Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006 Fréttir DV Hjón hafa höfðað mál á hendur bæjaryfirvöldum vegna þess að þau fengu ekki lóð á Kópavogstúni. Hjónin eiga tvö börn. Fæddist annað þeirra fótalaust fyrir neðan hné. Bæjarfulltrúinn Flosi Eiríksson fékk aðra lóðina sem hjónin sóttu um og fyrrum samstarfsfélagi Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra hina. Gunnar segir regl- um samviskusamlega fylgt. Fyrirmenni tekin fram yfir fjölskyldu með fótalaust barn Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra hefur verið stefnt fyrir Héraðs- dóm Reykjaness vegna lóðaúthlutunar í desember í fyrra. Gunn- ar segir reglur um úthlutun lóða í Kópavogi góðar. Margir fái ekki lóð og að það sé skiljanlegt að einhverjir séu sárir. o I JX í nærri 700 um ^ sóknir Bk. um í® Sjávarlóöir á Kópavogs- bakka. Tekið yfir voginn frá Arnarnesi. Framkvæmdir við gatnagerð eru hafnar Fjögurra manna fjölskylda sem fékk hvoruga umbeðna sjávarlóð í Kópavogstúni telur bæjaryfirvöld hafa brotíð stjómsýslulög, jafnræð- isreglu og úthlutunarreglur bæjarins við úthlutun lóðanna. Umræddar tvær lóðir féllu annars vegar í skaut Flosa Eiríkssyni, odd- vita Samfylkingar í bæjarstjórn, og hins vegar Bimi Inga Sveinssyni, nú- verandi forstjóra fjárfestíngafélags verktakanna Gunnars og Gylfa og áður samstarfsmann Gunnars bæj- arstjóra tíl sjö ára í verktakafyrirtæk- inu Klæðningu. Lóðirnar eru númer sex og átta á Kópavogsbakka. Fótalaus frá fæðingu Hjónin eiga tæplega fjögurra ára dóttur og sjö mánaða gamlan son. Fæddist hann í október með enga fætur fyrir neðan hné. Munu tilvik eins og hans vera gríðarlega sjald- gæf; aðeins eitt af hverjum tíu millj- ón börnum fæðist með sams konar galla. Hjónin eru um þrítugt. Síðustu árin hafa þau búið í Reykjavík en áður hafði maðurinn búið íKópavogi frá fæðingu og meðal annars starfað þar ötullega að íþróttamálum. Þau báðust undan þvf að tjá sig um málið og því að vera nafngreind en lesa má um sjónarmið þeirra í málinu í stefn- unni gegn Kópavogsbæ. Áttu að fá lóðina Lögmaður hjónanna, Halldór Birgisson, vimar í stefnu sinni til út- hlutunarreglna sem samþykktar voru í Kópavogi í septemb- er í fyrra. Það sem hafi átt að ráða samkvæmt skilmálunum hafi ver- ið fjölskyldustærð, þáverandi húsnæð- isaðstaða, hvort við- komandi hafi áður sótt um lóð í Kópavogi og það hvort umsækjand- inn hefði möguleika á að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Hann segir hjónin hafa staðið framar þeim Flosa og Birni Inga semumsækjend- ur. í það r/Svo fær maður alls konar glósur á sig og sendingar. Þetta er mjög dapurt." minnsta hafi þau staðið Flosa og Birni Inga jafnfætís. Þau hafi haft nauðsynlegt fjárhagslegt bolmagn. Aðstæður hjónanna séu þannig að meira aðkallandi væri að þau fengju lóð. Þau hafi búið í fjölbýlishúsi og þurft stærra húsnæði: „Ber þar fyrst að geta að stefn- endur (hjónin) hafa tvö ung börn á heimilinu og annað þeirra fatlað. Nánar tiltekið fæddist bamið fóta- laust fyrir neðan hné," segir í stefnu Halldórs Birgissonar hæstaréttarlög- manns. Hjónin gátu reyndar ekki fötlunar sonar síns í sjálfri lóðaumsókninni. Lögmaður þeirra segir hins vegar að æðstu yfirmenn bæjarins hafi vitað um ástand drengsins: „Þá var stefndi (Kópavogsbær) upplýstur um aðstæður stefnenda (hjónanna) bæði í viðtali við bæj- arstjóra Kópavogsbæjar og nánar í bréfi lögmanns stefhenda til bæjar- stjórnar áður en ákvörðun var tekin um úthlutun." Logandi deilur Miklar deilur hafa risið í kjöl- far þess að bæjaryfirvöld í Kópavogi samþykktu lóðaúthlutunina á Kópa- vogstúni í desember. Segja margir lóðaumsækjendur á sér brot- ið með því að þeir þóttu ekki koma til greina við úthlutun- inaþóttþeir sjálfir teldu sig uppfylla öllsettskil- yrði. Þau skil- yrði er að finna í nýjum úthlutun- arreglum sem bæjarstjórn Kópa- vogs samþykktí í fyrrahaust í kjölfar harðrar gagnrýni á meinta hentí- stefnu bæjarfulltrúa í lóðaúthlutun- um. Löðrungurfrá ráðuneyti Auk þess að hafa verið stefnt fyr- ir héraðsdóm hefur félagsmálaráðu- neytíð þegar úrskurðað Kópavogsbæ í óhag vegna einnar af fjórum stjórn- sýslukærum sem þangað hafa verið sendar. Eins og ffam kom í síðasta tölublaði DV sagði félagsmálaráðu- neytíð í afar harðorðri niðurstöðu sinni að málsmeðferð Kópavogsbæj- ar væri bæði ólögleg og óforsvaran- leg. Reglur bæjarins gera ráð fyrir að dregið sé á milli ef fleiri en einn lóðaum- sækjandi telst hæfur. Aðeins var dregið um átta lóðir af yfir 30 einbýlis- og parhúsa- lóðum á Kópavog- stúni. Afganginum var úthlutað beint til hand- valins fólks. Alls bárust Bæjarstjóri segir lóðimar. Þar af sóttu um 100 um sjávarlóðirnar sem eru fimm við Kópa- vogsbakka. Ellefu sóttu um lóð númer sex, sem Flosi fékk, og tólf sóttu um lóð númer átta, sem var úthlutað tíl Björns Inga. Aðeins var dregið á milli umsækj enda vegna tveggja sjávarlóða. Bæjaryfirvöld hafa sagt um öll þessi deilumál að málefnaleg sjón- armið hafi ráðið við úthlutun lóð- Meintur stórgróði Hjónin gera þá kröfu fyrir hér- aðsdómi að viðurkennt verði að út- hlutun lóðanna á Kópavogsbakka númer sex og átta hafi verið ólög- mæt og að viðurkennt verði að þau eigi rétt á skaðabótum vegna þessa. í því samhengi kemur fram í stefnu hjónanna að það sé mat fasteigna- sala að sjávarlóðimar sem þau fengu ekki á Kópavogsbakka séu 30 millj- óna króna virði hvor. Bærinn hafi hins vegar innheimt 17 milljónir fyrir lóðirn- ar. Mismunurinn, 13 milljónir króna, séu því verðmætí sem þau hafi misst möguleikann á að fá vegna ólög- / mætrar stjórn- J sýslu bæjarins. Flosi Eiríksson Oddviti Samfylkingarinnar I Kópavogi þótti sá eini hæfi til að fá eina af eftirsóttustu tóðunum á Kópavogstúni, Kópavogsbakka 6. Gunnar I. Birgisson ,Ég get skilið að þau séu sár en það voru margir sem sóttu um og fengu ekki einsog verið hefur hjá akkutf segir bæjarstjórinn. Björn Ingi Sveinsson Fyrrverandi samstarfsmaður Gunnars Birgissonar I verktakafyrirtækinu Kiæðningu og núverandi forstjóri Fjárfestingafélags á vegum ....anna Gunnars og Gyifa fékk lóðina á Kópavogsbakka 8. Björn Ingi varelttsinn borgarverk- ur oq slöar sparisjóðsstjóri I Hafnarflrðl. ■ farið að reglum „Ég get skilið að þau séu sár en það voru margir sem sóttu um og fengu ekki eins og verið hefur hjá oldoir. En við erum að fara eftír reglunum og erum að gera það mjög samvisku- lega. Svo fær maður alls konar glós- ur á sig og sendingar. Þetta er mjög dapurt," segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri um mál hjónanna. Gunnar segir að í Kópavogi hafi menn lengi stuðst við svipaðar reglur sem hafi verið betrumbættar í gegn um tíðina. Þetta séu betri reglur en þær sem stuðst sé við hjá mörgum öðrum sveitarfélögum og gangi ann- ars vegar út á að halda uppboð á lóð- um og hins vegar að setja alla um- sækjendur í einn pott og draga svo úr. Með fyrri aðferðinni séu það að- eins þeir ríkustu sem eigi möguleika og með seinni aðferðinni hámarki þeir möguleika sína sem mesta elju hafi í að safna kennitölum. „Við erum að taka tillit til svo margra þátta, tíl fjölskyldustærðar, stærðar íbúðar sem menn eru í og hvort þeir hafi sótt um áður," segir Gunnar. „Við höfum verið gagnrýnd- ir fyrir að taka tillit tíl fjárhagsstöðu. Og ekld getum við farið að gefa það síðan upp um einstaklinga að fjár- málin séu ekki í lagi." Flosi segist ekkert vita Aðspurður segist Flosi Ei- ríksson ekki þekkja mál hjón- anna sem voru meðal þeirra sem sóttu um Kópavogs- bakka 6 á móti honum. „Ég þekki þessa stefnu ekki. Ég sótti einfaldlega 1 um þessa lóð eins og hver 1 annar og hef á engu stígi þessa máls setíð nokkra fundi eða skoðað nokkur gögn sem tengjast þessari lóðaúthlutun," segir Flosi. gar@dv.is 'VAD -PuK\n-AQ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.