Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Side 21
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ2006 21 Qi J tíflan bindur Yangtze- fljót, hún er rúmir þrír kílómetrar að lengd ) og 185 metrar á hæð. Tuttugu og sex rafalar eru í stíflunni og framleiðir hver 700.000 kílóvattstundir. Þegar mannvirkið verður fullnýtt til raf- orkuframleiðslu mun það sjá 28 borgum fyrir rafmagni. f tengslum við stífluna eru fimmskiptir skipa- skurðir sem geta flutt skip allt að tíu þúsund tonnum. Tuttugu og flmm þúsund verkamenn unnu að stíflunni sem skákar mannvirkjum á borð við Itaipu-stífluna í Brasilíu. Arleg raforkuframleiðsla hennar er áætluð 85 billjónir kílówattstunda, en 2010 mun hún aðeins anna 2% af orkuþörf Kína. Gamall draumur Hugmyndir um að beisla Yangtze-fljót eru gamlar. Árviss flóð í ánni hafa jafhan valdið mikl- um skaða. 1931 fórust 142 þúsund í flóðum, álíka margir aðeins tveim- ur árum síðar. Fyrir aðeins átta árum fórust 2000 manns vegna flóða í fljótinu. Frelsishetja Kínverja á fyrri hluta síðustu aldar, Sun Yat-sen, lagði til að fljótið skyldi beislað 1918. Bandarískir ráðgjafar lögðu það til strax eftir seinna stríð og Maó boðaði stíflun fljótsins 1956. Fólksflutningar Framkvæmdir hófust 1993 og voru ekki án fórna. Yfir átta þús- und skráðir minjastaðir hurfu undir lónið. Þrettán hundruð þús- und manns voru rekin frá heimil- um sínum, ný þorp varð að reisa á bökkum uppstöðulónsins, rán og gripdeildir fylgdu brottflutningum og nýjum bæjum spilling. Bóta- sjóðir rýrnuðu vegna fjárdrátta og fólkið var svikið. Um páskana voru enn mótmæli á torgum nálægra borga. Á næsta ári verður hækkað í lóninu, áttatíu þúsund verða þá að flýja heimili sín. Næsta umhverfi Alþjóðleg samtök hafa varað við mannvirkinu. Rétt ofan við stífl- una er iðnaðarborgin Chongqing og hætt er við að spilliefnum verði veitt í uppstöðulónið. f djúpunum eru 1610 yfirgefnar verksmiðjur og enginn veit hvaða efni leynast þar í húsum, tönkum og jörð. Á nýjum bökkum er land síður fallið til jarð- ræktar og hvöttu stjórnvöld bænd- ur til að flytja jarðveg upp á nýja bakka til að halda ræktun áfram. Stíflan er úmhverfisslys. Fisk- ur í fljótínu deyr og gróðurlíf tor- tímist. Þá óttast menn að streymið um rafalana verði ekki nóg til að hreinsa lónið og það muni smátt og smátt fyllast - nokkuð sem við könnumst við. Deiluefni Enginn mun geta áttað sig á hvað þetta mannvirki kostar. Við- miðun er flöktandi meðal ann- ars vegna launakostnaðar. Deilt var harkalega á sínum tíma um stífluna, þriðjungur fulltrúa á flokksþingi Kommúnistaflokks- ins greiddi atkvæði- gegn bygg- ingu hennar á sínum tíma. En hún reis samt; níu mánuðum á undan áætlun var haldin opinber vígsla en fá stórmenni voru viðstödd. Loftslagsbreytingar Vatns- og orkubúskapur Kin- verja er reyndar mörgum áhyggju- efni, líka þeim sjálfum. Talið er að úrkoma muni aukast í suðri en minnka í norðri þar sem árviss- ir þurrkar valda miklum skaða. Sandstormar frá Taklamakan- eyðimörkinni í norðvestri, Góbí og Ordos-hásléttunni, Innri-Mongól- ' - • 1 ..s> , ■'' Sjsfe.úöíSí&N&Í . - ,■ ■ -.' íu, valda uppblæstri og eyðingu. Miklar líkur eru á að ólympíuleik- arnir fari fram í sandfalli af himn- um, torg, götur og þök í Peking verður að sópa daglega meðan sandstormarnir geysa frá norðri. Jöklar minnkuðu á síðustu öld um fimmtung. Talið er víst að gróður- húsalofttegundir muni draga úr matvælaframleiðslu um einn tí- unda. Og loftslagsbreytíngar hafa áhrif á vatnsbúskapinn; ár, læk- ir og vöm þorna upp og brunnar tæmast. Fyrir bragðið eru Kínverj- ar að grafa síki til vatnsflutninga svo jafna megi sveiflur. í Ijúfum blæ... Nútímavæðing heimtar sitt; sí- fellt eykst útstreymi koltvísýrings. Árin 2002-2003 hleypm Banda- ríkjamenn 64 milljónum tonna út í loftið. Á sama tíma slepptu Kín- verjar 512 milljónum tonna. Og menn horfa með hryllingi tíl fram- tíðarinnar, nái Kína sömu eyðslu á oh'u og Bandaríkin brúka í dag munu þeir brenna 9 milljón tunn- ur á dag - en um þessar mund- ir er allur heimurinn að framleiða 79 milljónir mnna á dag. Ef þeir ná notkun Bandaríkjanna á kol- um þurfa þeir 2,8 milljónir tonna á ■ ári, en heimsframleiðslan er nú 2,5 milljónir tonna. Brotið land til iðnaðar Og framfarir hafa oft í för með sér átök. í Kína búa tveir þriðju af 1,3 milljarði enn í sveit. Undanfar- iri ár hafa ýfingar milli bænda og yfirvalda vaxið vegna landnáms nýrrar kynslóðar athafnamanna sem heimtar pláss og fær það með aðstoð yfirvalda sem ræna því af sveitafólki. Og hvergi er harðar tekist á en í nálægum héruðum Guangdong, fyrir ofan Þrígljúfra- stífluna. Það eru héraðsstjórnir sem taka rækmnarlönd bænda, sem úthlutað var eftir menningarbylt- inguna, eignarnámi, greiða smán- arbæmr og selja undir iðnað. Hef- ur ríkisstjórnin nú tekið í taumana enda víða komið til harkalegra mótmæla. Vestrænum miðlum er haldið frá þessum þjóðfélagslegu umbrotum, enda erum við ánægð meðan okkur gefst kostur á fjöl- breyttu vöruúrvali á góðu verði sem framleitt er í Kína. pbb@dv.is Heimildir: Guardian, Times, Observer, Washington Post og Le Monde Diplomatique H''

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.