Freyr - 15.03.1972, Side 35
Aldur
bænda
XJm það hefur verið rætt í FREY, að við-
eigandi sé að kanna aldur hænda.
Á eyðublöðum til búfjártalingar, sam-
kvæmt lögum um forðagæzlu, er dálkur þar
sem gera skal grein fyrir aldri bænda.
Ýmsir útfylla dálk þennan og er á þar til-
færðum tölum byggt yfirlit það, sem taflan
í grein þessari sýnir. Hugleiðingar um efnið
má rekja á fleiri vegu en gert er í eftir-
farandi. Ritstj.
Að því er vikið hvað eftir annað í tíma-
ritum landbúnaðarins í grannlöndum okk-
ar, að ættliðaskipti innan bændastéttarinn-
ar séu hvergi nærri svo ör sem vera bæri.
Þar er yfir því kvartað, að yngri menn séu
ófúsir til að hefja búskap og því leiði það
til þess, að öldruðu og gömlu mennirnir
sitji jarðir sínar lengur — og stundum
miklu lengur — en eðlilegt sé. Ekki er
fráleitt að álykta, að hér á landi séu aldr-
aðir og gamlir bændur einnig þrásætnari
við forsjá búa sinna en vera skyldi svo að
yngri bændaefnum er þannig torvelduð bú-
skaparbyrjun.
Við þá frásögn má og bæta því, að bú-
jörðum hefur fækkað að nokkrum eða
miklum mun í ýmsum — og máske flest-
um — löndum Norður-Evrópu á síðari ár-
um. Einnig það hefur leitt til þess, að
hinir öldnu hafa setið lengur en fyrrum.
Með stækkandi búum skyldu menn ætla
að frekar væri þörf á ungum bændum og
vel starfhæfum til þess að gegna marg-
þættum og umfangsmeiri störfum en áður
gerðust á sömu bújörðum. Þetta virðist
ekki vera reynslan. Eru það að sjálfsögðu
vélarnar, sem hafa tekið við verulegum
hluta erfiðisverkanna, þeim störfum, sem
vinnumenn bænda höfðu áður. Staðreyndir
eru þær, hvað sem hver segir um forsend-
urnar, að bændur munu yfirleitt vera eldri
en fyrr gerðist og ekki verður af tölfræði-
legum upplýsingum séð, að þeir hefji bú-
skap yngri en áður var. Fyrrum voru ungir
menn jafnan í vinnumennsku og söfnuðu
nokkrum verðmætum áður en þeir hófu
búskap fyrir eigin reikning. Nú er það oft
svo að þeir, sem ungir stunda ýmsa at-
vinnu utan bústarfa, hverfa að ævistarfi
utan landbúnaðar. Þessvegna er ekki eftir-
spurn eftir jarðnæði til búskapar. Hefur
sú stefna ef til vill nokkur áhrif á hækk-
andi meðalaldur búenda, eins hjá okkur og
öðrum.
Fyrrum var það algengt hjá bændum
frænda okkar á Norðurlöndum, að öldnu
bændurnir létu af búskap á sextugsaldri,
eða þegar elztu synir höfðu aldur til að
taka við búum, og fóru þá öldruðu hjón-
in í litla húsið og störfuðu eftir megni
á búi sonarins. Þetta var algengt í Nor-
egi og geta ferðamenn, er þar fara um
sveitir, komizt að raun um, að víða eru
þar tvö íbúðarhús, sem nú eru kölluð sum-
arhúsið og vetrarbústaðurinn, en voru
raunar fyrrum íbúðarhús tveggja ættliða.
Nú eru það elliheimilin eða dvalarheim-
ilin, sem taka við aldraða fólkinu ef það
F R E Y R
123