Freyr

Volume

Freyr - 15.03.1972, Page 28

Freyr - 15.03.1972, Page 28
STEFÁN AÐALSTEINSSON: VIÐBRÖGÐ IÐNAÐARINS við umbótum á ull og gærum (Erindi flutt á sauðfjárrœktarráðstefnu 22.—27. marz 1971). Dr. Stefán Aðalsteinsson, ullarmatsformaður. Eftirfarandi bréf og spurningarlistar, dags. 21. jan., 1971, voru sendir til allra ullar- þvottastöðva, ullarverksmiðja og sútunar- verksmiðja í landinu: „í vændum er að halda ráðstefnu um sauðfjárkynbætur á vegum Búnaðarfélags íslands síðari hluta marz, 1971. Á þessari ráðstefnu mun meðal annars verða rætt um gildi þess að leggja vax- andi áherzlu á kynbætur á sauðfé með til- liti til ullarfars og gærugæða. Því ber nauðsyn til að kynna ráðunaut- um í búfjárrækt og öðrum, er ráðstefnu þessa sækja ástand og horfur í ullar- og skinnaiðnaði, viðhorf iðnaðarins til þessara hráefna og óskir iðnaðarins um umbætur á þeim. Mikilvægt er, að sem gleggst mynd fáist af því, hvaða umbóta er þörf á þessum hráefnum, og hvers virði þær umbætur geta orðið sauðfjárrækt og iðnaði úr ull og gærum í landinu. Af þessu tilefni hef ég ákveðið að senda spurningarlista til ullarþvottastöðva, ullar- verksmiðja og sútunarverksmiðja landsins og leita til þeirra um ýmsar upplýsingar, sem að gagni mega koma við ákvörðun á kynbótastefnu næsta áratugs í sauðfjár- ræktinni. Það skal tekið fram, að ætlunin er að nota þau svör, sem berast, til kynningar á ástandinu í ullar- og gærumálum lands- manna. Vil ég því hér með óska leyfis til að mega nota upplýsingarnar eftir því sem þörf krefur. Svör við hjálögðum spurningarlista ósk- ast send fyrir 1. marz 1971.“ SPURNINGALISTI TIL ULLARÞVOTTASTÖÐVA A. Hversu mikið magn af óþveginni, íslenzkri ull berst ullarþvottastöðinni árlega? B. Hvernig skiptist þetta magn á gæðaflokka og hversu mikið magn af hreinni ull fæst úr hverjum gœðaflokki? C. Eftir hvaða verðhlutföllum greiðir ullar- þvottastöðin einstáka ullarflokka við end- anlegt uppgjör? 116 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.