Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 14

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 14
RÁÐUNAUTAFUNDUR 2000 Verktaka og samnýting véla í búrekstri Inngangur Hlutur véla og tækja við búrekst- ur er mikill. Af eignum meðalbús búreikninga árið 1998 voru vélam- ar 21%, hlutur þeirra í heildaraf- skriftum var 51%; í fjárfestingum var hlutur vélanna 62% og 13% í breytilegum kostnaði (Hagþjónusta landbúnaðarins 1998). Bændur leita ýmissa leiða til þess að draga úr búvélakostnaðinum. I aðalatrið- um felast þær í tvennu, að gæta hófs í vélakaupum og að nýta sem best þær vélar sem keyptar eru. í þessu erindi verður einkum fjallað um nýtingu vélanna og það hvemig draga megi úr kostnaði búanna vegna vélahalds. Vélvæðing búanna Aldarþróun bútækninnar hefur einkennst af stöðugri afkastaaukn- ingu hinna ýmsu vinnuvéla. Hefur hún haldist í hendur við árvaxandi afl dráttarvéla, svo og umbætur í hönnun og vinnulagi vélanna. Sennilega hefur meðalbússtækkun hérlendis síðustu árin ekki haldið í við afkastaaukningu búvélaflotans. Alvömmál, ef svo er, þvt að þá hef- ur safnast upp vannýtt fjárfesting. Rannsókn á notkun og kostnaði við heyvinnuvélar, byggð á gögnum frá árinu 1996, benti til að svo væri (Daði Már Kristófersson og Bjami Guðmundsson 1998). Við vélvæðingu er hugtakið kjör- tímakostnaður mikilvæg viðmiðun. Kostnaðurinn - beinn og óbeinn - sem hlýst af drætti verks er veginn á móti þeim kostnaði sem leggja þarf í til þess að flýta verkinu (sjá m.a. Witney 1988). Búverk eru misháð tíma, þau eiga sér mis- glöggan kjörtíma. Athugun Eiríks Blöndal (1998) benti til þess að eftir Bjarna Guðmundsson ré og %i\ Baldur Helga Benjamínsson, Landbúnaðar- háskólanum 'Jí f á Hvanneyri kjörtímakostnaður við heyskap hér- lendis sé ekki líklegur til þess að réttlæta umtalsverða viðbót fjár- festinga í afkastagetu heyvinnu- véla. Þetta er mikilvægt íhugunar- efni í ljósi þess að mestur hluti fjár- festinga í búvélum er tengdur hey- öflun. Sakir þess hve árlegur nýtingar- tími flestra búvéla er skammur munar mjög um fasta kostnaðinn í fari þeirra - dæmi em um að hann sé til muna meiri en rekstrarkostn- aðurinn. Ákvörðunin um kaup veg- ur því oft(-ast) þyngra í búvéla- kostnaðinum en það hvemig vélin er notuð. Dæmi um það má raunar sjá í niðurstöðum búreikninga (Hagþjónusta landbúnaðarins 1998), þar sem fram kemur að rekstur búvéla svaraði til 44% véla- afskrifta á kúabúum en 56% á sauð- fjárbúum. Tölulega verður ekki annað greint en að bændur séu að auka vélastól sinn - sé miðað við hlut- fallið á milli fjárfestinga í búvélum og afskrifta af þeim, sjá 1. mynd. Á árinu 1998 virðast kúabændur þó hafa hægt á fjárfestingum sínum ef marka má búreikninga. Ekki er óeðlilegt að hlutfallið fjárfesting/afskriftir vaxi, sé til dæmis verið að auka vélvæðingu til 2,50 1997 1998 □ kúabú gsauðfjárbú ■ blönduð bú blönduð bú sauðfjárbú kúabú 1. mynd. Hlulfallið jjárfesting/afskriftir á meðalbúum árabilið 1996-1998. Myndin er byggð á tölum úr búreikningum (Hagþjónusta landbúnaðarins). 14 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.