Freyr - 15.03.1972, Side 12
ánna koma úr stöðuvötnum, en það
hefur mikið gildi fyrir þær sem veiðiár.
Skemmtilegt er að komast að raun um það
við athugun á staðsetningu straum- og
stöðuvatna, hvað bróðurlega betri berg-
vatnsánum hefur verið skipt milli hinna
fjögurra sýslna kjördæmisins. Hið sama
gildir um stærri stöðuvötnin.
40 vatnsföll og 170 stöðuvötn.
í Vesturlandskjördæmi eru rúmlega 40
lax- og göngusilungsár og 170 stöðuvötn,
stór og smá. Eru þá ótalin vötn og tjarnir,
sem ekki ná 300 metra breidd. Flatarmál
þessara 170 stöðuvatna er líklega samtals
um 100 km2 eða 10 þús. hektarar. Ellefu
stærstu vötnin eru samtals 57.2 km2 að
flatarmáli, en stærð hinna 159 líklega alls
um 45—50 km2. Af þessum síðarnefndu
vötnum er tæplega helmingur meira en
1000 metrar á lengdina eða breiddina.
Bezta laxveiðisvæði landsins.
Laxveiði í Vesturlandskjördæmi er góð,
enda er það bezta kjördæmið að þessu
leyti. Nemur veiðin um 40 af hundraði
allrar veiði á laxi í landinu. Um 2/3 hlutar
veiðinnar í kjördæminu fæst á stengur en
hitt í net. Um silungsveiðina er minna
hægt að segja vegna þess, að skýrslusöfnun
um þá veiði hefur víða verið áfátt, enda
nýting hennar oft tilviljunarkennd.
30 tonn af vatnasilungi.
Framleiðslugeta stöðuvatna er afar mis-
munandi vegna legu þeirra, vatnsdýpis og
annara aðstæðna. Þá eru sum vatnanna
fisklaus. Líklega má áætla fiskframleiðslu
á hverja flatareiningu sem svarar 3 kílóum
árlega að jafnaði á hvern hektara. Yrði
því heildarafrakstur allra vatna á fyrr-
greindu svæði um 30 þúsund kíló, er sam-
svaraði um 90 þúsund 330 gramma silung-
um.
Vatnasviðið.
Vatnasvið straumvatna í kjördæminu er
rúmlega 9 þúsund km2. Er vatnasvið vatns-
falls það svæði, sem vatn rennur af til
vatnsfallsins. Vatnasvið kjördæmisins er
tæplega 10 af hundraði vatnasviðs alls ís-
lands. Mesta vatnsfallið á þessu svæði er
100
F R E Y R