Freyr

Volume

Freyr - 15.03.1972, Page 6

Freyr - 15.03.1972, Page 6
Allt þetta gefur svo góðan byr vœngjum andans, sem við lestrarefnið er tengt, beina leið að innstu innum heyrandans svo að hugurinn flýgur víða þegar lestri er lókið, inn yfir lönd og lendur þær, sem lestrar- efnið greinir frá. Rokkarnir eru þeyttir. Kambarnir greiða lagðana og gera úr þeim kembur handa sgunakonunum. Prjónarnir hvísla tifandi við lykkjurnar, en þeir sem tækjunum stýra staldra við þegar lesarinn er kominn að augnablikunum í frásögninni, sem marka skil hversdagsleikans og afgerandi atburða. Raust lesarans — hins góða lesara — segir nokkuð til um hvernig sagan geng- ur. Hljóðfall raddbanda hans ber hreim af þræði sögunnar, rétt eins og strengur fiðl- unnar segir til um hvaða tilfinningar verið er að túlka, hvað tónninn hefur að segja hlustandanum. Lesarinn er einmitt hljóð- færið, sem ber hreim atburðarásar sögunn- ar til eyrna hlustendanna. Þegar gaman- mál er á ferðinni léttist tónninn og þá er stundum brosað eða hlegið dátt og þá getur skeð að vinnan tefjist snöggvast af því að tœknin og tækin raskist þegar handtök eru trufluð af hláturmildum hlustendum. En gamanmálin eru góð til eftirþanka og um- ræðna þegar lestri er lokið. Lesarinn spennir þráðinn, þráð skáld- sögunnar, sem allir njóta á vökunni og fella athafnir sínar að við vinnuna. Og svo tekur lesarinn hvíld um litla stund. Þá er tekið til við að ræða atburðarrásina, rokkarnir þagna og kambarnir stanza og hver segir sitt álit um örlögin, sem þarna birtast, um gæfu og gengi eða ólán og misferli, sem stundum er i götunni og gerir sumum lífið andstæðara en vera skyldi. Og svo er það spurningin hvað kemur nœst? Hver verður endirinn? Önn kvöldsins er mikill í starfi en hug- urinn er líka vakandi og starfandi. Þar er ekki þrúgandi dauðaþögn sem kvöldvaka er ríkjandi frá veturnóttum til sumarmála, flesta daga vikunnar. Þar er skóli — skóli lífsins og starfsins, skóli á borð við þá, sem af grunni hafa risið síðan kvöldvakan rann í djúp horfins tíma og i hennar stað er komin svokölluð tækni í formi fjölmiðla. Hvort er sterkari aflvaki íslenzkrar menningar? G. 94 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.