Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 18

Freyr - 15.09.1994, Blaðsíða 18
landsvæðum. Annað hvort þyrfti að fækka hreindýrum eða dreifa þeim meira um landið ef Héraðsskógar ættu að þrífast. Nær sömu sögu væri að segja um óhóflegt hrossahald. Að lokum flutti hann efni síns máls í bundnu máli. Sturlaugur Eyjólfsson vakti at- hygli á að sumar afurðastöðvar ættu mikið kjöt óselt og gætu því átt í erfiðleikum með slátrun í haust. Hann spurði hvort ekki væri ætlun að nota verðskerðingargjald til verðjöfnunar eða aðeins markaðs- mála. Hann gangrýndi útgáfustarfsemina og Frey fyrir að birta ekki meira um málefni bænda á líðandi stund og taldi að heppilegra væri að gefa út blað sem tæki styttri tíma í vinnslu og kæmi oftar út og höfðaði meira til bænda með fréttatengt efni fyrir þeirra starf. Friðgeir Stefánsson spurði stjóm SB hvort hún teldi rétt að því staðið að auka hótelrekstur sinn með kaup- unum á Hótel íslandi og hvort ekki hefði verið eðlilegra að láta fulltrúa- fund ráða því hvort af slíku ætti að verða. Sigurður Þórólfsson tók undir orð formanns SB að sölumál afurða væru ein ringulreið. Hann tók undir orð Sturlaugs um að sameiginleg ábyrgð á birgðum þyrfti að vera í traustara fari. Með verðskerðingunni væri verið að flytja fjármagn frá þeim afurðastöðvasvæðum sem síður ættu greiða leið að markaði til þeirra sem betri stöðu hefðu og betur nýttist það markaðsstarf sem í gangi væri. Fjármögnun afurðalána væri í ólagi og ekki hefði verið staðið við bókun búvörusamninga um fjár- hagslegan stuðning til þeirra byggð- arlaga sem samdráttur í sauðfjárrækt hefði komið verst við. I raun hefði stuðningur Byggða- stofnunar verið mestur við Reykja- víkurborg með skatttekjum af laun- um og rekstri stofnunarinnar. Leggja þyrfti áherslu á að selja kindakjöt úr landi sem hágæðavöru. Einar Þorsteinsson þakkaði ræðu formanns og framlagða reikninga Stéttarsambandsins. Hann lýsti vonbrigðum með nið- urstöðu nefndar um forfallaþjón- ustuna. Hann gagnrýndi skoðun stjómar í 610 FREYR • 18*96 Jóhannes Toifason, formaður stjórnar Framleiðnisjóðs, greinir frá starfsemi sjóðsins. vaxtamálum Stofnlánadeildar og vildi ekki vaxtahækkun, m.a. vegna ungu bændanna. Þá ræddi hann um að markaðsstuðningur við kindakjöt kæmi í stað atvinnuleysisbóta. Einar átaldi að ekki hefur verið staðið við lögbundin jarðræktarframlög. Hann þakkaði margháttað framtak Upplýsingaþjónustunnar, m.a. átak- ið „Bændur bjóða heim“. Þá kvartaði hann yfir háu raf- magnsverði sem væri óviðunandi. Einar þakkaði Framleiðnisjóði gott og árangursríkt starf. Ari Teitsson þakkaði fluttar ræður og ávörp. Hann ræddi þau orð ráðherra að nýta hluta beingreiðslna til uppgræðslu á þeim sauðfjár- svæðum þar sem þess er þörf. Verð á greiðslumarki hefði verið alltof hátt því að ekki væri eðlilegt að þeir sem mesta hefðu kaupgetu gætu dregið til sín greiðslumark öðrum fremur. Hann taldi raunhæft að hluti bein- greiðslna verði byggðatengdur. Almennt vildi hann ekki auka hótelrekstur bændasamtakanna, en samkvæmt upplýsingum sér fróðari manna hefði hann talið rétt að festa kaup á Hótel íslandi, frekar en mæta þeirri samkeppni við Hótel Sögu sem annars hefði getað orðið. Að lokum ræddi hann væntanlegt greiðslumark í sauðfé og benti á að hluti beingreiðslufjár þyrfti að fara til markaðsstarfs en ekki tii úthlut- unar til bænda. Halldór Gunnarsson þakkaði skýrslu á fundinum. Hann undraðist hve umræður færu dauflega af stað, svo virtist sem fulltrúar væru van- búnir að ræða kjaramál. Meginvandi okkar stéttar væri kjarkleysi okkar sjálfra. Sem dæmi væri búvörusamningur í sauðfjár- rækt og framkvæmd hans. Hann væri framleiðslunni fjötur um fót og hefti sölumálin. Við yrðum að eiga sóknarhug og víðsýni því áð ísland væri gott land. Að lokum vakti hann athygli á að í Þýskalandi væru 40 þúsund íslensk hross af 600 þúsund hrossum í land- inu. Þjóðverjar leiti eftir samstarfi og vilja fjölga íslenska hestinum, því að hann væri í sókn í Þýskalandi, en stóri hesturinn á undanhaldi. Guðbjartur Gunnarsson harm- aði hve mikill tími Stéttarsam- bandsfunda færi enn í breytingar á samþykktum, á kostnað kjaramála stéttarinnar. Staða bænda væri stöðugt versnandi á flestum sviðum. Brútto velta hefði víða dregist saman um 30% og launatekjur enn meira. Stuðningur þyrfti að nást við út- flutning sauðfjárafurða og tilheyr- andi markaðsstarf. Hann taldi að innflutningur bú- fjárafurða, löglegur og ólöglegur, gæti orsakað búfjársjúkdóma sem eyðilegðu von um að selja afurðir úr heilbrigðum stofnum í ósýktu um- hverfi. Ónæg afurðalán og afslættir frá umsömdu búvöruverði kæmu illa við kjör bænda, hvort tveggja þyrfti að færa í eðlilegra horf. Aðalsteinn Jónsson þakkaði skil- merkilegar framsöguræður og skel- egga ræðu Halldórs Gunnarssonar. Aðalsteinn minnti á þau orð for- manns „að afurðastöðvunum væri ekki treystandi". í þessum sam- einingarmálum væri hvergi minnst á afurðastöðvamar, þótt formaður teldi þær einn þátt í fjórskiptingu kerfisins. Rakti Aðalsteinn síðan starfað- stöðu afurðasölufélaganna, sem væri erfið. Taldi hann birgðastöðu um hver mánaðamót nokkuð tortryggi- lega ef salan í ágúst yrði svo tvöföld mánaðarsala. Hann studdi tillögu frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.