Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Qupperneq 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006 1 3 Edda Björk Magnúsdóttir listakona á Selfossi hefur haldið athyglisverða sýningu á munum unnum úr bindum og stuttermabolum þjóðþekktra einstaklinga. Björgólfur Guðmundsson Landsbankastjóri gaf henni 56 bindi. Munir úr einu þeirra, bláu bindi með bleikum fílum, voru boðnir upp í vikunni og ágóðinn gefinn til ADHD-samtakanna. Ágreiningurá Geirólfsgnúpi Örnefnanefnd ósk- ar eftir aðstoð almenn- ings vegna ágreinings um heiti á örnefni við Geirólfs- gnúp í Reykjarfirði. Snýst ágreinings- eða álitaefnið um örnefnið Biskup á skeri norðan við Geirólfsgnúp eða á klettadrangi yst á Gei- rólfsgnúpi. „Hverjum þeim sem telur sig búa yfir vitn- eskju eða ábendingum, er að haldi komi, gefst færi á að kynna örnefnanefnd álit sitt. Ábendingum skal skila til örnefnanefndar, Lyngási 7, 210 Garðabæ," segir um þetta mál í fundargerð bæj- arráðs ísafjarðar. Eyjamenn í plastið Bæjarráð í Vestmanna- eyjum hefur samþykkt að auka áður ákveðið hluta- fjárframlag sitt í nýju plast- fýrirtæki um þriðjung. Verður hlutafé bæjarins í Kraftplasti ehf. þannigfjór- ar milljónir króna í stað þriggja. „Áætlað er að fyr- irtækið hefji framleiðslu í Vestmannaeyjum á plast- körum síðar á árinu," segir um málið í fundargerð bæj- arráðsins. Lélegargard- ínurog biluð klukka Klukkan í gamla borg- arstjórnarsalnum þarfnast viðgerðar og gluggatjöldin í salnum eru ekki nógu góð. Þetta er samdóma álit allra fulltrúa í framkvæmdaráði Reykjavíkur sem samþykkt hafa sameiginlega tillögu sína um „að ráðist verði í það að klukkan í gamla borgarstjórnarsalnum verði lagfærð og nýjar gardínur settar upp í salnum". Enginn vaskuríEden EdeníHvera- gerði ætlar að af- nema andvirði virðisaukaskatts af öllum fatnaði og pottablómum alia helgina. Á laug- ardaginn verður Bylgjan með beina útsendingu frá kl. 13 til 16 og mun hún gefa einhvem skemmti- legan glaðning. Svo ædar hin heimsfræga Solla stirða úr Latabæ að mæta með söng og dans fyrir böm- in klukkan 16. Fjölskyldu- stemningin verður að sjálf- sögðu í hávegum höfð alla helgina með trúðnum á sín- um stað sem og dýrunum í gróðurhúsinu. Bjó til peningapung úr einu af bindum Björgólfs Lundinn l/eggijós gert úr lundabindi ÁrnaJohnsen. Edda Björk Magnúsdóttir Sýnirmuni gerða úrhálsbindum þekktra einstaklinga. Á Hótel Selfossi hefur Edda Björk Magnúsdóttir haldið sýningu undanfarinn mánuð á munum sem hún hefur unnið úr bindum ýmissa þjóðþekktra einstaklinga. Og þeir sem ekki gáfu bindi gáfu eitthvað annað. Sem dæmi má nefna að framsóknarskvís- urnar Valgerður Sverrisdóttir og Siv Friðleifsdóttir gáfu Eddu Björk sitt hvorn stuttermabolinn. „Það er óhætt að segja að fólki finnist þetta áhugavert því það hef- ur verið töluvert rennerí á sýninguna mína," segir Edda Björk Magnús- dóttir. Meðal þeirra hluta sem Edda Björk hefur hannað úr bindunum eru veggljós, púðar, kvennmanns- töskur og flöskupokar. Björgólfur Guðmundsson var rausnarlegur og gaf Eddu Björk 56 bindi, þar á með- al eitt uppáhaldið hennar, blátt bindi með bleikum fílum. Úr því saumaði Edda Björk peningapung og pen- ingatösku. Hún hélt svo uppboð á þessum munum og rann ágóðinn af sölunni til ADHD-samtakanna. Lundabindi Árna „Þegar ég fór af stað með söfri- un mína á bindum fyrir þessa sýn- ingu var mér misvel tekið en þó yf- irleitt vel," segir Edda Björk. „Geir Haarde gaf mér bindi og Árni John- sen gaf mér lundabindið sitt sem er þekkt hér í fjórðungnum. Ég bjó til veggljós, púða og flöskupoka úr bindi Árna." Það kemur einnig fram í máli Eddu að auk þess að halda sér- stakt uppboð á fyrrgreindum mun- um unnum úr bindi Björgólfs ætíar hún að láta 10% af ágóða af sölunni á sýningunni renna til ADHD. Sjálfmenntuð Edda Björk er sjálfmenntuð lista- kona en hún hefur saumað í fjölda ára og rekur nú Listasmiðjuna Rísl á Selfossi sem hún stækkaði nýlega. Edda segir að hún hafi stundað list- nám um tíma í Danmörku en flutti heim áður en náminu lauk. Þá hafi hún sótt ýmis námskeið hér heima. Sýningin sem nú stendur yfir á Hót- el Selfossi er ein sú stærsta sem hún hefur sett upp. „Ég er þakk- lát því fólki sem gerði mér kleift að búa þessa sýningu til," segir Edda Björk. Styrkur Edda Björk afhendir Ingibjorgu Karlsdóttur formanni ADHD- samtakanna styrk til starfseminnar. Stúlkurnar í Gjörningaklúbbnum í þekktasta listatímariti heimsins íslensk list á forsíðu ArtReview Á forsíðu júníheftis hins heims- þekkta tímarits ArtReview má sjá þær Sigrúnu Hrólfsdóttur og Jóní Jónsdóttur, listastúlkur úr Gjöm- ingaklúbbnum, eða The Icelandic Love Corporation eins og það heit- ir á útíenskunni. í heftinu er dregin upp mynd af listalífmu í Reykjavík og gróskunni sem hér er að finna. Þar er fjallað um iistamenn á borð við Finnboga Pétursson, Ragnar „Rassa Prump" Kjartansson, Sigurð Guð- jónsson auk Gjörningaklúbbsins. Stúlkurnar í Gjömingaklúbbnum halda upp á tíu ára afmæli sam- starfsins með yfirlitssýningu í Lista- safni Reykjavíkur á næsta ári. Þær verða einnig með sýningu í Gebau- er-listasafninu í Berlín síðar í sumar. Einnig er mikið talað um Finn- boga Pétursson. Hann hefur ver- ið að gera það sérstaklega gott und- anfarin ár og þá bæði í hljóðlist og Fyrir augu og eyru Finnbogi Pétursson hefur verið að gera það gott undanfarin ár. innsetningum. Fór hann, meðal annars, á Feneyjatvíæringinn fyrir hönd íslands árið 2001.1 ArtReview er verki hans, Frequency við Vatns- feiisvirkjun, sérstaklega hælt. Finn- bogi er um þessar mundir með sýn- ingu í Galleríi i8 og með innsetningu í vatnstönkunum á Háteigsvegi, við Stýrimannaskólann. Þar er að finna sælkeramat fýrir bæði augu og eyru. ArtRevíew ISTtRMATIONAL ART & STYLE w , Gjörningastelp- urnarfleygu Forsiða júniheftis ArtReview.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.