Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 11

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 11
troða skóinn hver niður af öðrum. Á Nýja-Sjálandi, sem stendur sig öllum öðrum betur í útflutningi á kindakjöti og flytur út kjöt út um allan heim, þar er eitt útflutningsráð sem sér um allan þennan útflutning. Við erum með umframfram- leiðslu sem við verðum að flytja út til landa þar sem nóg kjöt er fyrir og ef við höfum ekki söluna á einni hendi þá geta kaupendumir spiiað á okkur eins og á píanó og verðið hrapar. Við eigum hér á landi frá- bær fisksölufyrirtæki sem eru með sölu- og markaðsstarf víða um heim. Ef við gætum fengið þá til að markaðssetja kindakjöt á svipaðan hátt og þeir hafa gert við fiskinn þá væri bjartara framundan. En við úlflutning þurfum við að geta lagt fram vottun um fram- leiðsluferilinn. Já, en úti í heimi er það svokölluð lífræn ræktun sem gildir en við bú- um bara það norðarlega að við get- um ekki á þremur mánuðum ræktað nóg gras án tilbúins áburðar, sem reglur um lífræna ræktun banna. Hins vegar er áburðarnotkun okkar það lítil og köfnunarefnis- áburður okkar búinn til með raf- orku frá vatnsaflsstöðvum og úr andrúmsloftinu. Við erum því þama með mjög vistvænan áburð. Án þessa áburðar emm við að rán- yrkja landið og vinna skaða á því. Eiginleg lífræn framleiðsla er þó góð með en verður hér aldrei í stór- um stíl. Ég dáist þó að þeim mönn- um sem framleiða lífrænt. Ég held hins vegar að ef íslenskur jarðvegur yrði rannsakaður og bor- inn saman við jarðveg á meginiandi Evrópu, jafnvel jarðveg hjá svoköll- uðum lífrænum bændum í Evrópu, þá kæmi í ljós að okkar jarðvegur er miklu hreinni og laus við þung- málma og önnur óæskileg efni. Hvert er viðhotf þitt til innflutn- ings á tilbúnum áburði. Eiga bœndur að kaupa frekar innlent heldur en útlent, þó að hið útlenda sé ódýrara? Það er nú staðreynd að innflutn- ingur á áburði hefur snarlækkað verð á áburði frá Áburðarverk- smiðjunni hf. Hún þurfti að taka til hjá sér og er búin að gera afar vel í því, en hún gerði það ekki fyrr en innflutningur var leyfður. Það verður ekkert bannaður innflutn- ingur á áburði frekar en á matvöru, en Áburðarverksmiðjan hefur for- skot með því að bjóða upp á áburð með minna kadmíum en er í inn- fluttum áburði. Ég er sammála landbúnaðarráð- herra um að við gerum sömu kröfur til innflutts áburðar og innlends á sama hátt og við gerum sömu kröf- ur til innfluttra matvæla og inn- lendra, þannig að þeir sem flytja inn verða að sýna fram á hvað þeir eru með, það er lykilatriðið. Við hér í Hlíðarendakoti höldum áfram að kaupa innlendan áburð. Það sem við höfum hins vegar betra en flestar aðrar þjóðir og verður auðlind næstu aldar er vatn- ið, þ.e. gnægð af hreinu, ómenguðu vatni. Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna, FAO, hefur gefið út gult spjald og varað við vatnsskorti víða um heim og matarskorti í kjölfar þess. Mér finnst að það eigi að hvetja okkur til að halda við landbúnaði okkar, en til þess þurfum við sam- bærileg rekstrarskilyrði og aðrir, t.d. styrkjakerfi eins og aðrir búa við. Við þurfum líka að halda við verk- þekkingu okkar og þekkingu á land- inu sem við erum að nýta, landslagi, veðri og hættum sem þar er að finna. Auk þess eru það verðmæti að varðveita menningu sem dreifbýlið býr yfir, svo sem sögu og ömefni. Eitt það sem nú verður sífellt meira áberandi er umrœða um erfðabreytt matvœli. Hvað finnst þér um þá þróun? Þegar maður heyrði þetta fyrst og var að hugsa um hungur í heimin- um og sá ekki fram á að matvæla- framleiðsla héldist í horfi við fólks- fjölgunina þá hugsaði maður með sér að erfðabreytt matvæli væru betri en hungur. Þegar maður hins vegar hefur sé þennan erfðabreytta risalax frá Noregi þá rifjaðist upp fyrir mér þegar búin var til ný flugutegund úr afrísku og suðuram- erísku hunangsflugunni. Afríska hunangsflugan var árásargjöm en dugleg en hin safnaði miklu hun- angi en var eitruð. Þá fengu þeir út ágenga eitraða hunangsflugu sem gerði stórskaða og er nú að dreifa Guðrún Stefánsdóttir á leið uppfjallið Kilimanjaro í Tansaníu. FREYR 7/2000 - 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.