Freyr

Årgang

Freyr - 15.03.1972, Side 10

Freyr - 15.03.1972, Side 10
Nýveiddur lax úr Þverá. Ljósrn.: Þór Guðjónsson. hressingu í veiðiskapinn. Þessi þróun kem- ur heim við reynslu annara þjóða, en ó- trúleg aukning hefur víða erlendis orðið á þessu sviði. Það leiðir til þess að krafa um aukna og betri aðstöðu til veiöa eykst sí- fellt. Vissulega er ekki auðvelt að segja fyrir um hversu ör aukning í stangarveiðina hér á landi verði í framtíðinni. Stytting vinnu- tímans og þar með auknar frístundir hefur sitt að segja í þessu efni, auk vaxandi fólksfjölgunar. Erlendis, á írlandi, hefur verið gert ráð fyrir að aukning nemi helm- ingi í lok þessa áratugs og um a. m. k. 100% við næstu aldamót. Erlendir veiðimenn. Erlendir veiðimenn hafa sótt hingað til veiðiskapar í rúmlega öld og hér höfðu þeir lengst af „frían sjó“ ef svo má að orði komast. Á þessu varð breyting um og eftir síðustu heimsstyrjöld, þegar lands- menn tóku í ríkum mæli að iðka þessa skemmtilegu og hollu íþrótt — stangar- veiði. Um hina erlendu veiðimenn hefur ósjaldan verið talað í seinni tíð og þeir þá oft verið þyrnir í augum heimamanna. Þetta er eðlilegt því að hinn þjóðlegi metn- aður er ávallt fyrir hendi og hér er hann í fylgd með hagsmunabaráttunni. íslenzkir stangarveiðimenn vilja sitja einir að kök- unni. Erlendir veiðimenn áttu um skeið óhægt með að komast til veiða í góðar laxveiðiár vegna þess hve íslenzkir stangarveiðimenn og samtök þeirra héldu fast um veiðina. Á þessu hefur orðið nokkur breyting til batnaðar fyrir hina erlendu veiðimenn síðustu árin og fer þeim fjölgandi með ári hverju. Kemur hvoru tveggja til, að ís- lenzkir veiðimenn telja veiðileigur vera býsna háar, og aukins frjálslyndis gætir gagnvart erlendum veiðimönnum. Sem dæmi um það má nefna að stærsta stang- arveiðifélagið hér á landi er nú að búa sig í stakkinn til að selja erlendum veiðimönn- um veiðidaga í einni af „sínum ám.“ Slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir nokkrum árum. Laxaland — ferðamannaland. Það er yfirlýst stefna að ísland sé svo- kallað f erðamannaland, en mjög mikill vöxtur hefur átt sér stað á þessu sviði. Þannig hefur fjöldi erlendra ferðamanna, sem hingað hafa komið síðasta áratug, auk- izt árlega að jafnaði um 15 af hundraði og 98 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.