Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 5

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 5
Eg vildi alltaf eiga heima í sveit Viðtal við Guðrúnu Stefánsdóttur f Hlíöarendakoti í Fljótshlfð Guðrún Stefánsdóttir í Hlíð- arendakoti í Fljótshlíð rekur fjárbú með fjölskyldu sinni. Hún gerði víðreist um heiminn á yngri árum og hefur kynnt sig í því að hafa skeleggar skoðanir á mál- um. Blaðamaður Freys sótti hana heim um síðustu páska og bað hana fyrst að segja á sér deili. Ég er fædd í Reykjavík árið 1959 og uppalin þar. Foreldrar mínir eru Stefán Jónasson húsasmíðameist- ari, ættaður frá Borgarfirði og Fá- skrúðsfirði, og Gerður Hulda Lár- usdóttir, ættuð úr Flóanum og Vest- mannaeyjum, hún dó á síðasta ári, en faðir minn lifir Ég á tvö syst- kini, eldri bróður og yngri systur. Ég varð gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og síðan fór ég að Hvanneyri og varð bú- fræðingur þaðan árið 1977. Eftir það fór ég í Tækniskólann í eitt ár og þaðan fór ég út til Skotlands og tók þar landbúnaðartæknifræðipróf frá Oatridge Collage árið 1979. Eftir það starfaði ég eitt ár hjá RALA sem aðstoðarmaður hjá Sig- urgeiri Þorgeirssyni í krufningum á sauðfjárskrokkum, en fór þá aftur utan og var fjögur ár við Landbún- aðarháskólann í Edinborg, East of Scotland College of Agriculture, og lauk þar kandidatsprófi árið 1983. Kemur þú þá heim? Ég vann öll sumur, sem ég var í skóla úti, hjá RALA, bæði á Korpu hjá Jónatan Hermannssyni og hans mönnum í komkynbótum og á haust- in, því að skólinn byijaði ekki íyrr en í október, uppi á Hesti. Þar kynntist ég m.a. Halldóri Pálssyni og Sigríði, konu hans, og það var ómetanleg reynsla að vera með þessu fólki. Þegar ég hins vegar lýk námi í Edinborg þá ákváðum við tvær vin- konur að fara í heimsreisu á vegum Samtaka ungra bænda, sem eru al- heimssamtök. Þessi samtök útvega ungu fólki starf í 6-7 mánuði á hverjum stað víða um heim. Maður fer sem einstaklingur en samt í hóp sem fer að vinna úti um allan heim. Astralir og Ameríkanar koma til Evrópu og Evrópubúar fara til þess- ara landa og oftast em þetta bænda- synir og -dætur. Það má reyndar geta þess að í námi mínu valdi ég mér þróunar- hjálp sem verkefni og það fólst í því að ég lagði sérstaklega fyrir mig fóðmn á Ayreshire-kúm og í tengsl- um við það dvaldist ég hálft ár í Tansaníu á býli þar sem voru mjólkurkýr af þessu kyni. Vinkona mín, sem var bresk, og ég ákváðum þama að fara fyrst til Astralíu og síðan til Bandaríkjanna og þar með hringinn í kringum hnöttinn. Við dvöldumst sjö mán- uði á hvomm stað, hvor á sínu bú- inu. Hlíðarendi í Fljótshlíð. Hvar varstu í Ástralíu ? Ég var á búi syðst í Suður-Astra- líu sem er eitt af fylkjum landsins, hjá ágætis hjónum. Þama er þurr- asti hluti þurmstu heimsálfunnar, en samt hægt að búa þar. Allt vatn er dælt upp úr jörðinni með vind- myllum og þama er slíkur snefil- efnaskortur í jarðvegi að ýmis efni, svo sem bór, kóbolt og kopar, þurfti að setja í vatnstrog búfjárins til að koma í veg fyrir snefilefnaskort hjá þeim. Maður fór vikulega á mótorhjóli með bursta, og burstaði upp trogin og setti í þau þessi snefilefni í leið- inni. Þá varð maður að vara sig á snákunum sem lágu í skuggsælu. Þama voru um 200 Shorthom kýr til kjötframleiðslu og 7000 ær og 2000 sauðir af Merinó-kyni sem haldin vom einkum vegna ullarinn- ar. Féð fór lifandi á stómm flutn- ingaprömmum til Arabalanda þar sem því var slátrað eftir trúarregl- um þeirra. Hjónin, sem ég var hjá heimsóttu mig hingað ekki fyrir löngu og þau (Freysmynd) FREYR 7/2000 - 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.