Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 34

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 34
smáa samfélagi, þar sem lýðræðis- legar leikreglur eru í heiðri hafðar, mótast lýðræðislega hugsandi fólk, og mótun þess birtast síðan í hinu svokallaða fulltrúalýðræði í þjóð- legu og alþjóðlegu starfi. Lýðrœðislegur einstaklingur og umburðarlyndi. Það sem hér er gengið út frá er sjálfstætt hugsandi maður með hæfileika til að hlusta á aðra og meta viðhorf þeirra en jafn- framt ósk um að leita lausna, sem fullnægja meirihlutanum, hæfni til að viðurkenna niðurstöðu meiri- hlutans, jafnvel þótt viðkomandi sé annarrar skoðunar, (og alvarleg samviskuviðhorf krefjast ekki ann- ars) og hæfni til að rækja sameigin- legar borgaralegar skyldur á upp- byggilegan hátt. Þá má nefna um- burðarlyndi gagnvart ólíkum skoð- unum og viðurkenningu á þeim lýðræðislegu niðurstöðum sem teknar eru. Starfsreglur fyrir námið. Nám í hinu frjálsa fræðslustarfi félaga- samtaka er þegar í sjálfu sér dæmi um lifandi lýðræði og jafnframt góður skóli í lýðræði. Leshring er stjómað af þátttakendum og hann er skipulagður frá grunni fyrir virkt lýðræði, þar sem þátttakendur ákveða hvað tekið er fyrir, hvaða bækur og aðrar heimildir eru notað- ar og hvernig starfseminni er stjómað. Sérstök áhersla er lögð á að nýta reynslu þátttakenda. Um- ræður og skoðanaskipti em aðal að- ferðimar við námið. Það liggur í augum upp að hver þátttakandi styður og hjálpar öðmm. A stjóm- andanum hvflir að sjá um að mark- mið og þarfir hvers þátttakenda séu virtar. I námskeiðakennslufræði hefur, ásamt fyrirlestmm og umræðum í náminu, verið þróuð vinnuaðferð þar sem virk aðild þátttakenda er dregin fram með því að varpa fram spumingum og ná fram niðurstöð- um í framhaldi af þeim. Jafnframt er lögð áhersla á rétt þátttakenda til að hafa áhrif á það sem námið felur í sér. Það fer m.a. fram í nemenda- félögum fræðslustofnana og lýðhá- skóla. Námslýsingar, sem þátttak- endur vinna saman að, em einnig ein aðferð til að viðhafa lýðræði í námi. Starfsreglur fyrir samfélagið. Hið frjálsa fræðslustarf eflir hag þjóðfélagsins og vinnur með þörf félaga og samfélagsins fyrir aukna menntun. Lýðræðið eflist með því að samfélagið iðkar það sem það lærir (leaming by doing) og því að borgaramir styrki lýðræðisleg gildi og viðhorf, ásamt því að hvetja til ólflcra viðhorfa og ræða þau í sam- einingu. Þörfin fyrir að leiða fyrirtæki at- vinnulífsins í átt til að verða fræðslustofnanir hefur leitt til þess að lýðræðisleg vinnubrögð hafa á ný verið hafin þar til vegs. I Sví- þjóð hefur verð þróuð sértök lýð- ræðisleg aðferð til skoðanaskipta í stofnunum. Fyrirtækin em í sókn ef starfsfólk þeirra stundar sífellda nýsköpun, með þeirri hröðu símenntun sem þarf að eiga sér stað og því sveigj- anlega samstarfi sem þau búa yfir. Sköpun og nýbreytni koðnar niður ef fólk skynjar það að það geti ekki haft áhrif á vinnuumhverfi sitt. Þess vegna er lýðræði undirstöðu- atriði í framsæknu vinnuumhverfi, sem jafnframt kallar á nýja gerð stiómenda, sem eiga sér framtíðar- sýn. Frá hinu þjóðlega til hins alþjóð- lega. A Norðurlöndunum sérstak- lega átti þróun lýðræðisins sér stað hönd í hönd með framþróun hinna norrænu ríkja. Orðið ,fólk“ hefur margar merkingar, eins og fram kemur á áhugaverðan hátt í könnun Ove Korsgaard. Upphaflega vísaði það til almúgans sem andstæðu við hástéttina. Meðal annars vegna áhrifa almannafræðslunnar varð fólkið að þjóð sem stjómaði sér á sjálft, „demos“. Á Norðurlöndum, einkum og sér í lagi, hafa þjóðríkin, demos, og hið menningarlega sam- félag, etnos, mnnið saman í eitt. Þegar hin þjóðlega vitund vaknaði og þjóðrflcin urðu til fylgdi því umfangsmikil frjáls félagastarfsemi á hugsjónalegum gmnni og af því leiddi að orðið fólk hefur í raun orðið samheiti orðsins borgaralegt þjóðfélag (civilsamhalle). Þegar hagkerfið gerist alþjóðlegt verður jafnframt hluti af ákvarð- anatökunni alþjóðleg. Þar með verður til þrýstingur á að alþjóða- væða jafnframt stjómmálin. Til þess að það gerist þarf sjálfstjóm þjóðarinnar, demos, og menningar- samfélag þjóðarinnar, etnos, að leysa böndin sín á milli. Stjómmál- in rífa sig laus frá menningunni á sama hátt og þau rifu sig áður laus frá trúnni. Ove Korsgaard nefnir einnig að okkur beri nú að hafa samtímis stjóm á þremur ferlum; heimsvæðingu markaðarins, Evrópuvæðingu stjómmálanna og endurheimt þjóðemislegrar menn- ingar. Það má einnig tala um alþjóðlegt lýðræði. Þar yrði gert ráð fyrir evrópsku - öndvert hnattrænu - samfélagi. Þessir ferlar sækja mikl- ar breytingar jafnt til lýðræðislegrar starfsemi sem og til þeirra fræðslu sem styður hana. 3. Mat á eigin stöðu Fyrirsögnin vísar til Hvítbókar ESB, sem kom út fyrir nokkm og fjallar um þetta viðfangsefni. Þar er fjallað um hæfileikann til að meta eigin stöðu út frá breytingum á þjóðfélaginu, sem undirstöðu- hæfileika sem atvinnulífið hefur þörf fyrir. Sagt hefur verið að al- menn menntun nú á tímum sé fólg- in í þvx að við tileinkum okkur „landabréf ‘ af heiminum og út frá því getum við staðsett okkur sjálf og siglt inn í framtíðina, jafnframt því sem við tökum á okkur eigin ábyrgð okkar á heiminum. Áður fyrr gáfu hin stóm hug- myndakerfi okkur „landabréfið af heiminum" tilbúið á silfurfati. Nú á tímum verður hver einstaldingur að sjá sjálfur á huglægan hátt um þá 34 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.