Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 36

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 36
Áhrif skjólbelta á vistþætti Með ræktun skjólbelta er hægt að hafa margs konar áhrif á vistþætti og breyta þannig lífsskilyrðum plantna og dýra. Með þessari grein er ætlunin að skýra í stuttu máli nokkrar þær breytingar sem verða á umhverfis- aðstæðum í skjóli og geta haft áhrif á vist lífvera. Vindhraði Megin tilgangur skjólbelta er að draga úr vindhraða, þ.e. að mynda skjól. Skjól er skilgreint sem hlut- fallsleg hraðaminnkun vinds í vissri hœð yfir jörðu vegna einhverrar fastrar hindrunar (Ólafur Njálsson, 1984 eftir Kuhlmann, 1976). Almennt séð draga ójöfnur lands úr vindhraða. Því er meiri vind- hraði við ströndina en inn til lands- ins en einnig má minnka vindhrað- ann enn frekar með skjólbeltakerf- um (1. mynd). Blási vindur homrétt á skjólbelti má gera ráð fyrir því að skýlda svæðið nái yfir þrítugfalda hæð (30xH) beltisins skjólmegin og allt að sexfalda hæð (6xH) áveðurs. (2. mynd Hæð og þéttleiki skjólgjafa ræður mestu um hæfileika hans til að draga úr vindi. Ophlutfall skjól- belta stjómar dreifíngu vindhraðans skjólmegin. Þétt skjólbelti gefur hlutfallslega mikið skjól á litlu svæði á sama tíma og hæfilega þétt belti mynda stærra skjólsvæði (Ole- eftir Ingvar Björnsson, Land- búnaðar- háskólanum á Hvanneyri t____í_____í Skjólbelti Skjólsvæöi 4--------------------- 10 - 20 km Vindátt Lottslag með minni vindhraöa Héraösskjólsvæöi 1. mynd. Landslagsskjól með skjólbeltakerfi (Olesen, 1979). sen, 1979). Sé skjólbelti of þétt myndast hætta á iðustraumum handan þess en æskilegast má telja að ophlutfallið sé um 35%-50% (5. mynd) (Ólafur Njálsson, 1984). Eiginleg breidd skjólbeltis hefur ekki áhrif á skjólvirkni þess. Þó getur verið um óbein áhrif að ræða þar sem breiddin hefur áhrif á þrif trjánna, hæðarvöxt, þéttleika og endingu. Þverskurðarlögunin hefur aftur á móti nokkuð um skjóláhrif skjólbelta að segja. Straumlínulög- un belta er óheppilegri en þverhnípt lögun (4. mynd) (Ólafur Njálsson, 1984). Stutt skjólbelti gefur hlutfallslega minna skjól en langt belti. Til þess að veita stöðugt skjól á stóm svæði verður lengd beltis að vera a.m.k. sem nemur tífaldri hæð þess (Ólaf- urNjálsson, 1984). Lofthiti Minni uppgufun frá jarðvegi og plöntum ásamt minni loftskiptum við kaldari loftmassa leiða til hækkunar hitastigs í skjóli (Olesen, 1979). Á skýldum svæðum hækkar loft- hiti um 0,5-2°C og nær hækkunin til svæðis sem spannar tuttugufalda hæð skjólgjafans. Á sólríkum dög- um getur hitaaukningin orðið enn meiri eða allt að 5 °C. Hækkun hitastigsins á daginn er hlutfallslega meiri en meðalhita- 2. mynd. Skjólúhrif skjólbelta sem prósent skjóls (Olesen, 1979). 36 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.