Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 40

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 40
„Aðalfundur SB 1994 fagnar þeim möguleikum sem nú virðast hafa opnast bændafólki til að fá atvinnu- leysisbætur þegar tekjur af bú- vöruframleiðslu hafa sannanlega dregist saman. Margt er þó enn óljóst varðandi þennan þátt. Því hve- tur fundurinn til að tekin verði saman ítarleg greinargerð sem nýst geti við leiðbeiningar um möguleika einstaklinga á þessu sviði. Jafnframt felur fundurinn stjóm SB að kanna til hlítar hvaða mögu- leika atvinnulaust bændafólk kann að eiga á aðstoð frá Atvinnuleysis- tryggingasjóði við sköpun nýrra at- vinnutækifæra þar með talið fram- leiðsla sauðfjárafurða til útflutn- ings“. Til máls tóku: Þórólfur Sveinsson sem lagði fram breytingartillögu, Viðar Magnússon, Elín Líndal og Ari Teitsson. Fyrst borin upp breytingartillaga Þórólfs Sveinssonar sem var sam- þykkt samhljóða. Aðaltillagan borin upp svo breytt: „Aðalfundur SB 1994 gerir kröfu til þess að sveitafólk fái eðlilegan rétt til atvinnuleysisbóta, þegar tekjur hafa sannanlega dregist saman. Upplýsa þarfvel um þann rétt sem kann að vera til staðar og taka sam- an ítarlega greinargerð sem nýst geti við leiðbeiningar um möguleika einstaklinga á þessu sviði. Jafnframt felur fundurinn stjórn SB að kanna til hlítar hvaða mögu- leika atvinnulaust bcendafólk kann að eiga á aðstoð frá Atvinnuleys- istiyggingasjóði við sköpun nýrra atvinnutœkifœra, þar með talið framleiðsla sauðfjárafurða til út- flutnings “. Samþykkt samhljóða. 4. Tillaga um jöfnun náms- kostnaðar. Framsögumaður: Einar Hafliða- son. „Aðalfundur SB 1994 tekur undir ítarlega samþykkt stjórnar SB í aprílmánuði sl. um jöfnun náms- kostnaðar framhaldsskólanema í dreifbýli. Felur fundurinn stjórninni að fylgja þessu máli fast eftir nú þegar. Jafnframt verði leitað liðsinnis 632 FREYR - 18*94 Sambands íslenskra sveitarfélaga við málið". Samþykkt samhljóða. 5. Tillaga um lengingu grunn- skóla. Framsögumaður Ólafur Eggerts- son. Um lengingu grunnskólans. „Aðalfundur SB 1994 varar við lengingu skólaársins úr 9 mánuðum í 10. Ef af verður, dregur mjög úr þeim stutta tíma sem börn og unglingar í dreifbýli eiga heim hjá fjölskyldum sínum. Ennfremur kippir þetta fótunum undan rekstri sumarhótela í heima- vistarskólum vítt um land“. Til máls tóku: Elín Líndal, sem lagði fram breytingartillögu, Páll Ólafsson, Guðmundur Þorsteinsson sem bar fram frávísunartillögu sem féll á jöfnum atkvæðum. Ólafur Eggertsson, Guðmundur Lárusson, Stefán Á. Jónsson og Hallsteinn Haraldsson. Fyrst var borin upp breytingar- tillaga Elínar Líndal og var hún samþykkt samhljóða. Aðaltillagan borin upp svo breytt: „Aðalfundur SB 1994 varar við lengingu skólaársins úr 9 mánuðum í 10 og tekur fundurinn undirfram- komnar hugmyndir um betri nýtingu skólaársins. Ef af verður, dregur mjög úr þeim stutta tíma sem börn og unglingar í dreifbýli dvelja heima hjá fjölskyldum sínum." Samþykkt með 35 : 14. Tillaga Framleiðslunefndar. 6. Tillaga framleiðslunefndar kom óbreytt frá nefndinn þar sem Karl Björnsson dró til baka breytingar- tillögu sína. Framsögumaður: Ari Teitsson. „Aðalfundur SB 1994 leggur áherslu á þátttöku bœnda í verk- efnum við gróðurvernd og land- grœðslu. Því samþykkir fundurinn að heimila stjórn SB að semja við landbúnaðarráðherra um lœkkun á neðri mörkum greiðslumarks ein- stakra bœnda án skerðingar á bein- greiðslum á grundvelli draga að samkomulagi, sem fyrir liggur um breytingu á grein 3.3. í búvöru- samningi, þrátt fyrir að það gangi gegn þeirri stefnu að beingreiðslur skuli nota til lœkkunar á vöruverði. Fundurinn hafnar 2. og 3. grein fyrrnefndra draga. “ Samþykkt með 34 atkv. gegn 2. Tillögur Umhverfis- og atvinnumálanefndar. Þá komu aftur frá Umhverfis- og atvinnumálanefnd 2.-5. tillaga. 2. Tillaga um notkun lands. Framsögumaður Jóhannes G. Gfslason. „Aðalfundur SB 1994 kallar það brýnt að sátt sé um notkun landsins. Bændur séu vörslumenn landnýting- ar og lífríkis og taki fast í stjórn- tauma náttúruvemdar. Varðandi almannarétt verður að gera greinarmun á ferðum ein- staklinga á eigin vegum og skipu- lögðum ferðum. Skotveiðiréttur sé lögum sam- kvæmt svo sem er hluti af nytja- og eignarétti bænda. Þeim beri ásamt sveitarstjómum að hafa stjóm að- gerða ekki aðeins á eigin býlum, heldur og á eyðibýlum og afréttum, hvort heldur er til nytja eða stofn- vemdar, enda fari þeir þættir saman. Vanti nokkuð á í lögum að svo sé, felur fundurinn 'stjórn bændasam- takanna að bæta þar úr. Fundurinn bendir á þau alvarlegu spjöll sem hreindýr valda á skóg- rækt austanlands og að skipulegra aðgerða sé þörf í að halda stofninum í skikkanlegri stærð. Einnig að aðferðir sem í seinni tíð hafa viðgengist við fækkun sels séu mjög umdeilanlegar og fjarri þeim árangri sem gamalþekktar, hefð- bundnar veiðiaðferðir höfðu á jafn- vægi stofnsins við annað lífríki". Til máls tóku: Aðalsteinn Jóns- son sem bar fram breytingartillögu, Sigurlaug Gissurardóttir, sem einnig bar fram breytingartillögu, Páll Ól- afsson, Jóhannes G. Gíslason og Bragi Gunnlaugsson. Þá bar Þór- ólfur Sveinsson fram eftirfarandi dagskrártillögu: „Fundurinn ákveður að vísa til- lögunni til fyrsta aðalfundar sam- einaðra bændasamtaka og taka fyrir næsta mál á dagskrá“ Samþykkt samhljóða. 3. Tillaga um nýsköpun í atvinnu- lífi. Framsögumaður: Valgeir Þor- valdsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.