Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 4

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 4
Ritstjórnargrein Fyrirbyggjandi starf í heilsugœslu í dreifbýli Alkunnar eru þær þrengingar sem íslenskur land- búnaður býr við um þessar mundir. Þær birtast ekki einvörðungu í því að bæir fari úr byggð, heldur ekki síður í því að fólki fækkar á bæjum jafnvel j allt niður í tvær manneskjur eða eina. Ekki þarf að fara í grafgötur um að þessu ástandi fylgir mikið sálrænt álag. Langvinnur áróður um það að landbúnaður sé baggi á þjóðfélaginu og að hagkvæmast væri að flytja inn sem mest af búvörum er einnig sálardrepandi fyrir þá sem þessa framleiðslu stunda og vilja vera góðir þegnar lands og þjóðar. Öðru hvoru hafa heyrst raddir um að sálgæslu í land- búnaði þurfi að gefa meiri gaum án þess að nokkuð áþreifanlegt hafi gerst í þeim efnum. í öðrum löndum er betur að þessu staðið. Þannig gat nýlega að lesa í Bondebladet, málgagni Bændasamtaka Noregs (Norges Bondelag), frásögn af námskeiði sem þar hafði verið haldið fyrir þarlenda ráðunauta í land- búnaði um hlutverk ráðunautarins sem trúnaðarmanns bóndans. Námskeiðið var á vegum stofnunar þar í landi sem nefnist Landbrukshelsen, en hún gegnir því hlutverki að annast fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu í norskum landbúnaði í samstarfi við Heilsuvernd starfsmanna á hverju umdæmi. Heilsuvemd starfsmanna er opinber stofnun sem er að finna á öllum Norðurlöndum nema íslandi og hefur verið starfrækt í þessum löndum um langt árabil. í lög- um nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er að vísu kveðið á um að fyrirtæki skuli koma á fót heilsuvemd starfsmanna sinna og semja við } heilsugæslustöð eða sjúkrahús í því skyni, en í raun hefur þetta lagaákvæði ekki komist í framkvæmd hér á landi. í þessum efnum hefur Island þannig setið mjög j eftir í samanburði við hin Norðurlöndin. í Noregi, eins og hér á landi, er mesta breytingin, sem orðið hefur innan landbúnaðarins á síðustu áratug- um sú að áður var fjölmenni á bæjum en nú er þar fátt í heimili og fólk einmana. Þetta hefur leitt til mjög rót- tækra breytinga í lífí fólks, frá ríkri félagslegri sam- kennd, til einveru og einmanaleika. Aður sat fjöldi manns til borðs á matmálstímum, nú situr bóndinn þar oft einn. Fjallað var um þann feril sem fólk gengur í gegnum þegar kreppuástand skapast. Það getur orðið við hús- bruna, gjaldþrot, sambúðarslit, dauðsfall eða jafnvel að áburðarkjallarinn hafí látið sig. Eftir fyrsta sjokkið koma viðbrögð. Ef þau koma ekki, svo sem reiði, örvænting eða vonleysi, er erfiðast að glíma við ástandið. Næsta skerf í átt til endurhæf- ingar er „viðgerðarskrefið" og að lokum kemur skrefið til nýrrar stefnumörkunar í lífinu. Það að manneskja, sem hefur orðið fyrir áfalli í lífí sínu, taki því að því er virðist eins og ekkert sé, er að jafnaði ekki til bóta. Fjallað var um nokkur mikilvæg atriði fyrir ráðunaut sem skyndilega stendur frammi fyrir erfiðum kringum- stæðum einstaklings sem hann starfar fyrir. Þar var lögð áhersla á að ráðunauturinn bregðist við með opn- um huga, eðlilegri framkomu og kurteisi. Nokkur góð ráð fylgdu einnig, svo sem: * Takið með þolinmæði sterkri og oft óraunsærri tján- ingu, tilfmninga. * Engar ásakanir - hvað sem raular og tautar. * Hlustaðu meira en þú talar, taktu vel eftir því sem sagt er og bentu á hagnýt atriði til hjálpar, þegar það á við. * Líttu ekki á aðstæðumar sem "sjúklegar". Vertu nærstaddur, en án stórra orða. * Veltu fyrir þér hvar þú átt að koma til hjálpar, á heimilinu, í bankanum eða t.d. hjá almannatrygg- ingunum. * Snúðu spumingu til baka, þ.e. ef þú t.d. ert beðinn um álit þá spurðu um álit spyijandans. * Treystu innsæi þínu. Leyfðu þögnum að koma upp í samtalinu án þess að rjúfa þær of fljótt. * Gerðu ekki sársaukann í kringumstæðunum að þín- um eigin sársauka. Hugsaðu um þín eigin viðbrögð og hve særður þú getur sjálfur orðið. Bent var á að ráðunauturinn geti komið af stað breyt- ingaferli í rétta átt, en hann á ekki sjálfur að fara í hlut- verk sálfræðings eða fjölskylduráðgjafa. Hlutverk ráðunautarins getur hins vegar verið að fá viðkomandi til að leita sér hjálpar. Fram kom að bæði á heilbrigðisstofnunum og innan lögreglunnar ræði starfsmenn saman um vandmál, sem þeir kynnast, og að eðlilegt sé að ráðunautar geri það líka, að sjálfsögðu sem trúnaðarmál. f Noregi er litið á starfsemi sem þessa eðlilega og brýna í starfi ráðunautarins. Ráðunautar í landbúnaði hér á landi em einnig vel kunnugir þessum málum úr Frh. á bls. 39. 4 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.