Freyr - 15.03.1972, Síða 11
hefur heildarfjöldinn fjórfaldast á fyrr-
nefndu tímabili. (Uppl. Ferðamálaráðs).
Töluvert kynningar- og upplýsingastarf
um íslenzkar veiðiár og vötn er unnið þessi
árin erlendis. Hafa birzt nokkrar greinar í
þekktum veiðitímaritum, sem koma í stóru
upplagi, og laxakvikmyndir verið sýndar í
sjónvarpi. Eiga flestir hinna erlendu skrif-
finna ekki nógu sterk orð til að lýsa að-
stöðunni hér, er þeir telja að sé eins
og ævintýri. Ritstjóri eins þekktasta og
stærsta veiðitímarits í Bandaríkjunum
leggur til í grein, sem hann birtir í blaði
sínu, að nafni landsins verði breytt og það
framvegis nefnt Laxaland!
Úrbóta er þörf.
Ljóst er að erlendir menn, sem hingað
sækja gagngert til veiða á laxi og silungi,
munu fara fjölgandi á næstu árum. Má
allt eins búast við að skriða geti fallið á
okkur, þ. e. fjöldinn verði meiri en eðlilegt
er miðað við óbreytt ástand hér við mót-
töku útlendinga. Ferðamál sem atvinnu-
grein eru hér enn á algjöru byrjunarstigi,
að dómi þeirra, sem bezt þekkja til þessara
mála. Er því eðlilegt að margs þurfi lag-
færinga við og úrbótaþörf sé brýn. Mikið
uppbyggingarstarf er framundan. Ýmislegt
er ekki síður ógert í sambandi við móttöku
og fyrirgreiðslu erlendra veiðimanna, sem
er mikilvœgur þáttur ferðamála, sbr. sam-
þykktir ferðamálaráðstefnu á vegum
Ferðamálaráðs.
* * *
Sem fyrr segir, eru mikil verðmæti
fólgin í aðstöðunni hér, eins og hún er,
og hana má auka mjög mikið og þar með
arðsemina. Það er þess vegna brýnt hags-
munamál allra þeirra, er veiðimálin varða,
að nýting veiðinnar, sem þegar er fyrir
hendi, verði sem allra bezt, og unnið verði
skipulega og ötullega að því að fjölga fiski
í ám og vötnum og bæta aðstöðu alla og
gefa þar með fleirum kost á að sækja sér
afslöppun og hressingu í veiðiskapinn.
VEIÐIMÁI 1 VESTURLANDSKJÖRDÆMI
Hér á eftir verður leitast við að kanna
lauslega veiðimálin í Vesturlandskjör-
dæmi. í fyrsta lagi er aðstaðan skoðuð al-
mennt á svæðinu, en síðan er vikið að því,
sem gert hefur verið þessum málum til
hagsbóta. Þá er reynt að meta verðmætin
beint og óbeint. Þar næst er gerð fram-
tíðarspá um þá möguleika, sem bjóðast í
þessum efnum til verðmœtaaukningar, og
síðast er gerð áætlun um það, sem gera
þurfi í kjördæminu, til þess að ná því
marki að framtíðarspáin verði að veru-
leika.
Víðáttumikið land og fagurt.
Kjördæmið nær yfir víðáttumikið lands-
svæði og fjölbreytt, er liggur milli Hval-
fjarðarbotns og Gilsfjarðarbotns og inn til
landsins og út til strandar. Inn til landsins
um jökla og heiðar, Arnarvatnsheiði,
Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði.
Ef litið er á landabréf í litum, sézt hve
flötur græna litarins er tiltölulega stór
hluti af svæðinu í samanburði við aðra
landshluta, ef sandar eru dregnir frá. Þetta
sýnir annars vegar, að stór landssvæði
liggja undir 200 metra hæðarlínunni og
mikið gróðurlendi er á svæðinu. Náttúru-
fegurð er víða mikil, enda í kjördæminu
sumir fegurstu staðir á landinu, eins og
kunnugt er.
Gæðum bróðurlega skipt.
Auk vatnsfallanna setja hinir ágætu stöðu-
vatnsklasar sinn sterka svip á landið, svo
sem í Svínadal, á Arnarvatnsheiði, í Stað-
arsveit og í Dölum. Vesturlandskjördæmi
býr því vel að ám og vötnum og margar
F R E Y R
99