Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Page 17
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ2006 17 Setti konuna uppískuld Emil Iancu frá Tighisu Nou í Rúmem'u lét konu sína Daniellu upp í skuld hjá lána- dromti sínum, hinum 72 ára Joz- ef Justien Lostrie. Skuldin nam um 250.000 krónum o skrifaði Emil undir skjal þess efnis að Daniella myndi búa með Jozef þar til skuld- in væri greidd. Daniella er hæstánægð með þetta fyrir- komulag. iÁður þurfti ég að annast heimihð og böm- in okkar þrjú meðan Emil lá í leti,i segir Daniella. iNú er komið fram við mig eins og gest og ég þarf ekkert að gera.i Messur í hálfleik Gestir á HM í fótbolta geta nú beðið æðri máttar- völd um að grípa inn í ef lið þeirra er að tapa í hálfleik. Tvær kirkjur í Berlín hyggjast nefnilega bjóða upp á sér- stakar 15 mínútoa messur í hálfleik á öllum leikjunum. Um er að ræða dómkirkjuna í Berlín og Kaiser-Wilhelm- Gedachtniskirche. I messun- um verður boðið upp á fót- boltatengda athöfri og sálma sem lflqast þjóðsöngvum viðkomandi þjóða. Silvstedt til sölu Það er nú að- eins tímaspurs- mál hvenær hulunni verður sviptafhinum fjölmörgu elsku- hugum Victoriu Silvstedt. Þessi sænska bomba hefur oft verið kjörin kyn- þokkafyllsta kona í heimi og hefur að sögn kunnugra lifað mjög fjörugu kynlífi. Nú býður fyrirtækið Modell Vision AB ævisögu henn- ar til sölu á netinu. Modell Vision á sem sagt útgáfu- réttinn á leyndarmálum Victoriu og reiknar með að fá stórar upphæðir fyr- ir þessa leigni sína. Áður hefur Victoria sagt nei við 160 milljón króna tilboði í ævisögu sína frá breskum útgefanda. I Stærsta vík- ingaskipið Stærsta víkingaskip í heimi hefur verið sjósett á Hróarskeldufirði. Skipið sem ber nafnið Havhings- ten af Glendalough hef- ur verið fjögur ár í smíð- um á Víkingaminjasafhinu í Hróarskeldu. Siglingin nú var fyrsta æfingin fyrir áhöfrt síápsins en í sumar verða margar slíkar þar til allt er komið á hreint með mannskapinn og búnaðinn um borð. Fyrsta opinbera sigling skipsins verður svo næsta sumar en þá verður því siglt til Dublin á írlandi. Nýjar upplýsingar um Díönu prinsessu og Dodi Fayed sýna svo ekki verður um villst að Díana var ekki ólétt eftir Dodi þegar þau fórust bæði i bílslysinu í París. Rannsókn sem Steven lávarður stjórnaði og er nú lokið leiðir meðal annars í ljós að þau hefðu bæði lifað af ef þau hefðu notað bílbeltin. Díana prinsessa hvorki ólétt né trúlofuð Dodi A1 Fayed faðir Dodis hefur stöðugt haldið því fram að andlát þeirra tveggja hafi verið samsæri til að koma í veg fyrir að Díana eignaðist barn með múhameðstrúarmanni. Ekkert hefur komið í ljós sem styður slíkt. Jafnframt hefur skartgripasalinn sem sagði að Dodi hefði keypt trúlofunarhring handa Díönu játað að sá hringur hafi aldrei verið til. Díana prinsessa var hvorki ólétt né trúlofuð Dodi Fayed þegar þau létust bæði í bílslysi í París á síð- asta áratug. Þetta er meðal niður- staðna í opinberri rannsókn sem Steven lávarður stjórnaði og er nú lokið. Rannsóknin gerir að engu níu ára sögu samsæriskenninga sem Mohammed A1 Fayed, eigandi Harrods og faðir Dodis, hefur hing- að til haldið fram. Og það kemur sér sérlega illa fyrir A1 Fayed að skartgripasali sá sem upphaflega sagðist hafa selt Dodi trúlofunar- hring handa Diönu viðurkenn- ir nú að sá hringur hafi aldrei verið til. A1 Fayed hefur haft „hringinn" til sýnis í sérstök- um bás í Harrods tileinkuðum þeim Díönu og Dodi. Þetta kemur fram í skrifum News of the World um málið. Engin tengsl MI5 eða MI6 Báðarbreskuleyni- þjónusturnar, MI5 og MI6, gáfu rann sóknar- Al Fayed Hefur stöðugt haldid þvi fram að Dodi og Diana hafi veriö fórnariömb samsæris. Samsæriskenningar- smiðir hafa haldið því fram að Henri Poul hafi verið njósnari sem vann með sveit leigumorðingja og að við líkskoðunina hafi skjöl verið fölsuð sem __ sýndu að hann var drukkinn undir stýri. nefnd Stevens lávarðar að- gang að gögn- um sínum en A1 Fayed hélt því fram að þær hefðu átt hlut að máli í bílslys- inu. Ekkert kom fram sem styður þá kenningu. Að vísu kemur í ljós Díana prinsessa Varekkióléttþegarhún lést í bílslysinu forðum. að bílstjórinn í síðustu ferð þeirra Díönu og Dodis, Henri Poul, var á launaskrá hjá frönsku leyniþjón- ustunni en ekkert samsæri var í gangi. Ný rannsókn á vefsýnum úr Poul sýnir að áfengismagn í blóði hans var langt yfir leyfilegum- mörkum og að það var ástæða bíl- slyssins. Jafnframt er staðhæft að ef Díana og Dodi hefðu verið í bílbelt- um hefði það bjargað lífi þeirra. Enginlokaorð Annað lykilatriði í samsæris- kenningum A1 Fayeds fær einnig að fjúka út um gluggann í niður- stöðum rannsóknarinnar. Það er staðhæfing hans um að hann hafi fengið síðustu orð Díönu frá hjúkr- unarkonu sem vann á spítalanum þangað sem Díana var flutt. Kez Wingfield fyrrverandi lífvörður A1 Díana og Dodi Voru ekki trúlofuð þegarþau létustíbflslysinu. Fayeds segir að Fayed hafi aldrei stigið fæti inn á spítalann. Og hin dularfulla hjúkrunarkona hefur aldrei fundist. Poul skoðaðurnánar Samsæriskenningarsmiðir hafa haldið því fram að Henri Poul hafi verið njósnari sem vann með sveit leigumorðingja og að við líkskoð- unina hafi skjöl verið fölsuð sem sýndu að hann var drukkinn und- ir stýri. Þetta er rangt eins og að framan greinir. Hins vegar er einni spurningu um Henri Poul ósvar- að. Hvar var hann síðustu þrjá tímana fyrir bílslysið? Hann hvarf frá Ritz-hótelinu um níuleytið um kvöldið og sást ekki aftur fyrr en á miðnætti. Þetta ætlar rannsóknar- nefndin að skoða nánar. Yaohahnen-ættbálkurinn á eyjunni Tanna trúir á drottningarmanninn Filippus prins er guð í Kyrrahafinu Filippus, eigmmaður Elísabetar Bretadrottningar, getor verið viss um að á einum stað í heiminum er hann meira en velkommn. Það er á eyjunni Tanna í Kyrrahafi en Yaohalhnen- ættbálkurinn sem byggir eyjuna tel- ur prinsinn vera guð sinn. Eyjan var fyrrum bresk nýlenda og eyjarskeggj- ar frumstæðir, veiða enn með boga og örvum og matreiða við opinn eld. Áður fyrr trúði Yaohahnen-fólkið á stokka og stema en trú þeirra breyttist í seinni heimsstyrjöldinni. Það voru afleiðingar af því sem kallast icargo culti er Bandaríkjamenn lém bfla, kæliskápa og matvælabirgðir falla til jarðar á svæðið í fallhh'fum. Yaoha- hnen trúa því enn að svipaðar gjafir muni falla af himnum ofan og gera þá rflca. Og maðurinn, eða guðinn, á bak við þetta telja þeir vera Filippus prms að því er fram kemur í breska blaðmu DailyMail. Gömul saga sem oft er sögð á Tanna er að andlegur leiðtogi þeirra hafi haldið til Edinborgar í Skotiandi og gift sig drottningu þar. Filippus prins hefur titilinn hertoginn af Ed- inborg og er ems og þekkt er gift- m Bretadrottningu. jVið trúum því að hann komi hmgað síðusto ár sín sem guð okkar, j segir Jack Naiva leið- togi ættbálksms í samtali við Daily Mail. jHann mun losa okkur við all- ar hrukkur okkar og gefa okkur fleiri konur til að sinna þörfum okkar.j Filippus mun vita af þessari stöðu sinni á Tanna og hefur meðal annars sent eyjarskeggjum áritaðar mynd- ir af sér. Hins vegar munu ekki uppi nein áform um að hann heimsæki eyjunaíbráð. Filippus prins Ættbálkur á eyjunni Tanna telur prinsinn vera guð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.