Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 19

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 19
Þyngdarflokkar Heimilt er að merkja skrokka í þyngdarflokka eftir óskum slátur- leyfishafa eða kaupenda hverju sinni. Merking á sláturvörum á sláturstað Við gæðamat skal festa merkimiða tryggilega á hvem skrokk eða hluta úr skrokk. Á miða skal skráð skýmm stöfum nafn eða skammstöfun slát- urleyfishafa og númer sláturhúss þar sem slátrað er, ásamt tegundarheiti kjötsins og gæðaflokksmerki. Kjöt- matsformaður staðfestir gerð og frá- gang merkimiða og ákveður letur- gerð. Á merkimiða skal einnig stimpla sláturdag og ár. Heimilt er að prenta viðbótarupp- lýsingar á merkimiðann, t.d. strika- númer, fallþunga, nafn innleggj- enda, býlisnúmer og nafn kaupenda. Heimilt er að nota litamerkingar til að aðgreina fituflokka, þ.e.; 1 = ljósgrænn, 2 = ljósblár, 3 = hvítur, 3+ = dökkblár, 4 og 5 = dökkgrænn. Þegar sláturleyfishafi og heild- sölufyrirtæki afgreiðir kjöt í heilum skrokkum, helmingum, fjórðungum eða niðurbrytjað, er skylt að láta fylgja hverju stykki eða pakkningu 1. tafla. Holdfylling og vaxtarlag dilkaskrokka. Stafur Holdfylling Lýsing___________________________________________ E Ágæt Allar útlínur mjög kúptar Læri: Ágætlega fyllt Hryggur: Ágætlega breiður og fylltur Frampartur: Ágætlega fylltur U Mjög góð Utlínur að mestu kúptar Læri: Vel fyllt Hryggur: Vel fylltur Frampartur: Vel fylltur R Góð Utlínur að mestu beinar Læri: Jafnfyllt eða góð Hryggur: Jafnfylltur Frampartur: Jafnfylltur O Sæmileg Útlínur nokkuð íhvolfar Læri: Lítillega innfallin Hryggur: Skortir breidd og fyllingu Frampartur: Smár. Skortir fyllingu P+ Rýr Útlínur allar íhvolfar Læri: Innfallin Hryggur: Smár, innfallinn, með útistandandi beinum Frampartur: Smár, flatur, með útistandandi beinum P Mjög rýr Útlínur allar íhvolfar eða mjög íhvolfar Læri: Innfallin eða mjög innfallin Hryggur: Smár, innfallinn, með útistandandi beinum Frampartur: Smár, flatur og með útistandandi beinum 2. tafla. Fituflokkar lambakjöts Þykkt fitu 11 cm frá miðlínu hryggjar við næstaftasta rif. Fita utan á skrokkum og í brjóstholi. Fituflokkar Utan á skrokk Brjósthol 1 Mjög lítil fita Síðufita <5mm Vottur af fitu eða engin sýnileg fita. Vottur af fitu eða engin sýnileg fita á milli rifja. 2 Lítil fita Sfðufita <8mm Þunnt fitulag þekur hluta skrokksins nema helst á bógum og lærum. Vöðvar sjást greinilega á milli rifja. 3 Eðlileg fita Síðufita <11 mm Skrokkur allur eða hluta þakinn léttri fituhulu. Aðeins meiri fitusöfnun við dindilrótina. Vöðvar sjást enn á milli rifja. 3+ Mikil fita Skrokkur að mestu leyti þakinn Fitusprenging í vöðvum á milli Síðufita <14 mm fituhulu. rifja. 4 Mjög mikil fita Skrokkur að mestu leyti með þykkri Fitusprenging í vöðvum á milli Síðufita <18 mm fituhulu, sem getur verið þynnri á bógum og lærum. rifja. Áberandi fita á rifjum. 5 Óhóflega mikil fita Mjög þykk fituhula á öllum skrokk. Vöðvar milli rifja fitusprengdir. Síðufita>18 mm Greinileg fitusöfnun. Óhófleg fitusöfnun á rifjum. Leyfileg frávik frá ofangreindum fitumörkum eru ±1 mm eftir fítudreifingu skrokksins eftir nánari fyrirmælum kjötmatsformanns. Freyr 2/98 - 19

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.