Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 8

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 8
/ einni kró er mislittfé. (Freysmynd). sauðburðinn. Árið 1999 var ekki gott komár hér um slóðir en þetta tókst vonum framar. Ef íslenskir kombændur byggju við sama styrkjakerfi og er í Noregi og ESB þá mundu íslensk- ir bændur framleiða allt kom sem þarf fyrir naut- gripi og sauðfé og jafnvel fleiri búfjártegundir. Túnstærð hér? Tún hér em um 35 ha að stærð. Þau em orðin nokk- uð gömul og við þyrftum að vinna þau upp, því að sáðgresi er horfið úr gömlu sléttunum. Vallar- foxgras þolir hins vegar illa beit og við yrðum að alfriða slík tún hér. Hins vegar virðist aldrei vera til nóg af túnum á vorin til þess að dreifa fénu. Eg held þó að komræktin og endumýjun túna fari að haldast í hendur hér hjá okkur. Það er þá fullur hugur ykkar að búa ykkar fjárbúi? Ja, það fer nú eftir því hvemig nýi sauðfjársamningurinn virkar. Hins vegar leggst hann ekki vel í mig. Mér líður eins og það sé búið að handjáma mig fyrir aftan bak og Landgræðslan haft mig í hálstaki. Hvað vildir þú hafa öðru vísi í samningnum? Ég hefði viljað hafa frjáls við- skipti með beingreiðslumar strax og sérstaklega finnst mér þetta bagalegt fyrir menn sem hafa orðið að loka fjósum sínum og hætta mjólkurframleiðslu eða fara ella út í dýrar nýbyggingar. Þessir menn hefðu getað notað byggingarnar fyrir sauðfé með tiltölulega litlum kostnaði. Þeim eru nú allar bjargir bannaðar og ungir bændur sjá ekki fram á að geta stækkað lítil bú og hætta. En ein hugmyndin með því að leyfa ekki frjálsa sölu á greiðslu- marki strax var að ná niður fram- leiðslunni. Já, það á að kaupa upp 45 þús. ærgildi og þar af að greiða síðan ár- lega andvirði 25 þúsund ærgilda út á framleiðslu en 20 þúsund ærgildi detta út. Hins vegar lítur þetta þannig út að sá sem selur ríkinu ær- gildi sín hann verður að hætta en ef frjálst framsal hefði verið leyft hefði verið hægt að hafa ákvæði um að sá sem seldi öðmm manni sín ærgildi hann yrði að hætta líka en annar hefði þá tekið við og í því felst innri hagræðing í greininni. Þeir sem eru með of lítil bú til að lifa af, t.d. undir 300 ærgildi, þeir fá ekki að stækka búin sín næstu þrjú árin þangað til frjáls sala verður leyfð þó að þeir vilji það og geti klofið það. I verðlagsgrundvelli fyrir sauðfé voru 440 ærgildi talin vera hæfileg bústærð fyrir fjölskyldu- búrekstur. Þegar svo frjálsa salan verður leyfð eftir þrjú ár verða beingreiðslur skertar um 22% vegna þess fjár- magns sem veitt verður út á gæðastýringu. Og hvaða viðskipti verða eftir þrjú ár þegar beingreiðslur hafa verið skertar og aðeins þrjú ár em eftir af samn- ingnum? Nú á að kaupa ærgildið á kr. 22 þúsund og ef ég ætl- aði að selja og hætta þá mundi ég gera það strax en ekki eftir nokkur ár þegar mikið minna fæst fyrir hvert ærgildi. Þannig að þó að það standi í samn- ingnum að frjáls sala verði leyfð eftir þrjú ár þá er í raun og vem búið að skella dymnum á nefið á okkur. Við framleiðum heldur ekki sauðfjárafurðir án beingreiðslna, það fram- leiðir enginn í Vestur-Evr- ópu matvæli án styrkja, hvað þá við hér norður á hjara veraldar. Þessir styrkir koma neytendum til góða í lægra verði á dilkakjöti en svína- og kjúklingabændur fá niðurgreitt kom erlendis frá. Hvað viltu segja um gœðastýr- inguna? Við íslendingar skiljum ekki gæðastýringu, við búum við heil- næm hágæðamatvæli þar sem nátt- úmnni er hvergi ofboðið. En það sem maður hefur séð erlendis, þar sem nautgripir em fóðraðir á þurrk- uðum hænsnaskít sem próteingjafa með votheyi vegna þess hve ódýrt það er og í Frakklandi kom svo upp enn verra dæmi á síðasta ári þar sem skólp var notað í svínafóður. Við verðum virkilega að gæta þess að hagræðingin ofbjóði ekki náttúmnni. 8 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.