Freyr

Volume

Freyr - 15.03.1972, Page 30

Freyr - 15.03.1972, Page 30
10. Ýmislega flekkótt. 11. Svart- og módropótt. C. Hvaða ofangreindir flokkar eru eftirsókn- arverðastir í eftirfarandi framleiðslu: 1. Langhærð, loðsútuð skinn (teppaskinn). 2. Klippt, loðsútuð skinn. 3. Pelsaskinn með loðnunni út. 4. Mokkaskinn. D. Hvaða breytingar á litahlutföllum eru æskilegar frá sjónarmiði sútunariðnaðar- ins? E. Hvaða litagallar eru alvarlegastir i íslenzk- um lambsgærum frá ykkar sjónarmiði? F. Hvers virði væri það sútunarverksmiðju yðar, að hlutfall óhagstæðasta litar yrði minnkað niður í helming þess, sem nú er á næstu 5 árum, en hlutfall hagstæðasta litar aukið sem því næmi? G. Ef hafizt yrði handa um útrýmingu óæski- legra lita með kynbótum og aukningu á framleiðslu eftirsóttustu lita, hversu mik- inn verðmun telur sútunarverksmiðjan þá rétt að greiða til bænda fyrir eftirsóttustu flokka umfram meðalverð (eða umfram lökustu flokka)? H. Hversu hátt hlutfall framleiðslu verk- smiðjunnar er flutt út og hver virðist þró- unin á því hlutfalli vera? Allmörg svör bárust við spurningalistunum, og verður gerð grein fyrir þeim hér á eftir. I. ULLáRÞVOTTASTOÐVAR Svör bárust frá þremur aðilum, sem þvo meginhlutann af ullarframleiðslunni. Svörin voru eftirfarandi: A. Árlegt magn af óþveginni ull ca. 1160 tonn. B, C, D, E. Hrein ull í hverjum gæðaflokki, ull notuð innan lands og verðhlutföll til bænda og kaupenda Tonn Notað Verð hlutföll Gæða- hrein % af innan- til við flokkur ull magni lands % bænda sölu I 24 4 100 100 100 II 134 24 100 92 96 III 194 34 100 71 90 IV 56 10 86 33 68 V 64 11 56 28 58 VI 21 4 0 10 25 s 25 4 100 106 112 G 42 7 95 61 90 M 10 2 100 106 112 Samtals og mt. 570 100 89 80 F. Helztu gallar: Þvottastöð a: „Helztu eðlisgallar ullar sem kemur inn í þvottastöðina eru hinar gulu illhærur í hvítu ullinni, sem verða til þess að ullin flokkast í mislitt, IV. flokk og er þar af leiðandi mun verri söluvara. Hitt er svo líka að verulegt átak þarf að gera í ræktun fjárins þar sem í rauninni stór hluti innkominnar ullar er sambland af öllum litum. Þessi ull er í sjálfu sér góð vara, en ákaflega erfið í flokkun þar eð sambland hinna ýmsu lita koma þar fyrir. Meðferðargallar eru svo, að mjög víða er öllum litum af ull pakkað saman í eina pakkningu og leiðir það til aukinnar vinnu. Einnig er, að ullin er sett rök eða blaut í 118 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.