Freyr

Årgang

Freyr - 15.03.1972, Side 39

Freyr - 15.03.1972, Side 39
Vinnuþörí við mjólkuriramleiðslu Hvað kostar að framleiða mjólk? Spurn- ingin er eðlileg því að á norðlægum slóð- um er mikil framleiðsla af grasi, sem að sjálfsögðu er ekki notað til manneldis, en þess í stað sem kúafóður og af því fram- leidd mjólk. Nú er beitartíminn næsta tak- markaður á stórum svæðum norðursins. Þessvegna er safnað til vetrarfóðurs. Sú vinna, sem til fóðuröflunar fer, er náttúr- lega reiknuð sem fóðurkostnaður. Það fjármagn, sem festa þarf í bygging- um og búnaði, og svo andvirði gripanna, er auðvitað stofnkostnaður. En öll vinna við að hirða kýrnar, ræsta fjós og áhöld daglega, fóðra kýrnar og mjalta þær og fleira þar að lútandi, telzt auðvitað til vinnu við framleiðsluna svo og að koma mjólkinni á flutningastað til sölumeðferð- ar. Með ýmsum þjóðum hafa menn glöggt yfirlit yfir vinnuþörf í þessu skyni, þar sem endurteknar rannsóknir og tilraunir hafa gefið til kynna hvers er þörf og hve mikil vinna hefur virkilega verið notuð. Meðal þeirra athafna hafa Svíar gert um- fangsmiklar athuganir á þessu á síðustu ár- um með 139 áhafnir í ýmsum hlutum landsins. Niðurstöður frá þeim athugunum hafa leitt í ljós, að vinnuþörfin er háð mörgum atriðum, og á stærð og búnaður bygginganna hvað mestan þátt í kröfum um vinnumagnið. Það sýndi sig þar, eins og annarsstaðar, að því minni fjós og færri kýr, þeim mun meiri vinna fór til þess að hirða um hverja kú að öllu leyti og varð þá vinnuþörfin á mjólkurlítra vaxandi. Sem meðaltalsniðurstöður gáfu rann- sóknirnar til kynna, að um 25% af fram- leiðslukostnaðinum stafaði af vinnu við hirðingu og mjaltir. Stærstar voru áhafnirnar á Skáni, eða um 75 kýr að meðaltali, en þar var vinnu- þörfin 68 stundir á kú árlega. í Mið-Svíþjóð var meðal áhöfnin 73 kýr og vinnuþörfin 67 stundir. í Syðra-Norður- landi voru kýrnar 36 og vinnuþörf á kú 71 stund á ári. í Norðlandi voru kýrnar 29 að meðaltali og þar var vinnuþörfin 110 stundir á ári. Sjálfsagt var vinnuþörfin líka meiri þar sem kýrnar voru lengur í fjósi, eins og gerist á Norðlandi, en svo sem allir þekkja er auðveldara að hirða kýr og fjós að sumri en vetri eins og jafn- an er léttara að koma mjólkinni á flutn- ingabifreið að sumri en vetri. Gerður var einnig samanburður á mis- mun í hjarðfjósum og básafjósum. Það sýndi sig þar, að þegar vinnuþörfin var 63 stundir á kú árlega í hjarðfjósi var hún 84 stundir á kú í básafjósi af sambæri- legri stærð. allir bændur stunduðu þá búfræðinám. Þessu er ekki svo varið nú, því að tæpast hefur fimmti hver bóndi setið á bekkjum búnaðarskólanna og segir sú forsenda þá, að aðeins þurfi að útskrifa svo sem 20 á ári úr búnaðarskólum til þess að viðhalda sama menntastaðli bænda. En ekki getur það talizt viðunandi. Er þá næsta spurning hvort nokkur þörf sé fyrir fleiri búnaðar- skóla? Svarið hlýtur að vera, að því fari fjarri, að óbreyttu viðhorfi. Um þetta efni er full ástæða að ræða nánar í sérstakri grein og hlýtur FREYR að taka það efni til athugunar við annað tækifæri. Önnur efni má einnig ræða út frá þeim tölulegu staðreyndum, sem að þessu sinni eru hér með færðar á vettvang dagsins. G. F R E Y R 127

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.