Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 30

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 30
Strangar reglur gilda um merkingar áfóðri, en því miður hefur gengið illa að fá suma innflytjendur og fóðursala til að fara eftir þeim. (Freysmynd). merking á umbúðum er ekki á ís- lensku skal tryggja kaupanda til- svarandi upplýsingar á fylgiseðli á íslensku. Fylgiseðlar með lausri vöru skulu alltaf vera á íslensku. Eins og áður er getið er það síðan eitt af verkefnum Aðfangaeftirlits- ins að fylgjast með því að þessar merkingar séu réttar og að varan sé í samræmi við þær. Mikilvægt er að bændur og aðrir þeir, sem nota áburð og jarðvegsbætandi efni, fylgist vel með að sá áburður sem þeim er boðinn til kaups sé rétt merktur, þeir kaupi ekki áburð af þeim aðilum sem brjóta þessar regl- ur og tilkynni þá til Aðfangaeftir- litsins. Öllum sem flytja inn eða fram- leiða áburð ber að gefa Aðfanga- eftirlitinu upplýsingar um sölu hans og magn þess kadmíums sem flutt hefur verið inn. Samkvæmt núgildandi reglugerð skal vera minna en 50 mg kadmíum í hverju kg fosfórs (P), en væntanleg er ný reglugerð þar sem þessi mörk eru lækkuð í 10 mg Cd/kg P. Frumrit af yfirlýsingu um Cd-innihald ólífræns áburðar þarf að liggja fyrir áður en sala hefst og auk þess á samsvarandi yfirlýsing að fylgja tollskjölum hverrar einstakrar vörusendingar við innflutning og á öllum heildsölustigum og hefur kaupandi rétt á að sjá hana. Notkun nokkurra annarra efna í áburði er talin óæskileg og tak- mörkuð þ.á m. notkun urea (þvag- efnis) og klórs. Lífrænn áburður telst sá áburður sem er einungis úr dýra- eða jurta- ríki og hefur beint áburðargildi umfram önnur jákvæð áhrif sem kunna að skapast fyrir vöxt plantna. Hann þarf að innihalda a.m.k. 40% lífrænt efni í þurrefni. Allar vörur sem innihalda seyru, búfjáráburð, lífrænan úrgang og skyld efni ber að skrá hjá Aðfangaeftirlitinu og meðhöndla þannig að ekki valdi smithættu. Til að mega nota seyru að hluta eða að öllu leyti í áburð eða jarðvegsbæt- andi efni skal seyran fyrst hafa hlotið viðurkenningu til slíkra nota af viðkomandi heilbrigðisyfirvöld- um. Rétt er að vekja athygli á að skv. lögum nr 25/1993 og breyt- ingu á þeim er bannað að flytja inn húsdýraáburð og önnur ámóta efni, vegna hættu á að með honum berist dýrasjúkdómar. Landbúnaðarráðu- neytið getur að höfðu samráði við Aðfangaeftirlitið ákveðið gæða- mörk fyrir vörur sem falla undir verksvið eftirlitsins og unnar eru úr úrgangsefnum. Fóður Markmiðið með eftirliti er að á markaðnum sé ávallt heilnæmt fóð- ur til framleiðslu heilnæmra afurða á hagkvæman hátt, þar sem sérstakt tillit er tekið til umhverfísþátta og heilbrigðis dýranna sem neyta fóð- ursins og fólksins sem neytir bú- fjárafurðanna sem framleiddar eru af fóðrinu. Hafa ber í huga í þessu sambandi að fóður mengar, en búfé ekki. Eftirlit með fóðri er bundið í reglugerð nr. 650/1994, ásamt áorðnum breytingum, og eins og með sáðvöru og áburð er það hlut- verk Aðfangaeftirlitsins að sjá um framkvæmd hennar. Skráning þeirra sem flytja inn eða framleiða fóðurvörur og þess fóðurs sem fer á markað er í samræmi við það sem lýst er hér að framan. Eftirlit með fóðrinu felst síðan einkum í því að ganga úr skugga um að farið sé að ákvæðum reglugerðarinnar. Það er gert með úrtakseftirliti þar sem tekin eru sýni, en auk þess hafa fulltrúar Aðfangaeftirlitsins aðgang að tækjum og öðrum bún- aði sem notaður er við framleiðslu, geymslu, flutning og/eða sölu á fóðurvörum, þ.m.t. bókhaldi sem sýnir kaup, sölu og birgðir fóður- vara. Aðfangaeftirlitið hefur sérstakt eftirlit með óæskilegum efnum í fóðri og efnum sem aðeins má nota í takmörkuðum mæli. Þetta á við um flest aukefni sem notuð eru og forblöndur þeirra. Styrkleiki þessara aukefna í forblöndunum er yfirleitt meiri en leyfilegt er að gefa skepnunum beint og verður því að blanda þeim í annað fóður. Á þessu ári taka gildi hér á landi nýjar reglur um fóður og eftirlit með því sem hafa í för með sér talsverðar breytingar á innflutn- ingi og framleiðslu fóðurs. Meðal- þess sem þá breytist er að reglur um það hverjum má selja hvaða fóður verða hertar, þannig að til 30 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.