Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 9

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 9
En ef við búum við góða fram- leiðsluhœtti, er það þá ekki okkur til framdráttar að fá það staðfest? Jú, við verðum að gera það, fólk verður að vera upplýst um það hvað býr að baki okkar vöru, miðað við þar sem hlutimir em ekki í lagi, að slepptum áðumefndum hrollvekj- um, heldur yfirleitt þar sem búfénu og náttúmnni er misþyrmt. En ekki kemur öll gæðastýring, sem sett er á okkur, að fullum notum, svo sem nýtt kjötmat. A.m.k. sé ég að DIA dilkakjöt er auglýst á ýmsu verði. Þá er mismunur á mati milli slátur- húsa mikill. Þetta mat hefur ekki skilað okkur, sem stöndum í ræktun fjárins, neinu og flestum lægra verði. Þannig að þetta verður að endurskoða og skila sér til neytenda en til þess vom refimir skomir, eða var það ekki? Enn sem komið er liggur aðeins fyrir almenn ákvörðun um gœða- stýringu í sauðfjárrœkt en öll út- fœrsla er eftir. Gæðastýringarþátturinn í nýja sauðfjársamningnum kemur þessu máli raunar ekkert við. Mér finnst ekki vera tekið á réttum hlutum þar. Þar er fyrst og fremst verið að tala um ofbeit. Og skilgreiningin á ofbeit er í munni ýmissa, sem að þeim málum koma, alltof þröng og nánast það að kind bíti gras. Sauðfé hér á landi hefur fækkað um hátt upp í helm- ing á sl. 20 ámm og vetr- arbeit er engin núna og fé er lengur í heimahögum á vorin en áður. Ef ekkert á að horfa á þetta, heldur loka bara af- réttum, þá er það ekki gæða- stýring. Gæðastýring er að nota ekki hormóna og fúkkalyf, ofnota ekki illgresiseitur og tilbúinn áburð, sem þekkist ekki hér á landi, og vera í vandræðum með að koma í ló búfjáráburðinum, einkum frá svína- og kjúklingabúum. í hefðbundnum búskap hafa íslenskir bændur nóg land undir allan sinn búfjáráburð. Um alla Vestur-Evrópu verður hver bóndi að hafa nægilega akra undir allan búfjáráburð, sem þar fellur til, reiknað í gripum á hektara. Það á einnig við svína- og hænsnabú. Nú eru hér á Suðurlandi, einkum á móbergssvœðinu, þ.e. hér í Rang- árvallasýslu, öndverðastar skoðan- ir bœnda og Landgrœðslunnar um nýtingu afréttanna. Hvemig viltu haga meðferð á afréttum hér um slóðir? Ég get ekki sagt annað en það að bændur hafa verið mjög meðvitaðir um það að ganga ekki á landið. Auðvitað, þegar kemur eldgos og aska fyllir hér allar lautir, þá sjást svakaleg merki þess, en hér á afrétti hjá okkur er tiltölulega gott ástand. Það eru þar öskublettir sem em það hátt yfir sjó að þó að þeir væm frið- aðir í hundrað ár þá gróa þeir ekki upp. Ég sé ekki að neinu breyti hvort sauðfé er beitt þar eða ekki. Þetta er aska sem hleypir í gegnum sig allri úrkomu og liggur auk þess hátt yfir sjó þar sem vaxtarskilyrði gróðurs eru takmörkuð. Að loka afrétt út af svonalöguðu hefur eng- an tilgang. En eru þarna rofabörð sem er að fjúka úr? Það er alls staðar hægt að finna rofabörð þar sem vatn hefur grafið sig niður og vindurinn heldur síðan áfram eyðingunni. Það gerist jafnt hvort sem sauðfé er þama eða ekki. En sauðféð býr ekki til rofabörðin, ég held að það sé algengur mis- skilningur vegna kvikmyndatöku Omars Ragnarssonar, öðmm frem- ur, af sauðfé sem liggur undir rofa- börðum, þar sem það leitar sér skjóls. Þú óttast þá hvemig útfœrslan verður á þessum þœtti gœðastýr- ingarinnar í nýja sauðfjársamn- ingnum? Já og ég skal reyna að útskýra hvað ég á við. Þegar ég var í Astralíu þá var ég beðin að koma í bamaskóla og segja krökk- unum frá Islandi. Þegar kennarinn hafði kynnt mig og bent á ísland á kortinu þá rétti einn lítill rauðhærður naggur snöggt upp höndina og segir. Emð það ekki þið á Islandi sem emð að út- rýma hvalnum? Hefur þú heyrt það, sagði ég. Já, svaraði hann. Ég sagði þá að ég hefði heyrt að í Ástra- líu væm engar kengúmr því að Ástralir væru búnir að skjóta þær allar. Það hnussaði í öllum bekknum því að kengúmr em þama mikil plága. Þetta eru litlar gráar kengúrur, sem geta þó orðið á stærð við mann ef þær reisa sig upp, en má líkja við hrefn- una hjá okkur. Það er fullt af gráu kengúmnni þama og Snoðrúningi nýlokið. (Freysmynd). FREYR 7/2000 - 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.