verkið ætti enginn að láta framhjá sér fara. Elma verður viðloðandi Hafnar- fjarðarleikhúsið í allan vetur en auk Himnarfkis leikur hún í nýju ís- lensku leikriti eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Hún og Arndís Hrönn Egilsdóttir, sem mynda leik- hópinn Sokkabandið, hafa fengið til liðs við sig þá Jón Atla Jónasson, Hjálmar Hjálmarsson og Jón Pál Eyjólfsson til að setja upp verk í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar í leikhúsinu en hópurinn vinnur verkið í sameiningu. Verkið heitir Mind Camp og þar ætía þau að stinga á nokkrum kýlum f samfé- laginu. Vill vera laus og liðug Elma útskrifaðist sem leikari fyr- ir ijórum árum og hefur verið á fullu síðan. Hún segir algjört skilyrði fyrir leikara á íslandi að þora að taka frumkvæðið enda hoppi hlutirnir sjaldnast upp í fangið á neinum. „Ég hef aldrei verið fastráðin og fíla það vel. Ég gæti heldur ekki verið í þess- um bransa nema fá að gera eitthvað sjálf, að mínu frumkvæði. Þannig hefur maður áhrif. Ég vil geta verið laus og geta tekið að mér ólík verk- efni og það er það sem ég hef verið að gera. Ég held að ég yrði leið ef ég yrði föst einhvers staðar og það er partur af því af hverju ég valdi mér þetta starf því ég gæti ekki hugsað mér að sitja á sama stað frá morgni til kvölds. Ég er bara ekki þannig." Erfitt að vera leikari á íslandi Elma Lísa var 23 ára þegar hún mætti í inntökuprófin í leiklistarskól- anum þar sem hún flaug inn. Hún hafði verið að vandræðast í nokkurn tíma með hvað hún ætíaði sér að gera en válið kom mörgum á óvart. „Leiklistin var eitthvað sem ég hafði aldrei viðurkennt að mig langaði að gera. Ég ýtti þeim draumi alltaf frá mér og talaði ekki um hann við neinn. Svo sótti ég bara um öllum að óvörum og komst inn," segir Elma og bætir við að hún sjái alls ekki eftir því í dag. „Ég hafði verið í dansi og starf- að sem fyrirsæta og einhvern veginn lá þetta beinast við.“ Elma starfaði sem fyrirsæta á Ítalíu og í Grikklandi um tíma en hún segir þann heim alls ekki hafa átt við sig. „Þetta var bara ævintýri hjá mér og vinkonu minni og ég ætl- aði mér aldrei að starfa við þetta. Ég hefði alls ekki viljað vera yngri og í rauninni myndi ég aldrei leyfa dótt- ur minni að fara út í þetta þótt þessi reynsla hafi kennt mér ýmislegt." Hún segist ekki heldur myndu mæla með leiklistarnáminu fyrir hvern sem er enda sé þessi heimur enginn dans á rósum. „Ef ég lít til baka þá sé ég ekki eftir að hafa valið mér þessa braut en ég held að fólk geri sér samt ekki aiveg grein fyrir hvað það er í rauninni erfitt að vera leikari á íslandi. Ef ég yrði spurð ráða myndi ég ekki ráðleggja nein- um að leggja þetta fyrir sig nema sá hinn sami væri 100 prósent viss um að þetta væri hans ástríða og það sem hann vildi. Laun leikara eru til algjörrar skammar svo maður er ekki að þessu peninganna vegna og því verður ástríðan að vera til stað- ar." Framtíðin óljós Elma segir að leiklistarskólinn hafi verið skemmtilegur en erfiður tími þar sem hún hafi lært margt um sjálfa sig. „Þetta var eiginlega ákveðin þerapía þar sem ég lærði mjög margt um mig. Það er nátt- úrulega hluti af starfi leikarans að vita hver maður er, hvað maður vill, hvað maður vill gera og svo framvegis. Áður en ég fór í skólann vissi ég lítið um þessi mál," segir hún en bætir við að þessir hlutir breytist samt ár frá ári. „Ég veit til dæmis ekkert hvað ég verð að gera eftir fimm ár. f dag hef ég gaman af þessu. Leiklistin er það sem ég vil vinna við. Það þýðir samt ekkert að vera með einhver framtíðarplön. Maður veit aldrei og það er svo margt annað spennandi hægt að gera,” segir hún og bætir við að hún væri til í að byrja aftur í dansinum, læra tungumál og búa erlendis. „Ég er sátt þar sem ég er en ég veit ekkert hvernig framtíðin verð- ur, sem betur fer. Ég hef gaman af þessu en um leið og þetta er farið að vera leiðinlegt, þá er ég hætt. Ég ætla ekki að enda sem gömul leik- kona sem hefur ekki gaman af starfinu því maður verður að vera á tánum alla leið í þessum bransa. Gefa sig allan í þetta. Annars sést það á frammistöðunni." Hollywood og Kárahnjúkar Þegar hún er spurð hvort draum- urinn sé að slá í gegn vestan hafs segist hún alls ekki stefna að því. „Ég vil bara fá að vinna með frjóu og skemmtilegu fólki í góðum stykkj- um og ná að hafa einhver áhrif. Maður er alltaf að velta fyrir sér hvort leikhúsið sé kannski bara dautt og hvað við getum gert til að rífa þetta upp, fá fólk til að koma í leikhúsið. Eru það kassastykki, eins og söngleikir, með allri virðingu fyr- ir þeim, sem fær fólk til að mæta eða vill fólk Shakespeare eða verk um Kárahnjúka? Við verðum að vera með opin augun og fylgjast með því sem er að gerast, fara á hátíðir, spotta nýja ferska höfunda sem eru að gera það gott erlendis og setja verkin upp hér heima," segir Elma Lísa og það er greinilegt að þessi mál skipta hana máli. Hún segir að vel geti verið að hún taki kannski bara af skarið, eins og svo oft áður, finni góð verk og flytji inn eða skrifi sjálf verk. Drekk í mig mannlífið Fyrir utan eina kvikmynd og flóamarkað um hverja helgi hefur Elma Lísa reynt að nota sumarið til að hlaða batteríin enda veturinn álagstími í lífi leikara. Hún bíður samt spennt eftir vetrinum enda mörg spennandi verkefni framund- an. Flóamarkaðurinn mun leggjast í dvala en þó eru tvær helgar eftir. Stærsti atburðurinn hingað til mun vera um menningarnótt þar sem stærðarinnar tískusýning verður haldin og Elma segir biðlista af fólki sem vilji komast að sem fyrirsætur, bæði pólitíkusar og annað fólk. „Ég hef rosalega gaman af þessu. Ég elska fólk og hef því gaman af að fá að hitta svona marga því ég er bæði forvitin og athugul og drekk í mig og stúdera mannlífið. Það verð- ur forvitnilegt að sjá þessa tískusýn- ingu. Ólflcir karakterar, aliir að gera SÍtt.“ indiana@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.