Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 24

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 24
vélinni. Eftir sem áður verður að gæta sérstakrar varúðar þegar ekið er í halla þar sem ekki er hemlakerfi beintengt dráttarvélinni. Ganga þarf því sérstaklega úr skugga um að þungahlutföll á bremsuhjólum dráttarvélar séu í samræmi við reglugerðir. Tækið er á belgmiklum dekkjum m.t.t. þunga á flatarein- ingu. Á blautum spildum var ekki hægt að sjá að það sporaði umfram dráttarvélamar. Við losun nær dæl- an á mjög skömmum tíma fullum yfirþrýstingi. Hún er gerð til að skila allt að 10 loftþyngda þrýst- ingi. Til þess þarf eftir upplýsing- um framleiðenda um 90 kW drátt- arvél, en á minni hraða dælunnar nægir um 75 kW. Yfirleitt gekk við- stöðulaust að fella mykjuna niður, þar sem hnífamir sem hreinsa frá götunum á niðurfellingarmeiðunum gátu að jafnaði hreinsað frá þó að t.d. heyrusl væri í áburðinum. Hníf- unum er þrýst að götunum með fjöðrum og gefa því eftir ef of mik- ið safnast fyrir eða fastir aðskota- hlutir era á áburðinum. Stíflist göt- in alveg verður að losa viðkomandi meið frá og fjarlægja hindrunina, en einnig fasta hluti sem safnast kunna fyrir í prófílunum. Hreinsun- in er að jafnaði ekki vandkvæðum bundin. Tilraunir með niður- fellingu búfjáráburðar Árleg uppgufun af ammóníaki ár- ið 1994 í Vestur-Evrópu er talin hafa verið um 8,4 megatonn (mill- jón tonn) (Morken 1998). Um 90% af þessu magni má rekja til fram- leiðslu á landbúnaðarvörum. Megin hluti þess stafar frá gripahaldi og ennfremur að um 50% af uppguf- uninni verður við dreifingu á bú- fjáráburði. Einnig er álitið að köfn- unarefnishluti ammoníaksins geti í mörgum tilvikum gengið í samband við NOx sambönd. Það getur leitt til sýringar í jarðvegi, breytinga á samsetningu gróðurþekjunnar og ótímabærum skemmdum á mann- virkjum. Því er talið að stjómvöld muni leggja aukna áherslu á að þróa aðferðir til að draga eftir því sem kostur er úr þessum áhrifum. Á undanfömum áratugum hafa verið gerðar ijölmargar tilraunir með niðurfellingu búfjáráburðar, m.a. af framangreindum ástæðum. Frá sjónarhóli búrekstrarins hafa menn auk framangreindra atriða reynt að ná bættri nýtingu köfnun- arefnis og jafnframt loftun jarð- vegsins. Einnig hefur verið bent á að draga megi úr spímn illgresis- fræja og dreifingu sníkjudýra. Ókostir, sem einkum hafa verið í umræðunni fram til þessa, em að búnaður til niðurfellingar hefur ver- ið fremur dýr og aflfrekur og nokk- uð seinvirkur. Ennfremur að hún hefur valdið tiltölulega mikilli opn- un á sverðinum og rótarskemmd- um. Með DGI-tækninni er reynt að komast hjá umræddum annmörk- um. 2. tafla. Niðurstöður uppskerumælinga við niður- fellingu. Hlutfallstölur. Staður Meðhöndlun Hvanneyri Árið eftir Vestri-Reynir Uppskerumælt Um haustið Árið eftir Engin meðhöndlun 100 100 100 Niðurfellt vatn 105 117 104 Yfirbreidd mykja 112 179 116 Niðurfelld mykja, DGI 118 204 129 P-gildi 0,02** 0,01** <0,01*** Dreifingartími 16.9.98 31.7.98 31.7.98 Dags. uppskemmælinga 17.7.99 17.9.98 13.7.98 í eftirfarandi umfjöllun verður lauslega vitnað í tilraunir af þessum vettvangi og þá reynt að einskorða það við samanburð á yfirbreiðslu og niðurfellingu með uppristun og á hinn bóginn DGI-tækni. Erlendar rannsóknir benda til að minnka megi tap af ammóníaki um 70% með DGI-tækni (Hol og Huijsmas 1998, eftir Morken 1998). Enn- fremur að aflþörfin minnki um 50% og engar teljandi skemmdir verði á sverðinum. Svipaðar niðurstöður komu fram við Landbúnaðarhá- skólann í Noregi (Morken og Saks- haug 1997), þar sem minnkun á ammóníakuppgufun var 62% á fyrstu 5 klukkustundunum með niðurfellingunni miðað við yfir- breiðslu og að fnykur við dreifmgu hvarf nánast alveg. Einnig kemur fram að við vatnsblöndunina færist meirihluti áburðarins af ammóníak- formi yfir á ammóníumform, sem er aðgengilegra fyrir plöntumar. Ennfremur kemur fram að uppskera á túni (grassland) eykst þegar þurr- efnisinnihald áburðarins minnkar (Morken og Sakshaug 1998). Af innlendum tilraunum má nefna að árið 1978 var á Hvanneyri lögð út tilraun með niðurfellingu (uppristun) búfjáráburðar (Ólafur Guðmundsson og Ríkharð Brynj- ólfsson 1985). Árangurinn var ein- göngu mældur í uppskemmagni. Mesti ábati var af meðhöndluninni fyrstu árin sem tilraunin stóð og fjögurra ára meðaltal sýndi um 23% meiri uppskem í samanburði við yfirbreiðslu árlega. Nokkum ábata virtist mega rekja eingöngu til uppristunar (loftunar) jarðvegs- ins. Lagðar vom út tilraunir með DGI-tækið meðan það var í prófun 1998-99 bæði á Hvanneyri og á Vestri-Reynir við Akranes. Helstu niðurstöður má sjá í 2. töflu. Tölumar sýna hlutfallslegar upp- skemtölur þar sem ómeðhöndlað er =100%. Breytileikinn var alls stað- ar mikill, m.a. vegna þess að til- raunalandið var ekki einsleitt. Það dregur úr áreiðanleika niðurstaðna, en þær em þó marktækar í öllum 24 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.