Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1994, Page 28

Freyr - 15.09.1994, Page 28
5. liður samþykktur með þorra at- kvæða gegn 3. 6. liður samþykktur samhljóða. Þessu næst var tekið til afgreiðslu samkomulag stjómar Stéttarsam- bands bænda og Búnaðarfélags ís- lands um sameiningu samtakanna í ein heildarsamtök. Rögnvaldur Ólafsson óskaði eftir nafnakalli. „Samkomulag í samræmi við niðurstöðu í alls- herjarskoðanakönnun, sem fram fór meðal bænda í maí- og júnímánuð- um sl„ og byggð var á drögum að samþykktum fyrir sameinuð samtök bænda, gera stjómir Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda með sér svofellt Samkomulag: I. 1. j;rein. Búnaðarfélag Islands og Stéttar- samband bænda verði sameinuð í ein heildarsamtök bænda frá og með 1. janúar 1995. Hin nýju heildarsamtök taki frá þeim tíma við öllum eignum og rétt- indum, svo og skuldum og skuld- bindingum Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins, hverju nafni sem nefnast. 2. grein. í samræmi við 1. grein verði rekstur Búnaðarfélags íslands og 620 FREYR - 18'94 Stéttarsambands bænda sameinaður frá og með 1. janúar 1995. Starfs- menn beggja samtakanna verði starfsmenn hinna nýju heildarsam- taka frá þeim tíma. Frá og með þeim tíma verði fjár- reiður og bókhald hinna nýju heild- arsamtaka sameiginlegt, þó þannig að leiðbeiningarþjónusta og önnur starfsemi, sem greitt er fyrir að hluta eða öllu leyti af opinberu fé, verði skýrt afmörkuð í bókhaldi og með sérgreindan fjárhag. 3. grein. Stjórnir Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda skulu, hvor um sig, tilnefna þrjá menn í sam- starfsnefnd. Skal nefndin taka til starfa eigi síðar en 1. október 1994 og annast undirbúning að samein- ingu Búnaðarfélagsins og Stéttar- sambandsins í ein heildarsamtök. Frá og með 1. janúar 1995 og þar til fyrsta stjórn samtakanna hefur verið kjörin fari stjómir Búnað- arfélagsins og Stéttarsambandsins í sameiningu og samstarfsnefnd, eftir nánari ákvörðun stjómanna, með stjóm hinna nýju heildarsamtaka. Samstarfsnefnd skiptir sjálf með sér störfum. 4. grein. Fyrsta þing hinna nýju heildar- samtaka, Búnaðarþing, skal halda í marsmánuði 1995. Skal þingið setja samtökunum samþykktir, en drög að þeim fylgja samkomulagi þessu. Þá skal þingið afgreiða reikninga Búnaðarfélags íslands og Stéttar- sambands bænda fyrir árið 1994, samþykkja fyrir hin nýju heildar- samtök fjárhagsáætlun fyrir árið 1995 og kjósa fyrstu stjórn þeirra. Um skipun þingsins, kosningar til þess og þingsköp vísast til II. og III. kafla hér á eftir. II. 5. grein. Kosningarétt og kjörgengi innan hinna nýju heildarsamtaka hafa bændur, bústjórar og aðrir búvöru- framleiðendur og þjónustuaðilar sem stunda búrekstur á lögbýli, í atvinnu- skyni, enda séu þeir félagar í bún- aðarfélagi/búnaðarsambandi eða við- urkenndu búgreinafélagi/búgreina- sambandi og hafi greitt tilskilin sjóða- og félagsgjöld. Með búrekstri er átt við hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt, sem stunduð er til tekjuöflu- nar, svo og ræktun og veiði vat- nafiska, nýtingu hlunninda og þjónustu á lögbýlum er nýtir gæði jarðar eða aðra frámleiðslu landbún- aðar. Enginn getur þó átt kosn- ingarétt í fleiri en einu búnaðarfé- lagi. 6. grein. Fulltrúar, sem kjörnir verða til setu á fyrsta þingi hinna nýju heild- arsamtaka, Búnaðarþingi, skulu kjörnir til þriggja ára. Þingfulltrúar skulu vera 36 og kjörnir af aðild- arsamtökum sem hér segir: Búnaðarsamband Kjalamesþings . 1 Búnaðarsamband Borgarfjarðar... 2 Búnaðarsamband Snæfellinga ... 1 Búnaðarsamband Dalamanna...... 1 Búnaðarsamband Vestfjarða .... 2 Búnaðarsamband Strandamanna . 1 Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu ..... 1 Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu ..... 1 Búnaðarsamband Skagfirðinga ... 2 Búnaðarsamband Eyjafjarðar.... 2 Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga .......... 2 Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga.......... 1 Búnaðarsamband Austurlands ...2 Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu ... 1 Búnaðarsamband Suðurlands..... 5 Frá Minjasafni Emils Asgeirssonar, Gröf í Hrunamannahreppi, sem ýmsir geslir adalfundarins skoðuðu. Safnið er afar forvitnilegt og hið merkasta. Orstutt er frá Flúðum í Gröf.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.