Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 21

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 21
Mikil beinsala til neytenda á þýskum sveitabæjum í Mið-Evrópu er úrvinnsla og sala á afurðum úr búvörum beint frá bónda til neytenda töluvert umfangsmikil. í Þýskalandi hefur slík sala um 9% af mark- aðnum. Á síðustu árum hafa framleiðendur þessara vara hald- ið sínar eigin matvælasýningar. Þýskur landbúnaður hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síð- ustu árum. Á árunum 1991-1998 var búskapur á um 200 þúsund býl- um lagður niður, eða á um þriðjungi allra býla. Landbúnaður í Þýska- landi hefur verið að þróast í tvær öndverðar áttir, annars vegar í há- tæknivædda framleiðslu á lágu verði og hins vegar í framleiðslu í smáum stfl, með úrvinnslu heima fyrir og beinni sölu á hágæðavömm til neytenda. Nú eru um 30-40 þúsund býli í Þýskalandi sem stunda þennan rekstur. Búvörur framleiddar á býl- um til beinnar sölu til neytenda ná um 9% heildarmarkaðshlutar í Þýskalandi og litið er á þessi við- skipti sem mikilvægan „glugga" landbúnaðarins gagnvart þýsku þjóðfélagi. Matvælasýningar með aðild þeirra einna sem selja afurðir sínar beint til neytenda eru tiltölulega nýjar í Þýskalandi þó að þessi starf- semi hafi lengi verið stunduð þar. Fjórða sýningin fór ífam í ár og að þessu sinni í Númberg. Yfir 200 sýnendur frá fimm löndum höfðu þar bása. Þar var kynnt allt sem á boðstólum er varðandi þennan rekstur, þar á meðal fjölbreyttur tæknibúnaður, svo sem til ostagerð- ar, á bæjum. Góður undirbúningur Góður undirbúningur og að finna réttar afurðir var verkefhi sem fékk mikla umQöllun á sýningunni. Þáer áhugi og óskir bóndans mikilvægar í þessu sambandi. Jafnlfamt er allt samstarf hlutaðeigandi áríðandi. Afurðimar eiga ekki einungis að vera í hæsta gæðaflokki, þær eiga einnig að seljast. Fjallað var um all- an útbúnað og ráð sérífæðinga við sjálfa söluna. Hvemig á búðin að líta út? Hvemig ffamkoma vekur áhuga kaupandans? Merkingar, pakkningar, markaðsfærsla o.s.ffv. Allt þarf að gjörhugsa til að ná árangri. Sala á Intemetinu er í þróun og sumir framleiðendur hafa náð þar árangri. Það em einkum viðskipti við fasta viðskiptavini sem fara þannigffam. SífeUt fleira fólk hefur áhyggjur af því hvers það neytir og vill meiri upplýsingar um matinn. Intemetið gerir það auðvelt að kynna býlið og reksturinn, þannig að neytandinn fái innsýn í það hvemig t.d. svínakjötið og græn- metið er framleitt. Á matvælasýningunni var kynnt- ur fjöldi tegunda matvæla. Þar má nefha ost, vín, hunang, saltaðar og reyktar kjötvörur, pasta, afurðir úr komi, en einnig skrautmunir o.fl. Bændur, sem stunda þennan rekstur, stofna gjaman nokkrir sam- an til samstarfs um ffamleiðslu. Eitt slíkt félag fimm bænda nefhist Löv- enicher Geinúse-Hof. Það ræktar grænmeti bæði til beinnar sölu en einnig til framleiðslu á sýrðum gúrkum. Bændumir leggja til hrá- efnið og uppskrifhna en semja við verksmiðju, sem hefur öU tæki, þekkingu og tækni til framleiðsl- unnar, um sjálfa framleiðsluna. Þannig er jafnframt öllum hrein- lætiskröfum fullnægt. Þar með losna bændumir við dýrar fjár- festingar í vélum og tækjum. Hins vegar annast þeir sjálfir um sölu afurðanna í sveitaverslunum um allt Þýskaland. (Norsk Landbruk nr. 11/2000). Gen dreifast frá erfðabreyttum jurtum Þýskur prófessor í grasaffæði, að nafhi Hans-Heinrich Kaatz, við há- skólann í Jena hefur greint ffá rann- sóknum sínum þar sem fram kemur að gen ffá erfðabreyttum jurtum geti borist til annarra tegunda jurta. Samkvæmt þessum rannsóknum hafa arfberar, gen, í erfðabreyttum rapsi, sem hafa það hlutverk að gera hann ónæman gegn jurtavamarefn- um, borist áffam í bakteríur og ger- sveppi sem finnast í meltingarfær- um hunangsflugna. Þessar niðurstöður bijóta í bága við fullyrðingar ffá h'ftækniiðnaðin- um um að gen, sem bætt er í plönt- ur, berist ekki út í náttúmna. Þetta leggur einnig meiri þrýsting á yfir- völd í löndum Evrópu að eyða erfðabreyttum rapsi sem sáð hefur verið í ár í þessum löndum. (Landsbygdens Folk nr. 22/2000). Það er mjög slæmt og í raun ótækt ef t.d. niðurstöður efnagrein- inga koma ekki á tilskildum tíma til bænda. Slíkt getur mjög auðveld- lega graftð undan því starfi sem unnið er að á þessu sviði. Einnig þarf ráðgjafaþjónustan út í héruðunum að fá upplýsingar um form eða efnainnihald þess áburð- ar sem er til sölu á hverjum tíma. í því sambandi hlýtur það að vera umhugsunarvert hvemig Bænda- samtök íslands, sem eru samtök allra bænda, geta réttlætt það að gera veg eins áburðarsala meiri en annarra með ákveðnum þjónustu- samningi og leiðaraskrifum í Bændablaðið. Á sama tíma starf- rækir BI ráðgjafaþjónusta á lands- vísu, m.a. í jarðrækt, þar með talin áburðarráðgjöf. FREYR 7/2000 - 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.