Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 22

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 22
RÁÐUNAUTAFUNDUR 2000 Niðurfelling búfjáráburðar með DGI-tækni Tildrög Ýmsar ástæður eru fyrir því að þessi tækni var tekin til sérstakrar skoðunar hjá bútæknideild RALA á undafömum tveimur ámm. Fyrst er til að taka að meðhöndlun og meðferð búfjáráburðar hefur breyst mjög mikið á umliðnum áratugum. Breytt framleiðslutækni við búskap- inn hefur leitt til þess að búfjár- áburðurinn er einsleitari gagnvart geymslu og meðhöndlun. Ástæður fyrir þeirri framvindu eru af ýmsum toga. Má þar nefna að þróunin hefur verið yfir í stærri rekstrareiningar og notað er kjammeira fóður, en það leiðir oft til að þurrefnisinnihald áburðarins er minna en áður var. Samtímis þessu hefur verið leitast við að hagræða við reksturinn, reisa byggingamar með öðmm hætti og gjarnan í þá veru að nota megi sam- eiginlegan geymslustað og tækni fyrir allan búfjáráburð. Má í því sambandi nefna notkun opinna geymslutanka í þeirri viðleitni að draga úr tilkostnaði. í annan stað er víða erlendis lagt mikið kapp á að þróa tækni sem nýtir lífrænan úrgang sem best, hvort sem það er búfjárburður, úr- gangur frá heimilishaldi eða iðnaði. Lögð hefur verið mikil vinna í að þróa tækni sem byggir á þeirri hugsun að framleiðslukerfin (búin) séu sem mest lokaðar einingar. Það er gert til að draga sem kostur er úr mengun umhverfisins, leggja áherslu á sjálfbæra framleiðslu og jafnframt draga sem kostur er úr óþægindum sem fólk í næsta ná- grenni við reksturinn verður fyrir, t.d. lyktarmengun. Með þessi við- horf að leiðarljósi hefur DGI-tækn- in verið í þróun í Noregi síðastlið- inn áratug. eftir Grétar Einarsson °9 Lárus Pétursson, Rannsókna stofnun land- búnaðrins, bútækni- deild í þriðja lagi má bæta við að al- menn reynsla og tilraunir hafa í flestum tilvikum sýnt að rétt nýting búfjárburðar hefur ræktunarlega séð bætandi áhrif á jarðveginn. Eldri niðurfellingartækni hefur á hinn bóginn ekki þótt sérlega að- gengileg, hvorki hvað snertir vinnslu, afköst eða kostnað. Tækjabúnaðurinn - „DGI“ Tækjabúnaðurinn er hannaður af norska fyrirtækinu MOI, A/S í sam- vinnu við Landbúnaðarháskólann að Ási í Noregi og hefur hann verið í þróun í nær áratug. Aðferðin byggir á þvi að með háþrýstingi og þar til gerðum dreifibúnaði er áburðinum komið niður í 5-10 cm jarðvegsdýpt án þess að rista upp svörðinn, Direct Ground Injection, skammstafað „DGI“. Helstu hlutar búnaðarins eru stáltankur með burðargrind sem hvflir á tveimur gúmmíhjólum og mykjudæla sem fest er á dráttarbeislið og er drifin með drifskafti frá aflúttaki dráttar- vélar. Auk þess er á tanknum aftan- verðum tæki til niðurfellingar á bú- fjárburði, en það er tengt við burð- argrind tanksins með hraðtengi líkt og á þrítengibúnaði dráttarvéla. Tankurinn er af hefðbundinni gerð. Ofan á honum aftanverðum er op með loki sem er stjómað af hand- afli framan á tanknum við áfyllingu. Niðurfellingarbúnaður- inn samanstendur af fjórum niður- fellingareiningum eða sleðum. Á hverjum sleða em fimm niðurfell- ingargöt 12 mm í þvermál. Hver sleði er festur á 100 mm og 150 mm prófflramma sem er þvert á öku- stefnu tækisins, en þeir em lið- tengdir þannig að þeim má lyfta upp með vökvatjökkum. Þeir fá þá lóðrétta stöðu í flutningi. Barkinn frá mykjudælunni er tengdur inn á holrými prófflanna og flyst mykjan þannig að niðurfellingargötunum. Undir hverju gati eru 10 mm þykkir meiðar sem nema við yfirborð jarð- vegs í vinnslu. Búnaðurinn byggir á því að með háþrýstidælu, sem gefur 5-10 bör (1 bar = 1,00x105 Pa) er mykjunni þrýst um sérstaka stúta sem em við yfirborð svarðarins með um 30 cm bili. Mykjan fer í 5- 10 cm dýpt í slögum með reglulegu millibili. Við algengan ökuhraða em oft um 10 cm á milli slaga. Þannig smýgur mykjan niður í svörðinn og myndar þar eins konar „vasa“ án þess að skaða umtalsvert rótarkerfi plantnanna. Vinnslu- breidd tækisins er 6 m, en það er einnig fáanlegt með 3 m breidd. Vökvakerfi Vökvaúttök frá dráttarvél þurfa að vera að minnsta kosti fimm, þar af tvö bakrennsli. Eitt þjónar lýfti- búnaðinum á þrítenginu aftan á tanknum og annað til að lyfta nið- 22 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.