Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 32

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 32
Norræna fullorðinsfræðslusambandið, FNV, styrkir lýðræðið Norrœna fullorðinsfrœðslu- sambandið, Förbundet Nordisk Vuxenupplysning, FNV, var stofnað árið 1970. Til- gangur þess var ákveðinn í upphafi sá að auka samstarf frjálsrar al- mennrar frœðslustarfsemi á Norð- urlöndunum með sérstaka áherslu á menningarmál í víðum skilningi. I FNV eru tíu frœðslusambönd alls, þar af er eitt í Svíþjóð, tvö í Finnlandi, fjögur í Noregi, tvö í Danmörku og eitt á Islandi, sem er frœðslusambandið Símennt en að- ild að því eiga Bœndasamtök Is- lands, Kvenfélagsamband íslands og Ungmennafélag Islands. Starfsemi FNV byggist einkum á smáum og stórum samstarfsverk- efnum frœðslusambandanna. Um þau eru haldin námskeið í aðildar- löndunum, um tíu talsins á ári, þar sem kunnáttufólk á viðkomandi sviði flyturfyrirlestra og vinnuhóp- ar starfa og skila áliti. Á hverju ári er a.m.k. eitt slíkt námskeið haldið hér á landi. Af verkefimm sem jjallað hefur verið um má nefna: Staðardagskrá 21 (Lokal Agenda 21) og umhverf- ismál, norrœnar bókmenntir, dreif- býli og atvinnusköpun, málefni fatl- aðra, menning strandbyggða, nor- rœnar hannyrðahefðir, tölvutœkni og alþýðumenntun, málefni aldr- aðra og sagan, goðsagnir í sjálfs- mynd norrœnna þjóða, framtíð Evrópu og samrunaferlið og áhrif atvinnuleysis á einstaklinginn og þjóðfélagið. Er þá fátt eitt talið. FNV hefur látið sig varða mál- efni Eystrasaltslandanna og m.a. helgað þeim sérstök námskeið. Þá hafa samtökin komið á samstarfi við ESB og m.a. kynnt fyrir sam- bandinu þœr lýðrœðishefðir sem eiga sér djúpar rœtur á Norður- löndunum. FNV settifyrir nokkru áfót vinnu- hóp til að fjalla um lýðrœði á breið- um grunni. Hópnum stýrði Seppo Niemela frá Finnlandi, þáverandi formaður FNV. Aðrir í hópnum voru Vidar Lund frá Noregi, Per Gustavsson frá Svíþjóð og Haraldur Olafsson, prófessor, frá Islandi. Hópurinn hefur skilað bráðabirgða álitsgerð og fylgir hún hér á eftir: Lýðræði hefur lengi verið óum- deilt sem stjómarform. En lýðræð- ið þarf þó stöðugrar endurskoðunar við. Það er við hvers kyns samráð og samstarf fólks sem lýðræðislegar leikreglur og dyggðir hafa orðið til, sem lýðræðið bæði gengur út frá og byggist á. Lýðræði hvílir á þessum viðteknu viðhorfum, gildum, þekk- ingu og hæfni. Virkt lýðræði bygg- ir á sífelldum samskiptum fólks með sömu möguleika á þátttöku. Það gengur einnig út frá að til séu margir staðir til að koma saman á til virkrar þátttöku, þar sem kostur gefst á að læra meira, skiptast á skoðunum og hugmyndum sem og að finna nýjar leiðir til að hafa áhrif á þróun samfélagsins. Lýðræðið þarfnast lifandi samfélags með auð- Leshringir Á stjórnarfundi BÍ14. júní sl. var gerð eftirfarandi bókun: „Stjórn Bændasamtaka íslands beinir því til ráðgjafarsviðs samtakanna að vinna að því að leshringjastarfsemi verði reynd í tengslum við framkvæmd gæðastýringarþáttar nýs sauðfjár- samnings". Hér er fitjað upp á nýjung hér á landi sem er að stefna að því að nota leshringi við að miðla fróðleik og þekkingu. Á hinum Norðurlöndunum hafa leshringir lengi verið vinsæl leið í þessu skyni. Það á einnig við um landbúnað í þessum löndum. Nokk- uð er einnig um það á Norðurlöndunum að kennslubækur séu gefnar út beinlínis til nota í leshringjanámi. Þátttakendur í leshring eru að jafnaði fáir, eða á bilinu 5-8, ásamt stjórnanda. Munur á námi í leshring og t.d. á námskeiði eða fræðslufundi er einkum sá að þátttakendur í leshring koma vel undirbúnir til fundar og hafa þá lesið um það efni sem fyrir er tekið hverju sinni. Hver þátttakandi hefur þannig möguleika á að vera virkari í þeirri umfjöllun sem fram fer heldur en að jafn- aði við önnur fræðsluform. Þannig gefa leshringir þátttakendum góða möguleika á sjálfstæðum vinnubrögðum sem og að standa fyrir máli sínu og eflir það sjálfsvitund þeirra. Hér fylgir með greinargerð frá Norræna fullorðinsfræðslusam- bandinu, FNV, sem BÍ er aðili að um eflingu lýðræðis en einn þáttur í því er að sjálfsvitund fólks sé styrkt, þar á meðal með leshringjastarfsemi. Ritstj. 32 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.