Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 37

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 37
*sr.rfii&3g%!i! I! rflífírffvft-., ^TfllíÉMlMmMaMi'.iÍHf-fiiilííifílSrííííi nnr.n .— 3. mynd. Hœfdega þétt skjólbelti mynda betra skjól en ofþétt belti (Haukur Ragnarsson, 1990). stigshækkunin vegna hitalækkunar sem verður að nóttu til. Einnig má benda á að hitahækkunin er meiri fyrri part sumars en seinni (Sigfús Ólafsson, 1978). Hár hiti að degi og lágur að nóttu telst heppilegur fyrir efnisöflun plantna. Það eflir næringarnámið að deginum en dregur úr öndunartapi að nóttu (Óli Valur Hansson, 1983). Jarðvegshiti Ekki er nóg með að lofthiti hækki í skjóli heldur hækkar jarðvegshiti einnig. Minni uppgufun leiðir til þess að varmatap frá jarðvegi til | yfirborðs verður minna á skýldu svæði. Þetta leiðir til þess að varmi í sem flyst með inngeislun til jarð- vegs nýtist betur til þess að hita upp jarðveginn (Bjöm B. Jónsson o.fl., 1996). Gera má ráð fyrir að jarðvegshit- inn í 20 sm djúpu sniði hækki um 0,5-1°C yfir vaxtartímann á skýldu landi miðað við skjóllaust. Hita- ! aukning sem þessi örvar upptöku næringarefna, flýtir fyrir spímn og eykur virkni örvera og þar með næringarefnaumsetningu (Óli Valur Hansson, 1983). Þessar breytingar geta haft vera- [ leg áhrif á skilyrði nytjagróðurs. í mælingum í búveðurathugunum á tilraunastöðinni að Korpu kom í ljós 0,5°C munur á jarðvegshita á mel og mýraijörð skilaði 20 dag- gráðu spamaði við skrið byggs og betur þroskuðu komi sem samsvar- aði 100 daggráðu mun á sprettu- tíma (Rannsóknastofnun landbún- aðarins, 1996). Aukinn jarðvegshiti getur flýtt fyrir því að jörð verði tilbúin til vinnslu að vori að þeim forsendum gefnum að aukinn jarðvegsraki tefji ekki fyrir. Loftraki Minnkun vindálags dregur úr uppgufun raka frá jarðvegi og plöntum vegna minni loftskipta. Þessu fylgir meiri loftraki á skýldu svæði en óskýldu. Þetta getur verið þýðingarmikið á þurrari svæðum eða í þurra árferði. Minnkun á upp- gufun plantna er mælanleg á svæði sem nemur allt að tuttugu og fimm faldri hæð beltisins skjólmegin (Ólafur Njálsson, 1984). Vindálag veldur því að plöntur loka varaopum sínum til að veijast þurrki. Þetta dregur úr eimöndun og skerðir ljóstillífunargetu og efnanám gróðurs (Óli Valur Hans- son, 1983). Hitaaukningin sem verður í skjól- inu leiðir til minni rakamettunar lofts og þannig til aukinnar uppguf- unar. Vindurinn hefur þó meira að segja um uppgufunina en rannsókn- ir hafa sýnt að eimöndun plantna við sama hitastig eykst með auknu vindálagi (Ólafur Njálsson, 1984 eftir Mork, 1968). Hinn aukni loftraki í skjólinu er ekki í öllum tilfellum til góðs því að vel má ímynda sér að þurrkun heys gangi verr í skjóli en ella vegna lægra eimhungurs lofts. Þetta getur einnig haft áhrif á bráðnun skafla að vori og seinkað þannig mögu- legri jarðvinnslu eða umferð um þau svæði sem næst liggja skjólinu. Jarðvegsraki Á íslandi er skortur á jarðraka ekki útbreitt vandamál en þó eru ákveðin svæði sem hættir til þurrka sem rýra gildi þeirra til ræktunar. Dæmi um þetta era tún og akrar á [ hraunasvæðum en gropin berglögin orsaka hratt vatnshrip úr ofan- áliggjandi jarðvegi. Slíkt land þom- ar snemma að vori en hættir til að ofþoma (brenna) þegar líður á sum- arið. Vegna hægari uppgufunar frá ! plöntum og jarðvegi stuðla skjól- belti að jafnari vatnsbúskap (Óli Valur Hansson, 1983). Þrátt fyrir að hærri jarðvegsraki 4. mynd. Straumlínulöguð belti (a) draga síður úr vindi en þverhnípt belti (b) (Cabom, 1965). FREYR 7/2000 - 37

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.