Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 29

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 29
bótakröfur fyrir hönd kaupenda né aðstoða þá við að ná rétti sínum gagnvart seljanda. Eftirlit er ekki aðeins bundið við eftirlit á innflutnings- eða fram- leiðslustað, heldur er reynt að fara um og fylgjast með innlendum og innfluttum aðföngum á sölustöðum og hjá kaupendum. Eftirlitið eins og það er núna er þó alltof lítið og getur á engan hátt fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru til þess og þarf því að efla það verulega. Eftir- litsgjaldið, sem tekið er samkvæmt dögum til að standa undir kostnað- inum, er of lágt og því þarf að breyta. Vegna smæðar landbúnað- arins og tiltölulega lítils magns sem flutt er inn eða framleitt hér á landi af hverri tegund eftirlits- skyldrar vöru, þó fjöldi tegunda sé mikill, verður aðfangaeftirlit hér á landi alltaf tiltölulega kostnaðar- samt. Sáðvara Eftirlit með sáðvöru byggist á reglugerð nr. 301 frá 1995 og breytingu á henni nr. 202 frá 1996. Hlutverk Aðfangaeftirlitsins er að sjá um að ákvæðum þessara reglu- gerða sé framfylgt og gefa út inn- flutningsheimildir fyrir sáðvöru sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í reglugerðinni. Undir þessar reglugerðir fellur allt nytjajurtafræ sem ætlað er til garðræktar, tún- ræktar, grasflatagerðar, grænfóður- ræktar, kornræktar, landgræðslu, iðnaðar eða til frekari fræræktar og er undir opinberu gæðaeftirliti. Nánast eina sáðvaran, sem er und- anskilin, er fræ til trjá- og skóg- ræktar. Þeir sem versla með sáð- vöru verða að fá viðurkenningu Aðfangaeftirlitsins til þess. Sáð- varan sem þeir flytja inn verður síðan að uppfylla þau skilyrði sem sett eru í reglugerðinni um gæði og vera á lista yfir viðurkenndar teg- undir til að hana megi selja hér á landi. Aðfangaeftirlitið á að koma í veg fyrir að sáðvara, sem ekki upp- fyllir þessi skilyrði, fari á markað og vemda þannig hagsmuni bænda og annarra sem sáðvöruna nota. Ekki hefur þó verið gefín út neinn opinber listi yfir sáðvöru hér á landi, en í staðinn er stuðst við lista sem RALA gefur út árlega í sam- vinnu við Bændasamtök íslands, Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri og Garðyrkjuskóla ríkisins yfir yrki sem mælt er með að nota hér á landi. Mikilvægt er að sáðvaran sé rétt og vel merkt. Allar pakkningar eiga að vera með vörulýsingu. Sé hún ekki á íslensku skal íslensk þýðing fylgja með við sölu. Bændur eiga að geta fengið upplýsingar um hvaða afbrigði þeir eru að kaupa, spímn og hreinleika frá söluaðilan- um, því ekki er veitt innflutnings- heimild fyrir sáðvöm nema þessar upplýsingar liggi fyrir. Aðfangaeftirlitið sér einnig um eftirlit með innlendri sáðvömfram- leiðslu. Aðeins er leyfilegt að framleiða og markaðssetja inn- lenda sáðvöru sem er af stofni til- greindum á sáðvömlista. Hér er stuðst við framangreindan lista RALA. Þó er hægt að viðurkenna garðyrkjufræ sem er ætlað til útflutnings til EES landa, enda sé leyfilegt að nota umræddan stofn í innflutningslandinu. Áburður Reglugerð nr. 301 frá 1995 ásamt áorðnum breytingum fjallar m.a. um eftirlit með áburði og jarðvegs- bætandi efnum. Þeir sem vilja flytja inn eða fram- leiða hér á landi áburð eða jarð- vegsbætandi efni verða að tilkynna það til Aðfangaeftirlitsins. Öll þessi efni þarf að skrá hjá því áður en kynning, dreifing og sala hefst og sett það skilyrði að hægt sé að sanna eiginleika og gagnsemi þeirra við sölu. Þannig má t.d. eng- inn auglýsa eða kynna á annan hátt áburð til sölu hér á landi nema hann hafi áður skráð hann hjá Aðfanga- eftirlitinu og framvísi fullnægjandi skjölum um eiginleika og gagnsemi hans. Merkja ber áburð og jarðvegs- bætandi efni greinilega með vöm- lýsingu, þar sem m.a. koma fram auðkenni, vörutegund, innihald virkra efna, þungi eða rúmtak, ásamt upplýsingum um framleið- anda og innflytjanda. Merkingar og texti á hugsanlegum fylgiseðlum eiga að vera á íslensku. Miðar eða umbúðamerkingar með tilskildum vömlýsingum verða að sjást vel, vömlýsingamar eiga að vera vel læsilegar og óafmáanlegar. Ef FREYR 7/2000 - 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.