Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 10

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 10
Gunnar Steinn Pálsson, mark- aðsfræðingur. Auk þess allmargir bændur úr nágrenninu ásamt mökum fundar- manna og gesta. Ennfremur frétta- menn útvarps og blaða. Einnig sátu fundinn starfsmenn Stéttarsambandsins, Hákon Sigur- grímsson, Gylfi Þór Orrason, Hall- dóra Ólafsdóttir, Gunnlaugur Júlíus- son og Arnaldur M. Bjarnason. 2. Skýrsla formanns. Haukur Halldórsson kvaðst vona að á fundinum yrðu teknar þær ákvarðanir sem myndu leiða til far- sældar í framtíðinni. Hann ræddi síðan ítarlega um sameiningarmálið, aðdraganda að því, atkvæðagreiðslu á sl. vori og drög að samkomulagi um sam- einingu Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags íslands. Haukur rakti síðan þá frant- leiðslustefnu sem ríkti þegar Stétt- arsamband bænda var stofnað og þær miklu breytingar sem hún hefur tekið síðan með niðurfellingu út- flutningsbóta og beinum samningum við ríkisvaldið. Hann taldi því tímabært að taka hlutverk og starfsemi Stéttarsam- bands bænda og Búnaðarfélags Is- lands til gagngerrar endurskoðunar og sameina í ein samtök og gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru á félagsstarfsemi þeirra. Haukur benti á að meginhlutverk búgreinafélaganna ætti að beinast að sölu- og markaðsmálum. Bændur ættu að gæta þess að lenda ekki í skæklatogi um sam- einingarmálið, heldur horfa á þau atriði þeirra er mestu máli skipta. Það væri mikilvægasta mál þessa fundar. Haukur vék síðan að mál- efnum Stofnlánadeildarinnar og væri stjórn Stéttarsambandsins með óbreytta afstöðu til þess að óbreytt Til sölu Notaö mjaltakerfi fyrir 30 kýr til sölu. Mjög hagkvœmt verö. Mig vantar lóð undir sumar- bústaö. Skipti gœtu komið til greina. Upplýsingarí síma 91-11544. Halldór BU'mdal, lundbúnaðarráðltena, Jlytur ávarp sitt. niðurgreiðsla vaxta og tilfærsla milli búgreina gæti ekki gengið til fram- búðar í því rekstrarumhvefi sem landbúnaðurinn er að komast í. Því þyrfti að taka vaxtamálin til raun- hæfrar endurskoðunar, enda væri nefnd á vegum landbúnaðarráðu- neytisins að vinna að því. Næst ræddi formaður um þann stöðugleika í efnahagsunthverfinu sem verið hefur síðustu misseri. Hann hefði haft jákvæð áhrif á stöðu landbúnaðarins. Heilbrigðara efnahagslíf væri til góðs fyrir landbúnaðinn og stöðug- leiki í verði búvara og hlutfallsleg lækkun þeirra hefði haft jákvæð áhrif á neytendur og afstöðu þeirra til landbúnaðarins. Þá taldi Haukur að ekki hefðu náðst fram þau heildarmarkmið í sauðfjárframleiðslunni sem voru í búvörusamningum þegar hann var gerður. Hvernig framtíðin réðist byggðist á því hvort samstarf milli afurðasölufyrirtækja og bænda verð- ur nógu traust. Þá taldi hann mjólkursamlögin ekki hafa hagrætt nægilega síðustu tvö ár eins og þurft hefði til að bregðast við samkeppni við væntan- legan innflutning. Þar þyrfti að taka betur á. Ræddi hann nokkuð um kjöt- sölumál, verðfall nautakjöts, erfið- leika afurðastöðva og umsýslusamn- inga. Haukur rakti síðan breytingar vegna EES og GATT-samninga og deilur um ýmis framkvæmdaatriði. Þessir samningar kæmu til með að hafa geysileg áhrif á íslenskan land- búnað. Taldi hann samningana óvið- unandi fyrir framleiðslu garðyrkju- bænda enda miklu verri en hlið- stæður samningur hinna Norður- landanna. Haukur lagði áherslu á að í vænt- anlegum samninngum við ESB eftir inngöngu Norðurlandanna þyrfti að lagfæra ýmis atriði og gerði hann þá kröfu að bændasamtökin kæmu að i þeim samningum. Breyting á EES-samningnum í tvíhliða santning við ESB væri væn- legsti kosturinn fyrir íslendinga. Haukur taldi að vistvæn og lífræn framleiðsla væru tromp á hendi íslenskra bænda. Þess vegna þyrft- um við að auka gæðin og taka upp staðla fyrir þessa framleiðslu. Bændum væri best treystandi til að varðveita náttúru og hreinleika landsins. Það háir samtökum okkar að heildarstefnumörkun væri ekki fyrir hendi í landbúnaðarmálum. Samtök bænda eiga að móta þessa stefnu og fá stuðning stjórnvalda við hana. Stefnan þarf að byggjast á hreinleika landsins, vemd umhverfisins og hollustu framleiðsluvaranna. Að lokum þakkaði formaður stjómarmönnum, starfsmönnum Stétt- arsambandsins og landbúnaðar- stofnana svo og bændum samstarf á liðnu ári. 602 FREYR - 1t'94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.