Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 13

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 13
Guðrún í Montana í Bandaríkjunum á quarterbach smalahesti. Nei, ekki nema eins og fagfélög- in hafa nú þegar, En nú hafa ráðunautar búnaðar- sambandanna annars vegar sinnt leiðbeiningum en einnig gegnt ákveðnu eftirlitshlutverki fyrir stjórnsýsluna, hvað um þau verk- efni? Þau verkefni heyra undir land- búnaðarráðuneytið. Hefur ekki verið talað um að stofna eitthvað sem heitir Búnaðarstofa, sem á að sjá um alls konar eftirlitsstörf? Mér hefur heyrst að það geti verið hags- munaárekstrar ef sami maðurinn sé að gefa Ieiðbeiningar og sinna svo eftirlitsstörfum jafnframt. Ekki hafa búnaðarsamböndin tekið svo vel á forðagæslumálum þar sem úr- bóta er þörf. En þurfa ekki búgreinasamtökin einhvem sameiginlegan hatt eða regnhlíf þó að þau tœkju alveg við málum búgreina sinna? Jú, auðvitað þarf einhvem hatt, en bara miklu minni en núna. Þau gætu t.d. þurft að koma sér upp sameiginlegum hagfræðingum. Þú óttast ekki í þessu sambandi að innbyrðis átök milli búgreina mundu aukast? Átök em betri en andlegur dauði. Búnaðarfélögin í sveitunum eru mörg með litlu lífsmarki og búnað- arþing er ósköp kraftlítið. Við fjár- bændur sjáum um sauðfjárræktina, kúabændur um nautgriparæktina og aðrar búgreinar um sig. Menn með blönduð bú em svo bara í tveimur félögum. Á síðasta búnaðarþingi vom kúa-, svína og kjúklingabænd- ur og fleiri að samþykkja okkar samning sem mér fannst utan verk- sviðs þeirra. Eyrir ári kom út skýrsla um af- komu bœnda, sem gengið hefur undir nafninu „fátœkraskýrslan Hvemig leist þér á hana? Hún kom mér ekki á óvart. Við þá flötu skerðingu á sauðfjárkvót- anum sem gerð hefur verið á und- anfömum ámm þar sem fjárbændur misstu kvóta langt niður fyrir þau mörk að þeir gætu lifað af búum sínum, þá gat útkoman ekki orðið önnur. Auk þess hefur verð á kindakjöti staðið í stað undanfarin ár en hið sama verður ekki sagt um verð á aðföngum, en verð á þeim hefur hækkað eins og allt annað, ég tala nú ekki um olíuna. Hvað viltu gera í kjölfar skýrsl- unnar? Nefndin, sem samdi skýrsluna, lagði til að taka réttinn af þeim smæstu og binda hann við 120 ær- gildi að lágmarki. Þetta vakti svo mikil viðbrögð, m.a. hjá núverandi landbúnaðarráðherra, sem sagðist ekki vilja láta taka lamb fátæka mannsins. Það hefur verið lögð fram viljayfirlýsing Sjálfstæðis- manna og Framsóknarmanna, sem nú eru saman í ríkisstjóm, um að verulega þurfi að bæta stöðu sauð- fjárbænda. Ég get þó ekki séð að nýi samningurinn skili okkur telj- andi auknum tekjum. Fólk er í raun og vem í hlekkjum, það getur ekki lifað af búinu og það getur ekki hætt því að ekki geta allir selt jarðir sínar til tómstundabúskapar því að kaupendur vantar. Margir yrðu að ganga slyppir og snauðir frá eign- um sínum, fyrir utan það sem fæst fyrir kvótann. Hvað á þetta fólk að gera? Það em þónokkuð mörg býli, þar sem unglingar hafa orðið að hætta námi vegna peningaskorts. Þetta er landsbyggðarmál og á þessu verður að taka ef við ætlum að kalla okkur velferðarríki. Mérfinnst Fljótshlíðin afar falleg sveit áfögrum degi og búsœldarleg. Þú kemur úr þéttbýli en síðan verð- ur það hlutskipti þitt að búa í sveit. Hefðir þú óskað þér annars hlut- skiptis? Nei, ég fór í sveit sem bam í Ör- æfin til frænku minnar, Álfheiðar Einarsdóttur, og manns hennar, Sig- urðar Bjamasonar á Hofsnesi. Eftir það kom aldrei neitt annað til greina en að í sveit skyldi ég vera. Það er heldur ekki til betri staður til að ala upp böm heldur en í sveit. Bömin taka hér þátt í öllum störf- um og við gætum ekki verið án þeirra þó að þau séu ung og sam- einuð fjölskylda er mjög hamingju- söm fjölskylda. M.E. FREYR 7/2000 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.