Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 25

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 25
tilvikum og sýna ótvíræðan ávinn- ing af niðurfellingunni. Sá mikli munur sem kemur fram á Vestri- Reynir um haustið getur að hluta til verið vegna þess að uppskera var mjög lítil og því verður hlutfalls- legur munur mjög mikill. Þá var gerð lausleg athugun með að blanda fræi í mykjuna og fella niður í kalin tún. Athuganimar vom gerðar á svæðum í Skagafirði, eink- um í Keldudal, síðastliðið vor. Undir lok ágúst var árangurinn skoðaður. Sáð var með þrennu móti, þ.e. sumarrýgresi í kalbletti, sumarrýgresi í gróið tún og vallar- foxgrasi í kalbletti. „Ekki voru gerðar uppskemmælingar en þar sem sumarrýgresi var sáð í kalbletti hafði það spírað vel og var kröftugt yfir að líta. Of langt var milli raða til að rýgresið gæfi fulla uppskem. Þar sem sumarrýgresi hafði verið sáð í gróið land var greinilegt að það hafði spírað því að rendur vom greinilegar. Hins vegar vom plönt- umar mjög ljósar og veiklulegar og höfðu greinilega orðið undir í sam- keppni við grasið og hlutdeild þess í uppskem var óvemleg. Mikið var af vallarsveifgrasi í túninu og end- urvöxtur þess (og þar með sam- keppnishæfni) var góður. Hugsan- lega hefði rýgresið staðið sig betur í síðslegnu vallarfoxgrasi. Þar sem vallarfoxgrasi hafði verið sáð í kal- bletti hafði það spírað vel og var kröftugt. Má segja að það hafí lok- að landinu enda ekki búið að slá það. Má telja líklegt að að vori reynist sáningin of gisin þannig að aðrar tegundir eigi greiða leið inn í túnið. Bráðabirgðaniðurstaða er því sú að við umrædd skilyrði virðist sáning með mykjunni takast vel í kalblettum þar sem fræplöntumar búa ekki við samkeppni. Sáning í gróið land gaf hins vegar ekki þann árangur sem til var ætlast“. (Rík- harð Brynjólfsson 1999). Önnur atriði Þar sem búfjáráburðurinn er felldur niður og situr í eins konar „vösum“ í jarðveginum er fremur DGI-tœki í notkun, tengd á 12.000 lítra mykjutank. lítil hætta á útskolun. Það kemur ekki síst til góða á hæðóttu landi, þar sem við hefðbundna niður- fellingu er hætta á rennsli eftir rás- unum og útskolun. Þá sýnir reynsl- an að nota má tækið á malarborinn jarðveg, jafnvel þótt hann sé smá- grýttur og að öll ummerki bæði á jarðvegsyfirborði og plönturótum séu tiltölulega lítil. Það virðist gefa ýmsa möguleika til uppgræðslu á ógrónu landi en ekki vannst tími til að gera athuganir á þeim vettvangi. Þess ber þó að geta að erlendis hef- ur komið fram að þar sem jarðveg- ur er mjög leirborinn og þurr geta skapast þær aðstæður að mótstaðan í jarðveginum verði búnaðinum of- viða og hann nái ekki að þrýsta áburðinum niður. I athugunum kemur fram að stjóma má áburðar- skömmtum nokkuð nákvæmlega og við bestu aðstæður fella niður allt að 80 m3/ha án þess að teljandi magn sé á yfirborði jarðvegsins, en búnaðurinn vinnur best ef skammt- amir em ekki meiri en 45 m3/ha (Morken 1998). Þá er einnig talið að útskolun bæði á yfirborði og niður í grunnvatnið sé í mjög litlum mæli. I Noregi hafa verið gerðar umfangsmiklar athuganir á að blanda ýmissi sáðvöm saman við áburðinn í tanknum. Það á við bæði um kom, grænfóður og grasfræ. Niðurstöðumar virðast lofa mjög góðu um árangur (Morken, 1998). Önnur atriði, sem áhugavert væri að kanna við okkar aðstæður, eru t.d. hvort niðurfelling að hausti, meðan tún em þokkalega yfirferð- ar, gefi svipaðan árangur og niður- felling að vori, þegar tún em hvað viðkvæmust gagnvart umferð og svigrúm til útaksturs takmarkað. Einnig þarf að kanna betur hvemig þessi dreifitækni fellur að lífrænni ræktun og hvort nýta megi hana betur en nú er gert, t.d. til upp- græðslustarfa, það mikla magn sem fellur til á stómm búum sem em með takmarkaða fóðurframleiðslu. Samantekt Tækjabúnaður til niðurfellingar á búfjáráburði var reyndur hjá bú- tæknideild RALA 1998-99. Hann er hannaður af norska fyrirtækinu MOI A/S í samvinnu við Landbún- aðarháskólann að Asi í Noregi og FREYR 7/2000 - 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.