Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 26

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 26
hefur verið í þróun í nær áratug. Aðferðin byggir á að með háþrýst- ingi og þar til gerðum dreifibúnaði er áburðinum komið niður í 5-10 cm jarðvegsdýpt án þess að rista upp svörðinn (Direct Ground In- jecktion, skammstafað „DGI“ tækni). Astæður fyrir þeirri þróun- arvinnu eru af ýmsum toga, s.s. að auka hagræðingu við reksturinn, þróun á tækni sem nýtir lífrænan úrgang betur og hefur jafnframt bætandi áhrif á jarðveginn. Þá er talið að megnið af uppgufun köfn- unarefnis í andrúmsloftið komi frá Akurlendi á jörðinni minnkar Alþjóðleg matvælarannsókna- stofnun, IFPRl, hefur látið fara fram umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á ástandi ræktunarlands í heiminum. Megin niðurstaða þeirrar rann- sóknar er að um 40% af ræktun- arlandi í heiminum er nær því að vera ónothæft vegna rányrkju og jarðvegseyðingar. Af þessum sökum hafa möguleikar til bú- vöruframleiðslu á jörðinni þegar minnkað um 16%. Þrír fjórðu hlutar af ræktunar- landi í Mið-Ameríku eru þegar nærri ónothæfir, og í Afríku hafa 20% af beitarlandi tapast og 10% í Asíu. Tap á jarðvegi og ræktunarað- ferðir sem ganga of nærri jarð- veginum eiga höfuðsök á núver- andi ástandi jarðvegs í Mið- Ameríku. í Asíu stendur mest ógn af flóðum, annars vegar, og að saltmagn eykst í jarðvegi við notkun á áveitum, hins vegar. í Afríku er aðalvandmálið lélegt næringarástand og áburðarskort- ur. Skemmdir á jarðvegi eru einnig mikið vandamál í Suður- Ameríku. (Lcmdbygdens Folk nr. 22/2000). framleiðslu á landbúnaðarvörum og að stjómvöld muni leggja aukna áherslu á að ráða bót á því. Dýpt niðurfellingarinnar ræðst bæði af dæluþrýstingnum og þéttleika jarð- vegsins. Áburðar-„vasamir“ sem myndast eru 7-8 cm langir (lang- snið) og um 2 cm breiðir (þver- snið). Magn áburðar svarar oft til um 45m3/ha. Einnig var aðeins kannað hvemig til tekst með niður- fellingu á smágrýttum melum. Eng- in vandkvæði virtust vera á því en greinilegt er að grjótið má ekki standa sem neinu nemur upp úr yfirborðinu. Niðurfellingin ein og sér tekur aðeins um 0,5 mín. á tonn. Nettó afköstin við niðurfellinguna mældust því sem svarar til um 6,2 tonna af þurrefni á klst. miðað við 5-6% þurrefni. Til að ná hámarks- dýpt þarf um 90 kW dráttarvél, en á minni hraða dælunnar nægir um 75 kW. Erlendar rannsóknir benda til að minnka megi tap af ammóníaki um 70% með DGI-tækni. Ennfrem- ur að aflþörfin minnki um 50% miðað við hefðbundnar aðferðir og engar teljandi skemmdir verði á sverðinum. Einnig kemur fram að við vatnsblöndunina færist meiri hluti áburðarins af ammóníakformi yfir á ammoníumform, sem er að- gengilegra fyrir plöntumar. Lagðar vom út tilraunir með DGI-tækið meðan það var í prófun. Þær sýna í öllum tilvikum ótvíræðan ávinning af niðurfellingunni. Lausleg athug- un var gerð með að blanda sáðvöru í mykjuna og fella niður í kalin tún. Bráðabirgðaniðurstaða er að „sán- ing“ með mykjunni virðist takast vel í kalblettum þar sem fræplönt- umar búa ekki við samkeppni, en of langt er á milli raða. Önnur atriði sem áhugavert væri að kanna við okkar aðstæður er t.d. hvort niður- felling að hausti, meðan tún em þokkaleg yfirferðar, gefa svipaðan árangur og niðurfelling að vori þeg- ar tún em hvað viðkvæmust gagn- vart umferð og svigrúm til útakst- urs takmarkað. Einnig þarf að kanna betur hvemig þessi dreifi- tækni fellur að lífrænni ræktun. Þakkarorð Við framangreindar athuganir hafa margir aðilar veitt aðstoð. Fyrirtækið Ingvar Helgason hf. lagði til tækja- búnaðinn meðan á athugunum stóð, en það er umboðsaðili hér á landi. Framleiðnisjóður og Áform - átaks- verkefni veittu fjárhagsstuðning til framkvæmdanna. Landbúnaðar- háskólinn á Hvanneyri lét í té aðstöðu og veitti faglega aðstoð, einkum þeir Bjami Guðmundsson og Ríkharð Brynjólfsson, og nemendur tóku þátt í framkvæmd tilrauna. Þá veittu ennffemur aðstöðu og aðstoð bændur í Mýrdal sem stunda lífræna ræktun, auk þess Haraldur Benediktsson, Vestri-Reynir, og Þórarinn Leifsson, Keldudal. Öllum þessum aðilum em færðar bestu þakkir. Heimildir ECETOC 1994. Ammonia emissions to air in Westem Europe. ECETOC Technical Report No. 62, Belgium. Hol, J.M.G. & Huijsmans, J.F.M. 1998. Mogclijkheden voor hogedruk mestinjector. Landbouwechnisatie 49(6/7): 22-23. Jóhann B. Magnússon 1992. Nám- skeið um búfjáráburð. Haldið á Hvann- eyri 31.03. Veggspjald (poster). Jón Ólafur Guðmundsson & Ríkharð Brynjólfsson 1985. Skýrsla um störf Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1982-1984. Fjölrit RALA nr 110: 55-56. Morken, J. 1991. Slurry application techniques for grassland: effects on herb- age yield, nutrient utilization and amm- onia volatilization. Norwegian Joumal of Agricultural Science 5: 153-162. Morken, J. 1998. Direct Ground In- jection - a novel method of slurry in- jection. Landwards 53(4), Winter: 4-7. Morken, J. & Sakshaug, S. 1997. New injection technique - Direct Ground Injection (DGI). í: Ammonia and Odour Control from Animal Pro- duction Facilities (ritstj. Voermans, J.A.M. & Monteny, G.A.), 585-590. Morken, J. & Sakshaug, S. 1998. Field experiments on slurry application techniques. AgEng paper 98-E-14. Ríkarð Brynjólfsson 1999. Persónu- legar heimildir. 26 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.