Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 28

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 28
5. liður samþykktur með þorra at- kvæða gegn 3. 6. liður samþykktur samhljóða. Þessu næst var tekið til afgreiðslu samkomulag stjómar Stéttarsam- bands bænda og Búnaðarfélags ís- lands um sameiningu samtakanna í ein heildarsamtök. Rögnvaldur Ólafsson óskaði eftir nafnakalli. „Samkomulag í samræmi við niðurstöðu í alls- herjarskoðanakönnun, sem fram fór meðal bænda í maí- og júnímánuð- um sl„ og byggð var á drögum að samþykktum fyrir sameinuð samtök bænda, gera stjómir Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda með sér svofellt Samkomulag: I. 1. j;rein. Búnaðarfélag Islands og Stéttar- samband bænda verði sameinuð í ein heildarsamtök bænda frá og með 1. janúar 1995. Hin nýju heildarsamtök taki frá þeim tíma við öllum eignum og rétt- indum, svo og skuldum og skuld- bindingum Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins, hverju nafni sem nefnast. 2. grein. í samræmi við 1. grein verði rekstur Búnaðarfélags íslands og 620 FREYR - 18'94 Stéttarsambands bænda sameinaður frá og með 1. janúar 1995. Starfs- menn beggja samtakanna verði starfsmenn hinna nýju heildarsam- taka frá þeim tíma. Frá og með þeim tíma verði fjár- reiður og bókhald hinna nýju heild- arsamtaka sameiginlegt, þó þannig að leiðbeiningarþjónusta og önnur starfsemi, sem greitt er fyrir að hluta eða öllu leyti af opinberu fé, verði skýrt afmörkuð í bókhaldi og með sérgreindan fjárhag. 3. grein. Stjórnir Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda skulu, hvor um sig, tilnefna þrjá menn í sam- starfsnefnd. Skal nefndin taka til starfa eigi síðar en 1. október 1994 og annast undirbúning að samein- ingu Búnaðarfélagsins og Stéttar- sambandsins í ein heildarsamtök. Frá og með 1. janúar 1995 og þar til fyrsta stjórn samtakanna hefur verið kjörin fari stjómir Búnað- arfélagsins og Stéttarsambandsins í sameiningu og samstarfsnefnd, eftir nánari ákvörðun stjómanna, með stjóm hinna nýju heildarsamtaka. Samstarfsnefnd skiptir sjálf með sér störfum. 4. grein. Fyrsta þing hinna nýju heildar- samtaka, Búnaðarþing, skal halda í marsmánuði 1995. Skal þingið setja samtökunum samþykktir, en drög að þeim fylgja samkomulagi þessu. Þá skal þingið afgreiða reikninga Búnaðarfélags íslands og Stéttar- sambands bænda fyrir árið 1994, samþykkja fyrir hin nýju heildar- samtök fjárhagsáætlun fyrir árið 1995 og kjósa fyrstu stjórn þeirra. Um skipun þingsins, kosningar til þess og þingsköp vísast til II. og III. kafla hér á eftir. II. 5. grein. Kosningarétt og kjörgengi innan hinna nýju heildarsamtaka hafa bændur, bústjórar og aðrir búvöru- framleiðendur og þjónustuaðilar sem stunda búrekstur á lögbýli, í atvinnu- skyni, enda séu þeir félagar í bún- aðarfélagi/búnaðarsambandi eða við- urkenndu búgreinafélagi/búgreina- sambandi og hafi greitt tilskilin sjóða- og félagsgjöld. Með búrekstri er átt við hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt, sem stunduð er til tekjuöflu- nar, svo og ræktun og veiði vat- nafiska, nýtingu hlunninda og þjónustu á lögbýlum er nýtir gæði jarðar eða aðra frámleiðslu landbún- aðar. Enginn getur þó átt kosn- ingarétt í fleiri en einu búnaðarfé- lagi. 6. grein. Fulltrúar, sem kjörnir verða til setu á fyrsta þingi hinna nýju heild- arsamtaka, Búnaðarþingi, skulu kjörnir til þriggja ára. Þingfulltrúar skulu vera 36 og kjörnir af aðild- arsamtökum sem hér segir: Búnaðarsamband Kjalamesþings . 1 Búnaðarsamband Borgarfjarðar... 2 Búnaðarsamband Snæfellinga ... 1 Búnaðarsamband Dalamanna...... 1 Búnaðarsamband Vestfjarða .... 2 Búnaðarsamband Strandamanna . 1 Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu ..... 1 Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu ..... 1 Búnaðarsamband Skagfirðinga ... 2 Búnaðarsamband Eyjafjarðar.... 2 Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga .......... 2 Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga.......... 1 Búnaðarsamband Austurlands ...2 Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu ... 1 Búnaðarsamband Suðurlands..... 5 Frá Minjasafni Emils Asgeirssonar, Gröf í Hrunamannahreppi, sem ýmsir geslir adalfundarins skoðuðu. Safnið er afar forvitnilegt og hið merkasta. Orstutt er frá Flúðum í Gröf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.