Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.2000, Side 16

Freyr - 01.07.2000, Side 16
tækninnar á 9. áratugnum varð nokkuð um sameign búa á tækjum til rúllugerðar. Dæmi urðu til um verktaka í greininni, sem fjölgaði er ferbaggavélar komu á hérlendan markað, enda afköst þeirra véla langt umfram þarfir meðalbús. Rannsókn Péturs Jónssonar (1993) sýndi að 70% kúabúa samnýttu vélar að meira eða minna leyti og 57% sauðfjárbúanna. Samnýting var algengari á stærri búunum. Al- gengast var að nýta saman tæki til jarðvinnslu svo og útaksturs og dreifingar á búfjáráburði. I ná- grannalöndum er vélasamvinna, - leiga og -verktakastarf víða útbreitt og þroskað form búverka (Ulvlund og Breen 1995). Þangað má því sækja gagnlegar fyrirmyndir. Kostir og gallar vélasamvinnu Almennt eru helstu kostir og gallar vélasamvinnu taldir vera þessir: Kostir Minni vélakostnaður Nýtískulegri vélar Meiri vinnugæði Góðar vélar - mikil afköst Öryggi - t.d. ef slys eða veikindi ber að höndum Faglegt og félagslegt samneyti Mikilvægt er að meta þessa þætti, hvoru megin sem eru, til verðs svo að tengja megi útgjöldum vegna vélafj árfestingarinnar. Form vélasamvinnu Við samrekstur og samnýtingu búvéla má fara ýmsar leiðir. Þessar eru helstar: 1. Óformleg vélasameign ná- granna, t.d. á rúllubindivél, mykjutækjum o.fl. Aðilar (eig- endur) eru fáir, formsatriðin einnig. Samskipti byggjast á gagnkvæmu trausti. 2. Vélaeign búnaðarfélags. Tæki til ráðstöfunar öllum meðlimum félagsins. Reglur um notkun og gjaldtöku ýmist formlegar eða óformlegar. Tækin oftast úr flokki einfaldari og endingar- betri véla (til jarðvinnslu, flutn- inga o.fl.). 3. Vélafélag. Formlegur félags- skapur (lögaðili) um vélaeign og -rekstur þar sem ljósar reglur hafa verið settar um alla þætti eignar, reksturs, viðhalds og geymslu sameignarvélanna. 4. Vélaverktaki. Fyrirtæki eins eða fleiri einstaklinga sem á og rekur tilteknar búvélar og býður vinnu sína fram gegn ákveðnu/um- sömdu gjaldi. 5. Vélahringur. Formlegur hópur bænda sem bjóða vélar sínar öðrum til leigu þegar þeir eru ekki að nota þær - gegn ákveðnu gjaldi. Miðlun véla er á hendi eins aðila. Leiðir 1-4 eru allar vel kunnar hérlendis, en 5. leiðin - vélahring- ir - er það ekki, þótt hún sé hins vegar vinsæl erlendis, t.d. í Þýska- landi og í Noregi þar sem hún þykir henta vel innan afleysingahópa bænda. Innlendar dæmisögur Með viðtölum var gerð könnun á reynslu nokkurra aðila af vélasam- nýtingu og verktakastarfí, einkum við heyskap (Baldur Helgi Benja- mínsson 1999). Rætt var ítarlega við einn búverktaka og tvo verk- tökuaðila, en auk þess tvo notendur þjónustunnar. Búverktakinn hefur þjónustuna að meginstarfi, en verk- tökubændurnir sinna henni með eigin búskap. Hvort tveggja flokk- ast undir 4. lið hér á undan. Helstu reynsluatriðin, sem fram komu í könnuninni, voru þessi: I. Reynsla verktaka A Félagslegir þœttir: ...Bændur ganga glaðir til þessa samstarfs, almenn ánægja með það. Akveðin félagsleg vakning hefur orðið meðal bænda sem sjá ýmsar tækninýjungar er þeim hugnast að Gallar Öðrum háður Lélegt viðhald - bilanir Meiri áhætta - tafir á verki Hætta á spennu á milli sameig- enda/-notenda hagnýta en telja sig ekki geta fjár- magnað kaup á eða nýtt með hag- kvæmum hætti ella. ...Verktaki bendir viðskiptavin- um sínum á að nýta fjármuni sem sparast við að nota þjónustu hans í að bæta vinnuaðstöðu í gripahúsum og á öðrum stöðum er bændur vinna langtímum saman, sem á móti getur verið liður í því að leysa vanda er tengist öflun vinnuafls til afleysinga. ... Verktaki leggur mikla áherslu á að viðskiptavinurinn sé ánægður með þá þjónustu sem honum er í té látin, gæði vinnunnar, fjárhagslega hlið mála og skipulagningu alla. Skipulagslegir þœttir: ...Mikilvægt að fá bændur til að slá nógu mikið í einu þannig að sem minnstur tími fari í milliferðir á degi hveijum. Afköst vélgengisins eru svo gríðarlega mikil. ...Meginatriðið er að vélin sé sem lengstan tíma við vinnu í einu. ...Verktaki bendir á að þjónustu- samningar við fasta viðskiptavini komi til greina en þeir verði þá að greiða þann kostnað sem af samn- ingunum hlýst. ...Verktaki telur að til að verk- takavinna sem þessi gangi upp þurfi að vera nokkurt þéttbýlt, ann- ars fari of mikill tími til spillis. Tœknilegir þættir: ...Afar mikilvægt er að hugsa verkferilinn frá upphafi til enda, að vélgengið passi saman, afköst tækj- anna séu í sem bestu innbyrðis samræmi, til þess að hámarka heildarafköstin. ... Verktaki leggur áherslu á mikil afköst og betri vinnugæði en tíðkast hjá bóndanum. Þetta er einkum mikilvægt þegar lagt er inn á nýjar brautir, að koma með eitthvað allt annað og meira en það sem tíðkast hefur hjá viðkomandi bónda. ...Eftir að ferbaggavélgengið var tekið í notkun er mun stærri hluti vinnunnar unninn á þeim tíma dags er best hentar til vinnu, þ.e. eftir að heyið hefur náð að þoma umtals- 16- FREYR 7/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.