Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.2000, Side 12

Freyr - 01.07.2000, Side 12
Frá Astralíu. Merínófé við rúning, órúið og rúið fé. sér um Norður-Ameríku og er mannskæð. Þegar ég var í Tansaníu í Afríku þá varð ég vitni að því þegar hun- angsflugur réðust á lítinn hund, Rodesian ridgebach hvolp, sem lá úti á hlaði. Hundinum var bjargað í það skipti með pensillíngjöf en þessar flugur ráðast á allt kvikt. Hvenær ráðum við við þessar genabreytingar og hvenær fara þær að ráða yfir okkur? Þetta er íhlutun í þróun sem á að taka langan tíma en við erum að gera þær á stuttum tíma, e.t.v. áratugum, og ég vil fara þama varlega. Þetta eru dýr, en hvað um erfða- breyttar jurtir? Maður óttaðist það ekki eins og fannst það ekki eins hættulegt, en hvað með þol gegn illgresislyfjum í nytjajurtum sem síðan berst í villi- gróður og getur þá vaðið yfir allt og ekkert getur drepið. Við erum að leika okkur með eldinn með þessu. Við skulum hverfa á heimaslóðir aftur. Þið eruð aðili að stœrsta búnaðarsambandi á landinu, Bún- aðarsambandi Suðurlands, sem aft- ur er ein af grunneiningunum í Bœndasamtökum íslands, hvað finnst þér um þetta ketfi okkar? Mér finnst að hver silkihúfan sé upp af annarri og að þetta sé orðið eitt allsherjar bákn. Þegar hver bú- grein eignaðist sinn félagsskap og átti þannig að verða faglegri og stéttarbaráttulegri, þá gerist það að gamla kerfið neitar að víkja fyrir því nýja. Öll völd eru áfram hjá BÍ og sauðfjárbændasamtökin hafa enn ekki fengið verkaskiptasamn- ing við Bændasamtökin af því að þau telja okkur ekki nógu skipu- lögð til að sjá um okkar mál. Hvað vilt þú þá hafa undir bú- greinasamtökum og hvað undir heildarsamtökum bœnda? Leiðbeiningaþjónustan, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri eiga að vera ein stofnun, með öflugt rannsóknar- og leiðbeininga- starf úti á landi. Eg ætla ekki að fara í skæklatog hvar höfuðstöðv- amar eiga að vera, helst vildi ég hafa þær í Gunnarsholti og Norð- lendingar helst á Akureyri en sem gamall Hvanneyringur þá slær hjarta mitt með Hvanneyri. Varðandi yfirstjómina þá vil ég að búgreinasamtökin kjósi alla full- trúa á búnaðarþing en búnaðarsam- böndin engan og að búgreinasam- böndin fari alfarið með sín mál en komi saman til að ræða málin einn til tvo daga á ári en ekki í heila viku eins og nú. Þannig hafa verkalýðs- félögin það. Þar verði fjallað um mál sem koma okkur öllum jafnt við, þ.e. jarðræktarmál, trygginga- mál og fleiri sameiginleg mál. Hvaða hlutverk cetlar þú þá bún- aðarsamböndunum ? Eg tel að þau hafi lokið hlutverki sínu sem slík en ráðunautaþjónust- an, sem þau annast, verði á vegum ráðunautamiðstöðva í hverjum landshluta, sem heyri undir áður- nefnda leiðbeininga-, rannsókna- og kennslustofnun. Telur þú þá ekki þörf á neinum landshlutabundnum félögum bœnda. Guðrún á úlfalda á ferð í Egyptalandi hjá Keopspíramídanum á leið út í eyðimörkina. 12 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.