Freyr

Volume

Freyr - 15.03.1972, Page 9

Freyr - 15.03.1972, Page 9
félagi íslands, Hafrannsóknarstofnun, Landssambandi veiðifélaga og Landssam- bandi stangarveiðifélaga. Endurskoðun veiðilaganna. Frá því árið 1932 hefur löggjöfin verið endurskoðuð í heild þrisvar, þ. e. árið 1942, 1957 og síðasta endurskoðun 1970. í þessu sambandi mætti nefna ákvæði laganna um veiðifélög, en starfsemi þeirra hefur reynzt heilladrjúg fyrir veiðimálin. Veiðifélög urðu lögbundin árið 1970 og er nú skylda að stofna veiðifélög við allar ár og vötn. Tæplega 100 slík félög eru í landinu. En stöðugt er unnið að undirbúningi og stofn- un nýrra veiðifélaga um land allt. F iskræktar s j óð.ur. Auk lagaákvæða um veiðifélög, má drepa á ákvæðin um fiskræktarsjóð, sem stofn- settur var við síðustu endurskoðun lag- anna. Hlutverk hans er að styðja og styrkja fiskrækt og fiskeldi, en árlegur tekjustofn sjóðins er a) Framlag úr ríkissjóði, b) 3%0 af heildartekjum vatnsaflsstöðva og c) 2% af skírum veiðitekjum. Samtök stangarveiðimanna. Ekki verður skilið við skipulagsmál veiði- mála án þess að nefna stangarveiðifélögin og aðra hópa stangarveiðimanna, sem tekið hafa á leigu veiðina, enda þó að þeirra sé hvergi getið í lögum um lax- og silungs- veiði að undanskildu því, sem fyrr var nefnt um tilnefningu fulltrúa landssam- taka þeirra í Veiðimálanefnd, er kom inn í lög 1970. Hlutur þessara frjálsu félagssamtaka hefur verið mikilvægur í hinni hagstæðu þróun, sem átt hefur sér stað. Þessir aðilar hafa leigt veiðina af eigendum hennar, en oftast eru það veiðifélögin, sem ráðstafa allri veiði á sínu svæði til fyrrgreindra að- ila. Síðan hafa leigutakar annast dreifingu veiðileyfa til félaga sinna og annara, eftir því sem tilefni hefur gefist til. Algengast er að í leigusamningum sé ákveðið, að hluta af leigufjárhæð verði varið til seiða- kaupa, þ. e. leigutaki skuldbindur sig til þess að sleppa ákveðnu magni seiða í við- komandi vatnasvæði. Stundum er um veigamikið ræktunaráform að ræða, t. d. fiskvegagerð og fleira. VEIÐIMÁL - FERÐAMÁL Víðtæk tengsl. Ýmsir hafa litið á veiðina, að hún væri eingöngu afmörkuð verðmæti veiðieigand- ans. Það er ekki óeðlilegt vegna þess að veiði hér á landi í ám og vötnum var um aldir eingöngu hlunnindi jarða, er nytjuð voru fyrst og fremst sem matbjörg búenda. Á þessu hefur hins vegar orðið gjörbreyt- ing þar sem veiðimál snerta nú þúsundir manna til sjávar og sveita. Hreinn atvinnu- rekstur er kominn í spilið og fjölbreytnin eykst með ári hverju. Alkunna er, hve stangarveiði hefur mik- ið aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri og úr öllum atvinnugreinum þjóðfélagsins. Er gildi Inennar mikið sem hin bezta heilsu- bót ekki sízt þeim, sem streita þjáir. Það er þess vegna skiljanlegt að þeim fjölgi stöðugt, er sækja sér andlega og líkamlega F R E Y R 97

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.